Miðjusætin voru helmingi færri í þotunum, sem Trump taldi ógn við Ameríku.

Rétt eins og Henry Ford var upphafsmaðurinn að því að gera bílinn að almenningseign, má segja að nútíma farþegaþotur hafi verið liður í því að gera flugið að þeirri almenningseign, sem það er orðið á okkar tímum. 

Tveir mikilvægir þættir í því eru tími og fjárútlát. Fyrir Íslendinga skiptir miklu hvað þægindi snertir, hvort flogið er héðan til Skandinavíu til Bretlands og Niðurlanda á flugleiðum sem eru um 2000 kílómetrar, eða hvort flogið er lengra til austurs eða suður á flugleiðum, sem eru allt að því rúmlega 3000 kílómetrar.

Þarna getur munurinn orðið allt að einn og hálfur til tveir tímar, og það munar svo sannarlega um þessa viðbót, því að stærð og fyrirkomulag í algengustu þotunum, sem gefa möguleika á lægstu fargjöldunum, hentar best í mjóu þotunum í stærðarflokknum Boeing Max - Airbus 320 með allt að 200 sætum þar sem nýting rýmisins er hlutfallslega best, þrjú samliggjandi sæti sitt hvorum megin í vélinni með göngustíg á milli. 

Það hefur þann ókost að tvö af hverjum sex sætum í sætaröð eru miðjusæti. Og einnig það að auka á þreytu farþega sem er þjappað saman á þann hátt sem gefur flest fólk á fermetra. 

Í uppröðuninni 3-2 fækkar miðjusætunum um helming og möguleiki gefst þar að auki á því að hafa ögn rýmra um þá, sem þá eru eftir í þotunni, auk þess sem farangursrými fyrir handfarangur verður meira á hvern farþega. 

Í flugi, þar sem markhópurinn miðast við rúmlega hundrað farþega, hafa svona vélar verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár. 

Í Bandaríkjunum brá hins vegar svo við, að þegar Kanadamenn beittu sér fyrir tilkomu nýrra þotna með þessu sniði, leit þáverandi Bandaríkjaforseti svo á, að í þeim gæti falist ógn við nauðsynlega forystu Bandaríkjanna á sem flestum sviðum, og var brugðist snarlega við því með því að setja meira en 200 prósenta verndartoll á þessa ógn við kjörorðið "Make America great again." 

Svo er að sjá að í þessari sýn séu ríki eins og Kanada og Mexíkó, sem sannanlega eru ríki í Norður-Ameríku, ekki Ameríkuríki!


mbl.is Miðjusætið – happasætið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband