ÓHEPPILEG LEIÐ.

Á hverju ári úthluta stjórnir, nefndir og ráð viðurkenningum af ýmsum toga. Um síðustu helgi var útdeilt fjölda slíkra viðurkenninga til listafólks. Það er undantekning ef rökræður þeirra og skoðanaskipti,sem veita þessar viðurkenningar, eru bornar á torg, enda á að mínum dómi að forðast slíkt. Ástæðan er sú að enda þótt slíkt val kunni að vera umdeilanlegt á að sýna þeirri persónu sem hlýtur slíka viðurkenningu tillitssemi og taka tillit til tilfinninga hennar.

Ekki á að óþörfu að varpa skugga á veitinguna og gildir einu þótt eftir á sé borið við ástæðum, sem koma verðleikum verðlaunahafans ekki við.

Ef einstakir fulltrúar í þeirri nefnd sem úthlutar viðurkenningunni hafa athugasemdir við málsmeðferð hlýtur að vera hægt að skiptast á skoðunum um hana fyrirfram eða á almennum fundum nefndarinnar án þess að það komi fram í úthlutuninni sjálfri.

Hjáseta fulltrúa Samfylkingarinnar var óheppileg aðferð til þess að koma á framfæri skoðun sem snerta verðleika Ragnars Bjarnasonar að engu leyti. Ég lít á þetta sem slys sem ætti að vera hægt að koma í veg fyrir að gerist aftur.


mbl.is Samfylking sat hjá við útnefningu borgarlistamanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband