Kerrur voru lykillinn að Grænlandsjökli 1999.

Í maí 1999 var í fyrsta sinn ekið á jöklabreyttum jeppum þvert yfir Grænlandsjökul og til baka. 

Hitta þurfti á ákveðna meðalstærð jeppanna, og fljótlega fannst lausnin, miðað við þau dekk, sem þá voru á boðstólum, 44 tommu dekk á 15 tommu felgum. 

Fljótlega fannst út, að jepparnir, sem voru af Toyota Landcruiser gerð, mættu ekki verða of þungir, og að það kom betur út í heildina að þeir drægju hver um sig kerru, sem væri líka á 44 tommu dekkjum.  

Að vísu þurfti auka dráttarafl til þess, en á móti kom, að kerrurnar fylgdu sjálkrafa troðinni slóð, en ef þunganum á byrði þeirra hefði verið komið fyrir á jeppunum sjálfum, hefðu dekkin sokkið meira niður á jeppunum  sjálfum og akstursgetan því orðið minni.   

Þungi rafhlaðna er líkast til tíu sinnum meiri en þungi eldsneytis með sömu orku. Þar að auki hefur eldsneyti þann kost að það léttist niður í næstum ekki neitt við notkun, en rafhlöðurnar eru jafn þungar allan tímann, sem orkan er að fara úr þeim. 

Það bíður því mikið púsluspil hönnuða rafknúinna jöklajeppa, sem nálgast getu eldsneytisknúinna jeppa til jöklaferða. 

En raforkan og önnur endurnýjanleg orka eiga vafalaust enn eftir þróunarferil, sem smám saman getur opnað fyrir jöklaferðir á rafknúnum jeppum, að minnsta kosti á styttri jöklaleiðum. 

Í Grímsvötnum eru bæði jarðvarmi og möguleikar á sólarorkuveri sem hægt er að byggja drauma um rafjeppaferðir þangað á. 


mbl.is Sýna Nissan Ariya 39 tommu breyttan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband