SUNDAGÖNG VANREIKNUÐ ?

Við mat á kostnaði við framkvæmdir gleymast oft kostnaðarliðir eða hagræði af framkvæmdunum. Þegar Vegagerðin gefur það upp að Sundagöng kosti 9 milljörðum meira en brýr og braut ofanjarðar er ekki tekið með í reikninginn hugsanlegt hagræði af göngum umfram brýr og brautir. Hefur það verið reiknað út hve miklu minna það svæði á yfirborði jarðar fer undir brautina ef göng eru valin en ef brýr og brautir eru valdar?

Gaman væri að sjá slíka útreikninga því að mig grunar að upphæðin 9 milljarðar kunni að lækka verulega við það að horfa á dæmið allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrigefðu ’Omar en þetta er ‘Askorun til til þín um að bjóða sig fram til forseta ‘Isl.



Senn líður að forsetakosningum og ‘Olafur Ragnar vill vera áfram, sem forseti. Segi bara Uhhhhhhsísemsvona.



Það er kominn tími til að skipta út forsetann fyrir einn annan og ferskan mann. Og tel ég  þig ?Omar vera rétta manninn. Maður sem þú getur velt ?Olafi Ragnari. Öll þekkjum við vel til þín?Omar og þina hæfileika til að vera í fremstu víglínu. Þú er málefnalega snjall maður og kemur vel fyrir og hefur allt til að geta orðið vinsæll forseti.

?Omar að Bessastöðum. Kveðja.



Einarsson (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ómar.

þetta er einmitt kjarni málsins. Varandi að sína fram á reiknisfræðileg rök. þau rök hafa ekki verið uppi og munu ekki verða nema að Samgönguráðherra skipi Vegagerðinni að koma með þau rök. Það hefur ætíð verið stefna hjá Vegagerðinni að fótum troða lýðræðið.

Fyrir utan það hefur aldrei verið hlustað á neinn rök. Þess vegna eru þetta góð rök hjá þér Ómar að fá þessa útreikninga frá þessum aðilum. Þá getum við borið saman tölur og myndað okkur síðan skoðanir um staðreynir. Enn sjáum hvað þetta hefur áhrif.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 17.1.2008 kl. 23:59

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mikið óskaplega er ég sammála þér, hef einmitt staðið í smá orðaskaki við Sigurð vin minn Hreiðar um þetta mál og hefði átt að hugsa um þessi rök. Held að mörgum hafi blöskrað þegar nýja Hringbrautin var lögð hvílíkt af landi fór undir þá framkvæmd og vaknað aðeins til vitundar um hversu dýrmætt land fer oft undir vegaframkvæmdir. 

Og svo líst mér bara vel á hvatninguna til þín varðandi forsetaframboðið, án þess að ég sé að beina því gegn Ólafi Ragnari, en það er auðvitað önnur saga.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.1.2008 kl. 00:36

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

rétt Ómar. það er óvenju algengt að menn reikni debet en gleymi alveg kredit hlutanum. reikni bara hálft dæmið.

Brjánn Guðjónsson, 18.1.2008 kl. 01:12

5 identicon

Ég hef legið svolítið yfir þessu með Sundabraut og er ekki alveg að skilja þessa hugmynd um brýr og eyjur,samkvæmt því sem ég sé þá er aðkoman að brúardæminu á móts við Skeiðarvog og samkv því eru aðfluttnigsvegir ákaflega þröngur stakkur skorin og mér til efs að slái nokkuð á umferðahnúta að vestanverðu,ásamt því að jarðraskið yrði mikið.

Göngin hinsvegar koma samkv teikningu hverfa ofan í jörðina á milli Klepps og Holtagarða og í beinu framhaldi af Sæbraut,fjarri þrengslunum við Skeiðarvog og það einfaldlega segir sig sjálft að aðkoma vestan megin er öll einfaldari og greiðfærari,en það skiptir víst litlu máli hvað við atvinnubílstjórar segjum,við einfaldlega höfum ekki vit á vegagerð og umferð að mati ráðamanna.

Að öðru leiti tek ég að fullu undir athugasemdir þínar.  

Laugi (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 07:39

6 Smámynd: ViceRoy

Þá er nú líka spurningin hvort það verði gerð sama vitleysan og var gert í Hvalfjarðargöngunum... löngu sprungin undan umferðarþunga.

En það er vissulega rétt, göng eru kannski heppilegri kostur, og örugglega minna viðhald á því en hvað veit ég :D Kannski að byrja göngin hér, uppá Kjalarnes og þaðan til Eyja og gera Árna kallinn ánægðan í leiðinni :Þ  sem og söng- og drykkjuþyrsta Íslendinga um verslunarmannahelgi hehe

ViceRoy, 18.1.2008 kl. 08:56

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skýrsla um Sundabraut 

"Kostnaður við gerð Sundaganga án allra vegtenginga utan ganganmunna er áætlaður um19,6 milljarðar króna á verðlagi í október 2007",

Er einhver munur á vegtengingum við göng og brú, þannig að það skipti sköpum? Og ekki er brúin sjálf að taka land.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.1.2008 kl. 09:35

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Krækjan efst hjá mér  á reyndar að heita "Skýrsla um Sundagöng"

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.1.2008 kl. 09:38

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

ÞVÍ EKKI AÐ FARA Í EINFALDARI, ÓDÝRARI OG HAGKVÆMARI FRAMKVÆMD?

Væri nú ekki nær að leggja göng á milli eyjanna?

Við það fæst eftirfarandi:

Nýtt byggingarland verður aðgengilegt eins og Viðey, Geldinganes og Álfsnes. En það bráðvantar byggingarland sem er niður við sjó en ekki lengst upp í fjöllum.

Hringvegurinn styttist um 10 Km og jafnframt leiðin frá miðbæ Reykjavíkur að Hvalfjarðargöngunum.

Umferðin fer utan um byggðirnar í stað þess að fara í gegnum þær.

Þessi framkvæmd myndi nýtast landsbyggðinni mun betur því fjarlægð frá Reykjavík styttist um 10 Km!

Í minni hugmynd þarf aðeins að leggja um 4 Km í göng. Sundagöngin eru mjög flókið gatnakerfi neðanjarðar og nýtast að mestu aðeins Grafarvogi. Þau eru um 5 km frá Laugarnesi að Gufunesi á meðan göngin sem að ég kem með tillögu að eru samanlagt 4 Km og myndu nýtast mun betur og skapa mörg ný tækifæri!

Hér má svo sjá kort af nýrri leiðinni ásamt útreikningum ef göngin fara um Laugarnes, Viðey, Geldinganes, Álftanes. En heildarvegarlengd er 10 km, vegur 6 km og jarðgöng eða rör 4 km.



Rör eða jarðgöng á milli eyjann frá Laugarnesi að Kjalarnesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Ef kortið er skoðað nánar, þá má sjá að það þarf ekki flókna vegagerð að Laugarnesinu, Hér myndi núverandi vegakerfi borgarinnar nýtast að fullu ásamt því að það væri góð tenging við hafnarsvæðið.

Kjartan


WWW.PHOTO.IS

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.1.2008 kl. 09:49

10 identicon

Hárrétt reikna heildardæmið. Það ætti að vera hluti umhverfismats að gera það í krónum og aurum.

Finnst líka liggja beint við að nota Viðey í verkefnið og reyndar byggja grimmt þar líka ef út í það er farið.

Það er að sjálfsögðu rétt að göngin verða að þola aukna umferð til framtíðar. Ég er þó ekki sammála því að Hvalfjarðargöng sé löngu sprungin. Það er eingöngu gjaldtökufyrirkomulagið sem er sprungið. Umferðarhnútar í Hvalfjarðargöngum myndast eingöngu vegna ónauðsynlegrar stöðvunar bíla á beinum þjóðvegi. Mun ódýrari leið til að leysa þrengsli Hvalfjarðarganga er að hætta gjaldtöku, en að bora þar aukagöng.

Hrannar Magnússon (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 12:40

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað heldur þú að þessi göng kosti, miðað við að hinn stubburinn kostar tæpa 20 miljarða? Það er ekki verið að tala um sömu útfærslu og á venjulegum göngum. Skoðið kröfurnar um öryggi og afkastagetu áður en þið komið með svona tillögur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.1.2008 kl. 21:44

12 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ég dreg stórlega í efa að nokkur þörf sé á jafn stórtækum samgöngubótum í Reykjavík, eins og fjallað er hér um að framan.  Það þarf fyrst og fremst að skipta út hönnuðum vegakerfisins í Reykjavík fyrir einhverja sem kunna til verka. 

Betra væri að hafa hundrað rollur innan bæjarmarkanna og leggja síðan vegi eftir kindagötunum.  Rollurnar finna oftast stystu og auðveldustu leiðina.  Vegakerfið í Reykjavík getur alla vega ekki versnað við það, frá því sem nú er. 

Til viðbótar þarf að skoða eftirfarandi:

Hvar á öðru byggðu bóli eru menn að krossa mislæg gatnamót og stútfylla þau af umferðarljósum???

Hvar á öðru byggðu bóli þarf að loga stöðugt grænt ljós, svo menn aki rétt og átti sig á því að það megi aka áfram þó öll önnur ljós séu rauð í sömu akstursstefnu???.  (Úr Skeifunni á mislægu gatnamótunum yfir Miklubraut, akrein lengst til hægri)

Hvernig væri að gera vegakerfið þannig úr garði, að næstum hver einasti Stór-Reykvíkingur þurfi ekki að fara um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, til og frá vinnu??

Hvernig væri að gera greiðfæra leið austan við borgina, til að létta á umræddum gatnamótum og aðra frá Hafnarfirði um Bessastaðanes og Löngusker beint inn á Suðurgötu og tengja síðan Ægissíðu til að fá heppilegt flæði þar í gegn út á Nes???

Hvernig væri að gera hægri beygju mögulega þar sem svigrúm er til þess, án þess að beita til þess umferðarljósum???

Hvenig væri að leggja jarðganga-milljarðana í gjaldfrjálsa strætóferðir, sem mundi einnig spara stórlega slit á öðrum götum einnig.

Benedikt V. Warén, 19.1.2008 kl. 00:43

13 identicon

,,Finnst líka liggja beint við að nota Viðey í verkefnið og reyndar byggja grimmt þar líka ef út í það er farið."

Nei. Við skulum ekki byggja neitt í Viðey. Heldur skulum við rækta skóg þar og búa til stórkostlegt útivistarsvæði, einskonar "Central Park" fyrir borgarbúa. 

Dálitlar skútuhafnir fullkomna myndina.  

,,Sjást loksins aftur seglin hvít

sjóndeildarhringinn tjalda."  

Balzac (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 08:48

14 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sælir aftur.

Gunnar talar um stubb, en sú tillaga sem að ég kom með á teikningunni sýnir einföld jarðgöng sem eru rúmir 4 Km og er það í raun styttra en hugmyndir um Sundagöng ganga út á sem eru að auki tvöföld og má því áætla heildarlengd þeirra um 10 Km! Og það allt innan borgarmarkanna. Sundagöng eru mjög flókin framkvæmd með flóknu vegakerfi neðanjarðar.

Í staðin mætti spara fullt af peningum og klára vegatenginguna alla leið á Kjalarnes fyrir líklega sömu upphæð og Sundagöngin ein og sér koma til með að kosta og er þá fullt eftir og aðeins búið að tengja nyrsta hlutann á Grafarvogi!

Byrja á að leggja niður gjaldskyldu í Hvalfjarðargöngin STRAX eins og Hrannar talar um og koma þar með í veg fyrir umferðateppu sem myndast í göngunum á álgastímum.

Næsta skref væri að byggja 4 stutt göng (ca. 1 Km hver) með svipuðum sniði og Hvalfjarðargöngin eru í dag. Þetta er hægt að gera á met tíma enda öll verkþekking til staðar.

Eftir því sem byggð myndi stækka og umferð aukast, þá mætti bæta nýjum hliðargöngum við þar sem við á. Þetta myndi líka gefa möguleika á fleiri ódýrum einföldum göngum eins og frá Holtabakka yfir í Grafarvog eða frá Geldingarnesi yfir í Mosfellsbæ/Grafarvog.

Með svona framkvæmd mætti dreifa umferðarálaginu og fjárfestingunni betur en gert væri með einni stórri framkvæmd á borð við Sundagöng!

Kjartan

p.s. Vegna ýmissa umhverfissjónamiða eins og við Viðey, þá mætti bara bora áfram :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.1.2008 kl. 11:14

15 Smámynd: Sturla Snorrason

Aðalskipulag RVK. þarf í heild sinni að fara í umhverfismat, það getur ekki staðist að byggja vinnuaðstöðu fyrir 20.000-30.000 manns í viðbót í 101 og leysa umferðarmálin með jarðgöngum!

Samkvæmt aðalskipulagi á að leggja önnur göng frá 101 og út í Garðabæ

Meira um skipulag RVK. blogginu.

Sturla Snorrason, 19.1.2008 kl. 15:09

16 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Hvar stendur það skrifað að jarðgöng megi bara gera úti á landi? Einu göngin sem eru nálægt höfuðborgarsvæðinu eru Hvalfjarðargöngin og það kostar í þau.
Af hverju kostar ekki í önnur göng á landinu?

Sigurður Haukur Gíslason, 19.1.2008 kl. 17:15

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gallinn við tillöguna á kortinu í athugasemd Kjartans er sá að hún liggur beint niður á enda Kringlumýrarbrautar og skapar gríðarleg vandamál fyrir umferð þaðan til suðurs í átt að Kópvogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Þessi tillaga stríðir gegn því óhjákvæmilega að krossgötur höfuðborgarsvæðisins er við Elliðaár.

Ef við ættum hins vegar morð fjár væri hægt að leysa þetta mál með jarðgöngum frá Borgartúni upp að Elliðaám og öðrum jarðgöngum þaðan suður á Reykjanesbraut.  

Ómar Ragnarsson, 19.1.2008 kl. 17:17

18 Smámynd: Guttormur

Ég styð jarðgöng til Reykjavíkur. Er ekki rétt að það voru boraðir tugir kílómetrar rennslisgöng vegna kárahnjúkavirkjunar ( 70 km?) og ekki heyrðist bofs í neinum vegna kostnaðar. Enginn er á móti gangnagerð úti á landsbyggðinni. Hvers vegna verður allt í einu svona rosalega dýrt að setja göng innan höfuðborgarasvæðisin hér eru jú flestir búsettir og greiða mest til gatnagerðar. Hér er mikil loftmengun vegna umferðar og þar sem ég bý í næsta nágrenni við Sæbraut veit ég að hér í hverfi 104 verður ekki hægt að búa lengur ef hingað kemur brú yfir sundin með einni vegatengingu inná Sæbraut. Nú þegar er gegnumakstur um Skeiðarvog og Holtaveg með um 10.000 bíla á sólahring og þessi umferð fer fram hjá grunnskólum og gengum barnmörg hverfi. Það hefur ekki enn verið gert umhverfismat um áhrif sundabrautar eða ganga með tilliti til íbúanna, hversu mikið má leggja á þessi hverfi og hvort það megi auka lofmengun í hverfum sem þegar er farin yfir hættumörk eins og gatnamót Skeiðarvogs og Langholtsvegar. Meira að segja hefur svifryksmengun mælst heilsuspillandi við Húsdýragarðinn.

kveðja

Andrea Þormar 

Guttormur, 19.1.2008 kl. 18:10

19 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ekki er ég alveg tilbúinn að samþykkja að umferðin til Kópavogs og Hafnafjarðar muni valda stórum vandamálum við Miklubraut. Er ekki í bígerð að byggja mislæg gatnamót við Hringbraut/Kringlumýrabraut

1) Stór hluti af þungaflutningum frá þremur hafnarsvæðum myndi strax fara öll stystu leið frá Reykjavík í stað þess að fara í gegnum alla byggðirnar á leið út úr bænum.

2) Þeir sem koma að norðan til Reykjavíkur til að fá þjónustu frá hinu opinbera fá stærstan hluta hennar í Borgartúni sem er verið að byggja upp. Þar verður einnig miðstöð fjármála. Síðan þarf að aka aðeins lengra til að komast niður í miðbæ Reykjavíkur og þar rétt hjá er stærsti innanlandsflugvöllur landsins ásamt Umferðamiðstöðinni og Háskóla Íslands.

3) Verslunarkjarnar eru í Holtagörðum, Kringlunni og á Laugarveginum og er líklega ekki hægt að finna styttri leiðir að borgini fyrir þá sem koma að norðan.

4) Stærstu Íþróttamannvirki landsins er rétt við Laugarnesið og því þægilegt að koma miklu fjölmenni frá svæðinu í þá áttina. En það vantar aftöppunarleiðir frá miðbænum fyrir mikla umferð. Það er staðreynd að Reykjavík og miðborgin verður alltaf miðpunktur stórra viðburða þar sem geta komið saman allt að 100.000 manns í einu!

5) Göngin sem myndu koma þarna yrðu aðeins viðbót við þann veg sem liggur nú þegar upp Ártúnsbrekkuna, frá Árbænum, Breiðholti, Elliðaársvæðinu, Norðlingaholti, Grafarholti, Mosfellsbæ ... Nema hvað vöru- og þungaflutningarnir færu strax frá hafnarsvæðunum. Einnig myndu ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum geta hafið Gullna Hringinn beint frá hafnarsvæðinu.

6) Með hliðartengingar af þessari leið um Álfsnes, Geldinganes og Viðey yfir í nálægðar byggðir, þá mun létta af leiðinni þannig að það mun ekki mæða eins mikið á þeim stað sem göngin kæmu upp við Laugarnesið. Því er kjörið að gera einföld göng í anda Hvalfjarðaganga eins og teikningin sýnir. Það er mun hagkvæmara heldur en að ráðast strax í risaframkvæmd eins og Sundagöngin eru!

7) Sundabraut er stofnleið sem greinist í 2 áttir frá Laugarnesi og á að ráða við töluverða umferð nú þegar án þess að þurfa að fara í flókna gatnagerð sem hugmyndin að Sundargöngunum kallar á.

8) Ef farið yrði úr miðbæ Mosfellsbæjar á tónleika í nýju höllinni sem verið er að reisa við Reykjavíkurhöfn, þá væru það um 12.3 Km samkvæmt nýju leiðinni. Hefðbundin leið er í dag í gegnum byggð og er um 16.5 Km eða 4.2 Km lengri leið.

9) Sundagöng er leið sem er ætlað að hluta til að liggja í gegnum byggð eins og Grafarvoginn og fleiri staði á dýrmætu landi með tilheyrandi hávaða og mengun - það kostar líka. Sú framkvæmd er allt of stór og tekur langan tíma að framkvæma - það kostar líka. Á meðan hin framkvæmdin er mun viðaminni og hægt að framkvæma í mörgum smærri áföngum eftir því sem byggð stækkar.

10) Svo má Ómar ekki gleyma því að með þessu opnast nýr möguleiki á glæsilegum byggingarsvæðum í nágreni Reykjavíkur sem er 2 til 3 sinnum stærra en það svæðið sem Reykjavíkurflugvöllur tekur. Sem þýðir að Ómar getur notað þann flugvöll óhræddur næstu árin :)

Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.1.2008 kl. 20:28

20 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Húrra Benedikt V Varén!

Loksins fann ég annan sem sér hlutina í réttu ljósi. Eigum við ekki að byrja á því að láta bílana vera á hreyfingu áður en við förum að tala um umferð. Vandamálið við umferðarkerfi Höfuðborgarinnar er það að allir bílarnir eru stopp. Hér byggja menn mislæg gatnamót fyrir milljarða og sem eingöngu eru undirstöður fyrir umferðaljós.

Það er engin umferð í eða við Reykjavík. Það gerist 2 á ári að það myndast biðröð inn eða út úr borginni, og þetta stendur yfir í nokkra klukkutíma. Og þetta gerist vegna þess að bílarnir fá ekki að halda áfram.

Benedikt telur upp marga ótrúlega góða punkta. Ég við bæta einum við. Ég keyri vestur á land frá Reykjavík 50 - 100 sinnum á ári. Til að ná nú að stoppa alla bílana sem eiga leið um Hvalfjarðagöng þá settu þessir sérfræðingar þá sem eru með veglykil á biðskyldu akreinina. Þ.e þeir verða að víkja fyrir þeim sem eru að leggja af stað frá greiðslu lúgunni.

Mæli með rolluaðferðinni.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 19.1.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband