GRÝLA EKKI DAUÐ?

Um hver jól er sungið: "Nú er hún gamla Grýla dauð / gafst hún upp á rólunum." Samt er hún lifandi jól eftir jól. Sama virðist eiga við um Svía-Grýluna sem allir sungu um að væri dauð hér um árið þegar við slógum þá út í frægum leik. Hún er sprelllifandi í kvöld og stóri Leppalúðinn hennar Svía-Grýlu er Svensson, sem er á við restina af liðinu.

Svía-Grýlan hjálpar Leppalúðanum með því að koma Íslendingum í þá stöðu að skjóta þannig að Svensson er mættur á staðinn. Stórkostleg ofurmarkvarðahefð Svía naut sín hjá þeim í kvöld, því miður fyrir Íslendinga.


mbl.is Svíar sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér skilst að Svíarnir fari í sérstakar æfingaferðir með markverðina sína og umgangist þjálfun, æfingar og meðferðir á þeim eins og um hernaðarleyndarmál sé að ræða (sem það náttúrulega er).

Ómar Ragnarsson, 17.1.2008 kl. 21:04

2 identicon

Þetta gekk ekki nógu vel hjá okkur. En það sem mér leiddis mest var lýsing leiksins hjá Geir og Ólafi. Þvílík hörmung, þessir menn kunna ekki að glæða hlutina lífi alveg frosnir og gætu þess vegna bara setið í Efstaleitinu. Það er áhyggjuefni að enginn frambærilegur íþróttafréttamaður er á RUV lengur eftir að Bjarni Fel hætti. Ég er alveg viss um að áhorfið snarminnkar vegna þessarra manna.

Ómar ég skora á þig að fara í þetta aftur, þú ert mjög góður að lýsa íþróttaviðburðum.

Birgir Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 09:22

3 identicon

Já, ástandið rann mér til rifja,ég reyndi því vandann að kryfja.Ég leit því á leikinn;fann lausnina hreykinn:

landsliðið sækir syfja!

hb

Hördur Björgvinsson (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband