DUGÐI EKKI AÐ HAFA KONU EFSTA Á LISTA

Það gefur auga leið að það hlýtur að hafa verið rými fyrir eina konu í hópi níu þingmanna norðvesturkjördæmis. Þess vegna var Íslandshreyfingin eini framboðslistinn með konu í efsta sæti og bauð fram krafta Pálínu Vagnsdóttur, annálaðar dugnaðarkonu úr Bolungarvík. Ég er sannfærður um að Pálína hefði látið að sér kveða á þingi ef hún hefði náð kjöri. Helmingur kjósenda norðvesturkjördæmis eru konur og ég held að þær verði sjálfar að líta í eigin barm, ekki síður en karlarnir.

Helmingur af efstu mönnum á sex listum Íslandshreyfingarinnar voru konur. Ein þeirra, Margrét Sverrisdóttir, sæti nú á þingi ef ekki giltu hér mun ósanngjarnari kosningalög en eru í nágrannalöndum okkar.  

Í Suðurkjördæmi fór efsti maður I-listans, Ásta Þorleifsdóttir, á kostum í kosningabaráttunni og gaf tveimur ráðherrum sem voru í efstu sætum ekkert eftir.

Ég fullyrði að það hefði komið hressandi andblær inn á þing með þessum þremur konum. Þetta er íhugunarefni þennan annars bjarta 19. júní.

Vonandi þarf ekki að bíða eftir næstu eða þarnæstu kynslóð til að breyta þessu, - að það þurfi að bíða eftir barnabörnum okkar (sonarsonur minn er fæddur 19.júní) til að kippa þessu í lag. 


mbl.is Níu þingmenn Norðvesturkjördæmis fengu bleika steina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hættu nú þessum biturleika.

Íslandshreyfingin náði ekki kjöri vegna þess að hún hafði í raun engin almennileg baráttumál, stefnan var út úr kú (Þú sagðir þetta vera vinstri flokk og hún sagði þetta vera hægri flokk) og fólkið sem leiddi listana var ekki hið allra besta í pólitíkinni.

 Konur kusu ekki Íslandshreyfinguna af sömu ástæðu og karlar kusu hana ekki, semsagt þær héldu eflaust að þetta væri bara einn verulega misheppnaður brandari. Ég meina þekktur grínisti og fjölmiðlamaður ásamt dóttur eins lang spilltasta stjórnmálamanns Íslandssögunnar, hvað gæti verið betri uppskrift að stjórnmálaflokk.

Að lokum vil ég minna á það að íslensk konsingalög eru bæði sanngjörn og einnig raunsæ. Mörg ríki Evrópu hafa lent í þeim hræðilegu aðstæðum að littlir "grín" flokkar sem buðu sig fram í kosningum hafa hertekið landsþingin, betra er að hafa starfhæft þing með fáum stórum flokkum heldur en kaós með allskyns rugludöllum sem náðu inn á þing með 2% bara vegna þess að fólk kaus þá í gríni. Sem dæmi um þetta þá hefði íslenski þjóðernissósílistaflokkurinn náð inn á þing á sínum tíma ef lögin væru eins hér og annarstaðar í Norðurlöndum, en sem betur fer komust hvorki þeir né þú inn í sal Alþingis.

Sannleikurinn (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 13:52

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sumar fullyrðingarnar í athugasemdinni hér að ofan eru aldeilis fráleitar. Ég sagði ALDREI í kosningabaráttunni að Íslandshreyfingin væri vinstri flokkur, heldur var ævinlega sagt að þetta væri flokkur á miðjunni sem sækti fylgi sitt eðli málsins samkvæmt frekar frá hægri en vinstri vegna þess að á vinstri vængnum væru Vinstri grænir.

Það er mótsögn í því að segja að litlir flokkar hafi hertekið landsþingin í Evrópu og vitna síðan í lögin á Norðurlöndunum þar sem engin leið er að sjá merki um slíka "hertöku."

Sérkennilegt er að sjá talað þannig niður til sumra kjósenda að sumir þeirra kjósi sér rugludalla á þing "í gríni"

Á tímabili var það þannig í kosningabaráttunni að bæði Íslandshreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn börðúst við að ná yfir 5% fylgi. Svo hefði getað farið að bæði framboðin hefðu dottið út með álíka mikið fylgi samanlagt og VG fékk 2003.

Er það gott lýðræði?  

Ómar Ragnarsson, 19.6.2007 kl. 18:59

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

"Sannleikanum" samkvæmt eru íslensk kosningalög "bæði sanngjörn og einnig raunsæ". Það er einkennileg staðhæfing sem tæplega 6.000 kjósendur Íslandshreyfingarinnar af báðum kynjum gætu þurft að velta vöngum yfir.

Á Alþingi Íslendinga sitja einungis 63 þingmenn. Það er nákvæmlega engin ástæða til þess að hafa þessa 5% lágmarksreglu til að koma mönnum að. Hún er í raun mjög ólýðræðisleg. Hvaða rugludallar voru annars í framboði?

Er "Sannleikurinn" kvenkyns eða er hann bara með svona kvenlegt innsæi í tilefni dagsins? 

Sigurður Hrellir, 19.6.2007 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband