Bob Zubrin: Ekki spurning um hvort, heldur hvenær og hve mikið.

Til eru merk og áhrifamikil samtök Alþjóðasamtaka áhugafólks um plánetuna mars og hefur helsti talsmaður þeirra löngum verið Bob Zubrin. 

Fyrir um aldarfjórðungi var Tímaritið Time með ítarlega umfjöllun um starfsemi þessara samtaka og ræddi við Zubrin. Zubrin kom ári síðar til Íslands til að leggja línurnar fyrir frekari komur til Íslands, af því að enginn staður á jörðinni byði upp á staði og svæði, sem væru líkari þeim sem eru á mars.

Þremur árum síðar kom sendiefnd frá samtökunum til Íslands og fór meðal annars sérstaklega til að skoða líklegt æfingasvæði fyrir marsfara framtíðarinnar í Gjástykki. 

Síðar hafa rannsóknir verið hafnar með fjarstýrðum tækjum á mars, og nú er svo komið, að menn telja ekki aðeins, að í framtiðinni muni verða farið í mönnuðum geimförum til mars, heldur dvalist þar líka.

Og sífellt fleiri vísbendingar safnast smám saman um að líf í fortíðinni á mars.    

 


mbl.is Fann fleiri vísbendingar um líf á Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, enginn tísku túristastaður á jörðinni býður upp á örfoka staði og gróðurlaus svæði, sem eru þegar ekki rignir að sumu leyti útlitslega lík þeim sem eru sumstaðar á mars... steinsnar frá nokkurra stjörnu hótelum, góðum veitingastöðum og líflegu næturlífi. Alltaf gott að ferðast, njóta þæginda, munaðar og skemmtunar á annarra kostnað í nafni vísinda. Möl, grjót og sand má finna víðar en á Íslandi, nærri því afsteypur af yfirborði mars, en þar skortir oft þægindin og ekki þykir eins fínt að fara þangað.

Sjálfur æfi ég reglulega viðbrögð við stóru eldgosi með flótta til Flórida, Canarí eða Krítar með að hámarki 20 kíló og fötin utan á mér. Gagnast mér sennilega ekkert minna en kostaðar marsgönguæfingar áhugamanna á áttræðisaldri.

Vagn (IP-tala skráð) 21.8.2023 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband