ÞETTA BER AÐ GERA EN HITT EIGI ÓGERT...

"Þetta ber að gera en hitt eigi ógert að láta" var stundum viðkvæði Emils Björnssonar, míns gamla fréttastjóra, um það þegar menn hikuðu við að framkvæma hlutina og stilltu málum þannig upp að tefla tveimur kostum gegn hvor öðrum. Stundum reynist að vísu óhjákvæmilegt að forgangsraða. Ég er sammála því að það sé hlálegt að láta stranda á 80 milljónum króna við að bjarga fyrstu þotu Íslendinga en hins vegar er ég ósammála því að álykta sem svo að rangt sé að varðveita önnur verðmæti, þótt það kunni að vera dýrara.

Þetta Gullfaxamál er enn eitt dæmið um það hve enn er langt í land með það að meta flugminjar sem skyldi. Því er það til dæmis fagnaðarefni ef gamli flugturninn á Reykjavíkurflugvelli fær að vera á sínum stað, hvort sem flugvöllurinn verður þar áfram eða ekki, en svo er að sjá á verðlaunatillögunni um Vatnsmýrarsvæðið.

Og, vel á minnst, "Gullfoss með glæstum brag" var skip sem hefði mátt varðveita og finna stað nálægt Óðni í Reykjavíkurhöfn.


mbl.is Fyrsta þota Íslendinga í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar
Svona í tengslum við flugvallarmálin því þú ert sjálfur með réttindi finnst þér ekki nauðsynlegt að halda flugvellinum þar sem hann er  ?

kveðja, Steingrímur Páll Þórðarson

Steingrímur Páll Þórðason (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 21:06

2 identicon

Sæll Ómar.

Ég bið þig að lesa athugasemd sem ég setti inn á bogsíðu Stefáns Friðriks á Akureyri um þetta mál.

Rétt er athugasemd þín um gamla flugturnin. Sagan segir að þar hafi Arngrímur Jóh. haft betur (eins og oft áður) gegn "gáfumenninu" Þorgeiri Pálssyni. Ekki meir um það, þeir skilja vel sem þekkja til hans.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 23:58

3 identicon

Gullfossmál?  Er ekki nokkuð seint að bjarga Gullfossi, sökk hann ekki einhversstaðar suður hjá Arabíu fyrir 30 árum?  Og var hann með vængi? Hvernig gat hann flogið?  Áttu kannski við Gullfaxa?

Tobbi (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 11:22

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég var að skrifa athugasemd þar sem ég velti fyrir mér hvernig Gullfaxi getur borgað sig, til lengri tíma. Það yrði sorglegt ef við látum þetta tækifæri ganga okkur úr greipum.

Villi Asgeirsson, 2.3.2008 kl. 13:30

5 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Já, Ómar þú kemur með gott innlegg þarna, það hefði verið hægt að seta þessa flugvél á þjóðminjaskrá, þetta er eitt af sögu okkar þjóðar.  Mætti miða þetta við friðun húsa t.d. við Laugarveginn. Sennilega of seint að hugsa um það núna, eða hvað ????

Áslaug Sigurjónsdóttir, 2.3.2008 kl. 13:31

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Afsakið, var að skrifa færslu...

Villi Asgeirsson, 2.3.2008 kl. 13:32

7 Smámynd: Alfreð Símonarson

Ég vona að ég sé ekki ókurteis ef ég pota hérna aðeins minni nýust færslu um efnarákir yfir Reykjavík. Ég er að reyna að safna sem flestum í þessa umræðu og er öllum það frjálst að bæta við athugasemd ef þið viljið tjá ykkur um þetta ákveðna málefni:

Víða efnarákir yfir Reykjavík, krakkar ekki borða snjóinn!!

Kær kveðja Alli 

Alfreð Símonarson, 2.3.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband