REYKJAVÍK VILDI EKKI VERA EIN AF HEIMSBORGUNUM.

Við Íslendingar látum okkur dreyma um að stórviðburðir gerist hér á landi, Evróvision, leiðtogafundir, heimsmeistarakeppni, - stórtónleikar o.s.frv. Við stöndum á öndinni ef heimsþekkt persóna kemur til landsins þótt það komi hvergi í fréttum erlendis. Útsendingar frá Íslandi koma okkur á kortið og það eflir góða ímynd landsins. Við gumum af því að vera í fararbroddi í umhverfismálum og því er vert að ítreka undrun yfir skilnings- og framtaksleysi íslenskra ráðamanna að vísa frá sér boði um að vera ein af átta heimsborgum sem halda Live Earth tónleikana.

Á þessa tónleika horfa margfalt fleiri útlendingar en á heimsmeistarkeppni í handbolta en á sínum tíma lögðum við mikið á okkur til þess að fá að halda hana.

Ég ítreka undrun mína á því að þessum heimsviðburði var vikið frá okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svartinaggur

Þegar ein lítil grein um Ísland birtist í erlendu blaði, þá fjalla allir íslensku fjölmiðlarnir um þessa grein.

Þegar frægur útlendingur kemur til Íslands þá svífa allir íslensku fréttamennirnir á hann og spyrja: "How do you like Iceland?" Og grandalaus útlendingurinn biður fréttamennina vinsamlegast um að hleypa sér út úr flugvélinni svo hann geti myndað sér skoðun til að svara spurningunni.

Svartinaggur, 7.7.2007 kl. 01:36

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, það er sorglegt að slíku óorði hafi verið komið á jafn göfuga starfsemi og náttúruvernd, að fólk og félagasamtök veigra sér við að nafn sitt sé bendlað við baráttumálið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.7.2007 kl. 11:50

3 identicon

Live Earth er frekar smekklaus viðburður og jaðrar við áróður. Allur áróður, hvort sem hann þjónar góðu eða slæmu málefni, er slæmur því hann hamlar upplýstri umræðu.

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 14:34

4 Smámynd: kaptein ÍSLAND

jamm bara fúlt að við skulum ekki hafa verið með,hefðum fengið svo góða auglýsingu úta það ,þú ert vitlaus baldvin ,það er ekki áróður heldur leið til af vekja heimsbyggðina upp af þeim svefni sem hún er í sambandi við hlýnun jarðar ,það er kominn tími til að vakna áður enn það er of seint hmmmmmmmmm ,wakey wakey  and take off those rosecoverd glasses

kaptein ÍSLAND, 7.7.2007 kl. 17:16

5 identicon

Fegin er ég nú bara að Ísland sé ekki bendlað við svona vitleysu eins og Live Earth ... þetta er ekkert nema einhver tímabundin múgsefjun þar sem að fólk veitir sjálfu sér tímabundna aflausn frá "vandamálinu".  Ég set þetta innan gæsalappa þar sem að vísindasamfélagið deilir ennþá um hvort hlýnun jarðar stafi af mannavöldum.

Og mánaköttur, það er rétt hjá Baldvini að þetta er bara áróður, flestir þessara listamanna sem koma þarna fram eru einvörðungu grænir í þeim skilningi að þeir vita ekkert um hvað hlutirnir snúast í umhverfismálum og hafa eflaust allir stökkið á einhverjar ódýrar skyndilausnir eins og tvinnbíla ... vegna þess að tvinnbílar "menga svo lítið". En þeir eru ekki þeir einu sem hafa látið blekkjast, forsetaembættið hélt ansi skemmtilega sýningu í gær um það hvernig það var blekkt, eða ekki blekkt en velur engu að síður að taka þátt í hinu græna bulli.

Nú ætla ég að taka það fram að ég er ekki á móti umhverfisvernd hinsvegar er svo ótalmargt í daglegu lífi okkar annað en útblástur bifreiða eða verksmiðja sem við teljum sjálfsagt en er "óumhverfisvænt" án þess að við gerum okkur grein fyrir því!

Bjarni (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 17:48

6 Smámynd: kaptein ÍSLAND

hvæs,, ekki fleiri  lúðar gvuð hvað er að fólki eins og þér bjarni ? mér er allveg sama hverjir koma framm þarna ÞAÐ ER BARA KONSEPTIÐ SEM MÉR LÍKAR VIÐ VEKJA FÓLK UPP AF ÞESSUM DRAUMI SEM VIÐ ÖLL ERUM Í ,SÉRSTAKLEGA FÓLK SEM FER UPPI BÍLINN SINN SEM MEGNAR ALLVEG ROSALEGA OG HUGSAR HVA HANN MEGNAR EKKI SVO SVAKALEGA,ÞAÐ ER ALLVEG HRÆÐILEGT LIÐ ;)

kaptein ÍSLAND, 7.7.2007 kl. 18:12

7 identicon

Hvað er að mér já, góð spurning!

Fyrir það fyrsta þá er hlýnun jarðar af mannavöldum ekki neitt sem er talið sannað, og í öðru lagi ef að það er fólk sem veit ekki af "hlýnun jarðar" eru þá einhverjir tónleikar í 8 borgum út um allan heim að fara að vekja alla af þessum draumi okkar.

Nei bíðum aðeins ... setjum þetta í samhengi, bara vegna þess að einhverjir gólandi umhverfissóðar koma saman og skemmta einhverjum áhorfendum að þá er gjörvallri heimsbyggðinni að fara að verða ljóst hversu mikið bíllinn þeirra mengar. Já ég sé þetta núna, þvílíkur kjánaskapur í mér að átta mig ekki á þessu. Ég vænti þess að Justin Timberlake og Britney Spears séu að fara að þylja upp eldsneytiseyðslutölur og CO2 losun einstakra bíltegunda ...

Svo má ekki gleyma því að bifreiðar allra sem fara á tónleikana hætta skyndilega að brenna jarðefnaeldsneyti og byrja að ganga á lofti, þegar að tónleikunum er lokið, já og eftir tónleikana verður skyndilega kominn raunhæfur umhverfisvænn orkumiðill sem leysir af hólmi jarðefnaeldsneyti ... ég sé það núna, þvílíkur kjánaskapur í mér.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 19:32

8 identicon

Hvaða litlu skref er verið að stíga þarna? Ég sé ekki betur en að verið sé að stíga skref í átt að einhverju óskilgreindu eða einhverju hvers staðsetning er ókunn.

Og það hafa eflaust margir farið út að labba í leit að búð og fundið einhverja búð og keypt eitthvað, sem er svona svipað dæmi og þetta.

Það er ekki ennþá vitað hvort við völdum hitastigsbreytingum á jörðu, síður en svo er raunhæf lausn á því hvernig við ætlum að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti eða draga úr bruna þess, ef að við völdum breytingunum.

Fólki er  velkomið að koma saman og hoppa og skoppa sjálfum sér til gleði en að halda því fram að þetta sé byrjunin á því að bjarga heiminum frá dómsdegi er bara brandari.

Þú mátt slemba á það! 

Bjarni (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 19:44

9 Smámynd: kaptein ÍSLAND

fáðu þér nú einn kaldann og róaðu þig niður bjarni sem heldur að þú vitir allt ,ert örugglega eldgamall kall usssssss

kaptein ÍSLAND, 7.7.2007 kl. 20:12

10 Smámynd: kaptein ÍSLAND

usss uss búinn að fá leið á þér bjarni ,hérna fáðu þér haltu kafti brjóstsyk !!!!!!!!!

kaptein ÍSLAND, 7.7.2007 kl. 20:21

11 Smámynd: kaptein ÍSLAND

mánakötturinn er með vendar engilinn sinn og svo fullt af köttum sem búa með honum ;) mjá mjá palle puilsen 

kaptein ÍSLAND, 7.7.2007 kl. 20:41

12 Smámynd: kaptein ÍSLAND

er svo trygður hjá sjóvá almennar ,enn þú palle?

kaptein ÍSLAND, 7.7.2007 kl. 20:42

13 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það var athyglisverð frétt i dag um að Atlandshafið væri að kolna og þelsvegna gætu Danir ekki búist við heitu sumri Annað skildum við muna þegar talað er um twinbila er það að þeir nota bara annað form af orku hvaðan kemur sú orka rafmagn verður ekki til úr neinu það er framleitt með töpum í framleiðslunni svo að ef að við þurfum kilowatt til að fara einhverja vegalengd getur farið 1,5 Kw i að framleiða kilowattið okkar og það með óhagstæðu eldsneyti. Gallin við flest allt i dag sýnist mér er það að það snýst allt um pening það er hellings peningur í Global warming lika í andstæðunni þannig að þetta er flest allt markaðsvætt og ekki marktækt því miður. Svo ef rangt er reiknað er ekki einusinni beðið afsökunar eða eru ekki sumir talsmenn Glopal warming þeir sömu og spáðu ísöld á síðustu öld

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.7.2007 kl. 20:54

14 Smámynd: kaptein ÍSLAND

hmm hvar eru bjarni og palle? mánakötturinn saknar svona skemmtilegra spjallfélaga búhu

kaptein ÍSLAND, 7.7.2007 kl. 20:55

15 Smámynd: kaptein ÍSLAND

það er global warming, ekki glopal nonni

kaptein ÍSLAND, 7.7.2007 kl. 21:02

16 identicon

Þessum tónleikum er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um vandamál, en því miður verða þessir tónleikar aldrei neitt meira en múgsefjun sem veita fólkinu sem á þá fara tímabundna aflausn frá vandamálinu, eins og ég var búinn að koma að áður.

Vandinn er sá að "vandamálið" er ekkert endilega vandamál eða að vandamálið er ekki endilega af okkar völdum og það að vekja fólk til meðvitundar um að vandinn sé af okkar völdum ef að hann er það ekki er ekki að vekja fólk til umhugsunar heldur að slá ryki í augun á fólki og blekkja það.

Hvað er heimsbyggðin annars búin að fá marga svona Live-X tónleika ... og hversu mörg vandamál hafa verið leyst í framhaldinu af þeim?

Eða nærtækara dæmi, vorið 2005 söfnuðust Akureyringar á ráðhústorgið og lyftu rauðum spjöldum gegn ofbeldi ... síðan þá hafa verið 3 árleg hópslagsmál.

Í fyrrasumar setti umferðarstofu upp eitthvað stopp átak til þess að draga úr banaslysum og undir það skrifuðu einhverjar þúsundir Íslendinga en engu að síður létust 12 manns eftir að átakið hófst, minnir mig.

Þetta eru nokkur dæmi um múgsefjun sem engan árangur hefur borið!

Bjarni (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband