Finnst þeim hundraðfaldur vöxtur virkilega ekki nóg?

Áður hefur verið rakið hér á síðunnni að síðan 1914 hefur sjókvíaeldið fimmfaldast hér á landi, en að samt hafi verið gefnar út yfirlýsingar um að tífalda þann hraða, þannig að 2034 verði framleidd meira en 400 þúsund tonn í stað 4 þúund 2014.  

Þegar svört skýrsla um þetta hefur nú verið birt hefði mátt halda að hinir nýju laxasægreifar myndu kannski eitthvað slá af kröfum sínum um trylltan veldisvöxt, sem er svo yfirgengilegur að almenningur verður hálf daufur við að heyra þessar fáránlegu tölur.  

Nei, birtist þá ekki talsmaður þeirra í útvarpsfréttum og kvartar sáran yfir því að vöxturinn sé alltof hægur og að það þurfi að slá í klárinn!   


mbl.is Hugnast ekki ógnin af sjókvíaeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Banna þetta sjókvíaeldi alfarið. Of áhættusamt að fá blöndun í  okkar villta laxa stofn.

Rafn Haraldur Sigurðsson, 12.2.2023 kl. 12:04

2 identicon

Sá tryllti veldisvöxtur sem orðið hefur í fiskeldi, ferðaþjónustu, líftækniiðnaði, fæðubótarefnum, kvikmyndagerð o.s.frv. er enginn endapunktur í augum þeirra "greifa" sem hagnast. En allir aðrir vilja líka meira og meira er það sem á að borga fyrir stórfjölgun aldraðra og vaxandi heilbrigðiskerfi.

Tekjur dagsins í dag nægja ekki fyrir fyrirsjáanlegri aukningu í útgjöldum. Lausn við því vandamáli er annað hvort að auka tekjur "vöxtur" eða draga úr útgjöldum "verðbólga". 

Sú lausn að hafa engan vöxt og stilla útgjöldin af með hærri verðbólgu, eins og gert var á síðustu öld og eftir þá kjarasamninga á þessari sem voru innistæðulausir, hugnast fáum. Launahækkanir verða þá bara sýndarmennska sem skila litlum eða engum kjarabótum. Eina vonin verður þá að "eitthvað annað" komi okkur til bjargar einhvern tíman á næstu áratugum. Og eina ljósið að enginn "greifi" hagnast.

Vagn (IP-tala skráð) 12.2.2023 kl. 15:27

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Í rúm 30 ár hafa menn reynt að reka fiskeldi á Íslandi með hagkvæmum hætti 
en ekki tekist
Það hafa ekki orðið neinar stórar breytingar í eldinu
Menn ala upp seiði henda fisknum í sjókví og eftir ákveðinn tíma þá er veitt upp úr kvínni það sem þar er
en oftar en ekki kemur ræktendum algjörlega á óvart hvað er í kvíunum!

Það sem norsaranir eru að veðja á er að eftirspurn eftir fiski muni verða óseðjandi

Grímur Kjartansson, 12.2.2023 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband