Er kakóbaunin að klárast?

Súkkulaðiðið og kakóbaunin hafa svo sannarlega gríðarlegt aðdráttarafl fyrir milljarða jarðarbúa um aldir og til dæmis er framleiðsla súkkulaðis stóriðnaður í Belga. 

Eitthvað svipað á við um svissneskt súkkulaði. 

Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessu lostæti og mikil samkeppni hefur verið löngum milli Akureyrar verksmiðjunnar Lindu og Síríusar verksmiðjunnar hér syðra. 

Enn gerir Lindu suðusúkkulaði atlögu að gamla gðða Síríus suðusúkkulaðinu, og gaman væri að vita hvað kæmi út úr skoðanakönnun um það, hvort sé betra. 

"Við höfum KEA, við höfum Lindu, sungu Helena og Þorvaldur með hljómsveit Ingimars Eydals þegar rekstur margkyns verksmiðja stóð í blóma á Akureyri með ullarverksmiðjur SÍS sem kjölfestu fyrir Rússlandsmarkaðinn, sem naut vöruskiptakjara. 

Svo féllu Sovétríkin og rætt var um það í fullri alvöru, að ef ekki yrði reist risaálver fyrir norðan Akureyri, færi Norðurland í eyði. 

Álverið er enn ókomið, og Norðuland heldur enn velli.   

En síðan er það stóra spurningin hvort kakóbaunaframleiðsla veraldar muni ráða við endalausan vöxt eftirspurnar eftir súkkulaði.   


mbl.is Af hverju er súkkulaði svona vinsælt? 
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

KEA orðið að litlum fjárfestingasjóð og Lindusúkkulaðið framleitt í Hafnarfirði. Og Akureyri tórir þó fólksfjölgun sé undir landsmeðaltali og laun í lægri kantinum. Sumum nægir að fólk tóri frekar en lifi. Er Akureyri e.t.v. Gísli á Uppsölum íslenskra kaupstaða? Bærinn sem ekki fékk að blómstra?

Nói Síríus hefur flutt framleiðsluna að miklum hluta erlendis og dregið verulega úr gæðakröfum. Það sem var konfekt sem maður montaði sig af og gaf hreykinn útlendingum er orðið eins og hvert annað ódýrt súkkulaði framleitt með áherslu á magn af lægstbjóðenda og mokað með smáskóflu upp úr plastskúffum oní poka af laugardagsnammi fyrir þá sem litlar kröfur gera. Og tilraunir þeirra með lakkrís eru alveg misheppnaðar. Það er spurning hversu lengi þeir ná að hanga á fornri frægð og vanafestu stöðugt eldri hóps.

Vagn (IP-tala skráð) 16.7.2023 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband