"Herir vinna orrustur - flutningar vinna stríð." Meðal annars1940, 41, 43 og 2022.

Þessi setning er höfð eftir Pershing yfirhershöfðingja Bandaríkjamanna ef rétt er munað, og hefur sannast í ótal styrjöldum í gegnum aldirnar 

Á útmánuðum 1939 voru miklar vangaveltur bak við tjöldin hjá Bretum og Þjóðverjum um hina lífsnauðsynlegu járgrýtisflutninga Þjóðverja frá járnnámunum við kiruna og Gellivara í Lapplandshluta Svíþjóðar yfir í íslausa höfn í Narvik í Noregi og þaðan til Þýskalands. 

Noregur og Svíþjóð voru hlutlausar þjóðir en Churchill taldi líklegt, að Bandamenn kæmust upp með það að stöðva þessa flutninga með hervaldi. 

Best væri þó að fá til þess loforð Svía um að þetta gengi í gegn, en þreifingar bak við tjöldin leiddu í ljós að Norðurlandaþjóðirnar tvær myndu hafna því alfarið.  

Þjóðverjar vissu af þessum möguleika og ákváðu að verða fyrri til og hernema Noreg og Danmörku. 

Fyrir tilviljun létu Bretar einnig til skarar skríða með hluta af áætluninni Wilfred og voru byrjaðir að leggja tundurdufl í norska lögsögu, þegar Þjóðverjar réðust á Noreg og Danmörku og lögðu þar með grunn að því að hindrunarlausum járnflutningum það sem eftir var stríðsins.

Bretar brugðust við þessu með því að hernema Ísland, og fyrir þá var það skilyrði fyrir því að geta ráðist inn í Normandy 1944 að vinna fyrst sigur í órrustunni um Atlantshafið.  

Svo mikilvægir voru þessir járnflutningar frá Svíþjóð fyrir Þjóðverja að þeir höfðu meira en 300 þúsund manna hernámslið í Noregi öll stríðsárin. 

Erfiðir flutningar hergagna, hermanna og vista í innrásinni í Sovétríkin 1941 réðu mestu um það að Þjóðverjar töpuðu orrustunni um Moskvu í árslók 1941.  

Í byrjun Úkraínustríðsins réðu misheppnaðir flutningar Rússa mestu um það að sókn Rússa hikstaði strax í byrjun stríðsins. 


mbl.is Þýsk herskip gæta norskrar olíuvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband