29.3.2008 | 22:59
SKIPTAR SKOÐANIR.
Ísleifur Jónsson er einn af reyndustu verkfræðingum þjóðarinnar á sviði jarðborana. Hann hefur áður varað við göngum út í Vestmannaeyjar á svipuðum forsendum og hann varar við Sundagöngum. Hann tók vandræðin við jarðgöng Kárahnjúkavirkjunar sem dæmi um áhættu við jarðgangagerð á eldvirka beltinu. Hins vegar hef ég heyrt aðra verkfræðinga andmæla sjónarmiðum Ísleifs, til dæmis varðandi jarðgöng til Eyja.
Hin vel heppnuðu Hvalfjarðargöng eru norðan við skil eldvirka beltisins og hins eldra svæðis. Sennilega hefur verið mikil lukka yfir því hve lítið Hvalfjarðargöng láku og ég hef heyrt þá útskýringu að menn hafi hitt þráðbeint inn í miðju á á þykku bergi.
Sundabraut með brú yrði tilkomumikið mannvirki og hægt að meta gott útsýni af brúnni til fjár. En vel þyrfti að ganga frá því að ekki yrði of hvasst á henni og marga daga. Brúarlausnin er ódýrari en gangaleiðin.
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur einróma viljað gangaleiðina. En alltaf má staldra aðeins við og ræða mismunandi sjónarmið.
Varar við Sundagöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einhvern veginn getur maður ímyndað sér að þó nokkur áhætta fylgi því að gera jarðgöng á Reykjavíkursvæðinu. Er ekki einmitt jarðhita að finna í Laugardalnum? Ekki yrði munni Sundaganganna fjarri því svæði og ekki víst að djúpt sé niður á hitasvæði og einmitt líklegt að Ísleifur hafi rétt fyrir hvað varðar leka bergsins.
En það er samt verst í þessu máli eins og flugvallarmálinu að það er eins og það skorti dug og þor til að taka ákvörðun og standa við hana. Fyrst ekki næst í gegn að ryðja flugvellinum í burtu strax þá á bara að svelta starfsemina á svæðinu þar til menn sjá það sem himnasendingu að fá nýjan flugvöll einhvers staðar annars staðar með aðstöðu sem væri mönnum bjóðandi.
Ég er sammála þér í því að Sundabraut með brú yrði tilkomumikil. Að maður talaði ekki um ef nýr miðborgarkjarni, t.d. viðskiptakjarni með fallegum byggingum og fallegu umhverfi yrði reist í Elliðavoginum, eins og einhverjar umræður urðu um fyrir nokkru. Að mínu mati hefðu sum húsanna sem risið hafa í Borgartúninu frekar átt að verða byrjunin á nýju fallegu hverfi í Elliðavoginum.
En aðeins að flugvellinum aftur. ég henti fram spurningu í athugasemd við þessa færslu hjá þér um daginn:
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/473102/#comments
Gætir þú rifjað upp fyrir mig hvers vegna hugmyndir um innanlandsflugvöll sunnan (suðvestan) Hafnarfjarðar voru slegnar út af borðinu fyrir nokkrum árum?
Karl Ólafsson, 30.3.2008 kl. 00:11
Ég fagna brúarumræðunni, hef haldið þeirri skoðun fram frá fyrstu tíð.
Falleg aðleið, auk þess að tengja gnótt af 'verðmætu landrými' við höfuðborgina þannig að flugvöllurinn fái að vera á besta stað.
Steingrímur Helgason, 30.3.2008 kl. 00:26
Stið brúar hugmyndina. Er hlynnt útsýninu, en er hrædd við jarðganga gerð þarna yfir um. Er ekki orðið of mikið af því, maður verður hættur að sjá fallegt útsýni er langt um líður, allir að bora í gegn um fjöllin sín eða niður undir sjóinn.
Áslaug Sigurjónsdóttir, 30.3.2008 kl. 00:26
Ég styð brúarhugmyndina. Hægt að nota fjármunina sem sparast, til þess að fækka einbreiðum brúm á hringveginum, sem margar hverjar eru orðnar dauðagildrur með sívaxandi umferð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 00:40
en halló! er ekki skynsamlegra að gera hreinlega athuganir heldur en að vera með svona besserwisserslegar yfirlýsingar, eins og Ísleifur?
það má vel vera að þetta sé allt satt og rétt hjá honum, en ég tel skynsamlegra að rannsaka bergið nákvæmlega þar sem menn eru að hugsa um að bora, aður en menn fara í að blása eitt eða neitt af, eða á.
Brjánn Guðjónsson, 30.3.2008 kl. 00:52
Afhverju ekki að blanda þessu saman? Ég myndi halda að göng sem væru grafin eða jafnvel stokkur sem væri sökkt undir hafsflötin og svo tæmt úr væri góð lausn til að tengja saman Grafarvog og Sæbraut og eða Sæbraut-Viðey eða Sæbraut-Geldingarnes.
Hinir kaflarnir gætu þá verið brýr að Kjalarnesi.
Þá myndu siglingaleiðir haldast galopnar á svæðinu. Þetta myndi tryggja stöðugar samgöngur milli Grafarvogs og Sæbraut og svo væri fært yfir brýrnar í flestum veðrum, með Vesturlandsveg sem varaleið þegar of vindasamt væri til að öruggt væri að keyra yfir þær.
Jóhann H. (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 02:09
Brú bara gengur ekki vegna veðurs. Hættum við þessa braut og notum auranna til þess að bæta öryggi í bæjarumferðinni. í fyrra slösuðust 1800 manns á höfuðborgarsvæðinu í umferðinni. Þar á áherslan að vera.
Birgir Þór Bragason, 30.3.2008 kl. 08:15
Gengur ekki vegna veðurs?? Ertu að tala um að mannvirkið þoli það ekki, eða að umferð sé hættuleg í óveðrum? Hað erum við að tala um marga daga á ári? 2-3? Myndi litlu breyta um notagildi brúarinnar eða arðsemi. Auk þess er örugglega hægt að hanna brú m.t.t. vindálags.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 10:38
Veðrið mun hafa áhrif á notkun brúar á þessum stað, sérstaklega ef hún verður há. Það verður mun oftar en 2-3 dagar á ári. Annars eru hugmyndir um svokallaða Sundabraut fyrir löngu komnar út á víðan völl. Upphaflega átti að tengja Vesturlandsveg við umferðarmannvirki í Elliðaárdal en einhverrahluta vegna er búið að færa þessa tenginu vestur í bæ. Ég endurtek að það þarf að gera núverandi umferðarmannvirki og núverandi umferð á höfuðborgarsvæðinu öruggar frekar enn að fara að byggja einhverskonar minnismerki í formi hábrúar yfir sundin.
Birgir Þór Bragason, 30.3.2008 kl. 11:06
Það er verið að tala um að brúin yrði lokuð á svipaðan hátt og vegurinn undir Hafnarfjalli. Ég hef hins vegar engan heyrt tala um þann möguleika að hafa á brúnni há handrið, sérstaklega hönnuð til þess að "drepa" vindinn. Hér á Reykjavíkurflugvelli hefur ég séð hvernig trjáaröð skammt frá stæði, þar sem standa þrjár flugvélar, stórminnka vindinn.
Þetta myndi að sjálfsögðu skemma fyrir útsýninu en þá mætti kannski hugsa sér útfærslu á þessari "vindhlíf" á þann hátt að handriðið yrði látið hækka rokadagana.
Ómar Ragnarsson, 30.3.2008 kl. 11:50
Af hverju ekki að hafa lága brú sem hægt væri að opna fyrir skipaumferð þegar á þyfti að halda? Hvað marga klukkutíma á ári tefði það umferð? Ég horfði á svona brú opnast í K.höfn í fyrra. Það tók 13 mínútur frá því brúin lokaði og þar til umferðinni var hleypt á aftur.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 14:19
Vindálag á vegbrýr er þekkt vandamál, þó sjálfsagt megi leysa það verkfræðilega svo fullnægjandi sé. Það voru sýndar myndir af því í sjónvarpi fyrir nokkrum árum þar sem brýr hrundu vegna hvassviðriðs. Hitt er svo annað mál að bæði Norðmenn og Japanir hafa unnið að hönnun vegganga á sjávarbotni. Ég held að það sé allrar athygliverð hugmynd og væri gaman ef menn veltu því frekar fyrir sér. Aðalatriðið er þó það að fara nú að gera eitthvað í málinu!
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.