28.6.2023 | 19:08
Alltof losaralegt ástand víða í rafhlaupahjólamálum.
Á næstunni verður gerð könnun á vegum þessarar bloggsíðu á nýjun möguleikum í notkun vélknúinna léttra hjóla, og var fyrsta ferðin farin í dag.
Leiðin lá um vinsæla leið milli Egilshöll í Grafarvogshverfi og Borgartúns, sem liggur um Geirsnef og meðfram Suðurlandsbraut.
Athygli á þessum slóðum vekja þau laustök, sem eru á notkun rafhlaupahjóla.
Á einum stað er talsverð umferð hlaupahjólanna um bílastæði og gangstéttir og má ítrekað sjá smákrakka tvímenna á hlaupahjólunum án hlífðarhjálma, og oft farið allt of geyst.
Þegar við það bætist að þessi þeysandi ungmenni virðast oft fara mjög ógætilega og að yfirleitt eru aldrei gefin hljóðmerki á þessum farartækjum, er auðvelt skilja hvers þá öldu slysa og óhappa, sem hefur verið í rafhlaupanotkun.
Foreldrar verði að fylgjast með notkun Hopp-hjóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.