Hernaðarsagan er vörðuð af ósætti hershöfðingja.

 

Hernaðarsagan er vörðuð af ósætti hershöfðingja. Von Schlieffen gerði stórbrotna áætlun um gríðarlega umkringingu sem beitt yrði gegn Frökkum 1914, en lifði ekki að fylgjast með framkvæmd hennar og Moltke og hershöfðingjarnir, sem tóku við, fóru á taugum og styrktu suðurarminn en veiktu norðurarminn, og við það var helsti kostur áætlunarinnar ekki nógu beittur. 

Eftir á hafa sagnfræðingar margir reyndar haldið því fram, að Schlíeffen áætlunin hefði aldreir geta tekist vegna þess að fótgöngulið Þjáðverja hefði aldrei getað haft úthald til að framkvæma hana.  

Guderian skriðdrekaforingi var ósáttur við þá ákvörðun Hitlers að fresta framskriði hersins til Moskvu síðsumars 1941 og fara í staðinn í mikla herför suður til Úkraínu. 

Vegna ósættis vék Hitler honum og fleiri hershöfðingjum síðar oft frá um hríð, en aldrei var um að ræða neitt uppreisnarfyrirbrigði eins og nu hjá Wagnerhópnum. 

Í aðdragannda innrásar Bandamanna í Normandí var yfirumsjón í vörnum Þjóðverja falin Erwin Rommel og Rundsted. 

Þeir urðu ósammála og vildi Rommel hafa skriðdrekavarnarsveitir sem næst ströndinni, sem tækjust strax á við innrásarher, en Rundsted vildi hins vegar hafa sveitirnar innar í landinu þar sem staðsetningin gæfi meiri sveigjanleika til að fara gegn innrásarher. 

Hitler hallaðist frekar að skoðun Rundsteds og féll fyrir blekkingum, sem Bandamenn beittu til þess megin innrásin yrði við Calais.  

Truman Bandaríkjaforseti og Douglas Mac Artur yfirhershðfðingi voru ósammála um meginatriði í hernaðarstefnu hers landsins í Kór og endaði það með því að Truman vék þesari stríðshetju sinni úr starfi. 

Í öllum þessum tilvikum var um svipað fyrirkomulag að ræða á valdi og valdsviði, en Wagnerhópurinn hefur verið mun frjálsari og líkari málaliðahópi.    


mbl.is Rússneskur hershöfðingi handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vill stundum bregði við að stríðsaðilar haldi að sigur vinnist með því að hertaka höfuðbor andstæðingsins. Það er ekki tilfellið eins og Napoleon komst að, yfirráð yfir Moskvu breytti engu.

Þó fíflið Hitler hafi ekki haft mikið vit á herstjórn var hann ekki vitlausari en svo að hann vissi að olíulausir skriðdrekar væru hvorki til gagns né ama, því var stefnan sett á olíuuppsprettu sovíetsins.  Reyndar þraut þeim kraftur til að klára verkefnið, en hugmyndin var góð.

Hefðu vesturveldin og sovíetið einbeitt sér að olíulindum þjóðverja í Rúmeníu hefði verið hægt að forða miklu mannfalli.

Bjarni (IP-tala skráð) 29.6.2023 kl. 11:53

2 identicon

Já, en sumir þessara herforingja reyndu að gera það sem Rússar hafa ekki gert:  Að drepa Hitler...  Sem er e.t.v. gáfulegra en 15 tíma bíltúr á skriðdreka...  eftir aðal þjóðveginum.  Líklega átti annar her að taka síðan til í Moskvu á meðan, giska ég á.

Rommel og félagar hefðu hins vegar auðvitað átt að gera þetta og láta það takast, miklu fyrr...  Rússar gerðu ekkert slíkt við Lenin eða Stalin.  

Ef ekki hefði notið "aðstoðar" Lenin, Stalin og Putin, væru Rússar líklega nálægt 200 miljónir (ekki 145) og ríkasta þjóð í heimi.  Við sem höfum ferðast mikið til Rússlands vitum hins vegar að þar er gríðarleg fátækt mjög víða.  Minnst þó í Moskvu og Pétursborg.

Guðmundur R Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.6.2023 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband