"Bílvelta varð..."

Sömu ambögurnar virðast lifa góðu lífi árum og áratugum saman. Ein af þeim er "bílvelta varð." Enginn segir "bíll valt."
Önnur er "tjónaður". Bílar skemmast ekki eða eru skemmdir heldur "tjónaðir." Stundum verður textinn óþarflega langur þegar sagt er til dæmis: Bílvelta varð í Kömbum þegar bíll fór út af veginum og valt. Yfirleitt er hinn nýi kansellístíll lengri, flóknari og illskiljanlegri en eðlilegt mælt mál.
mbl.is Bílvelta í Kömbum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er bagalegt að helstu fjölmiðlar landsins komi með hverja illa orðuðu fréttina á fætur annarri. Er hraðinn orðinn svo mikill í nútíma fjölmiðlun að blaðamenn hafi ekki tíma til að vanda sig?

Theódór Norðkvist, 9.4.2008 kl. 17:41

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Einfalt mál er best. "Hafðu þetta stutt, skýrt og skemmtilegt", sagði einn góður vaktstjóri á útvarpinu, í eina tíð, oft við mig. - Hins vegar hrakar málfarinu stöðugt og sérstaklega á netmiðlunum sjást ótrúlegar málvillur. Oft er þar hreint klúður í málfari. Vitlausar beygingar eru algengar og eintöluorð sett í fleirtölu. Algeng orð eins og lítri og metri vefjast líka fyrir þeim sem skrifa fréttir. Það ótrúlegt að svo stór fjölmiðill og mbl. skuli ekki vanda sig betur. Kannski ekki á góðu von þegar eitt útbreiddasta blaðið ber nafnið "24 stundir", greinileg enskuáhrif þar, því í íslenskunni höfum við ágætis orð í staðinn sem er: sólarhringur.  - Gott að vekja athygli á þessu Ómar.

Haraldur Bjarnason, 9.4.2008 kl. 18:58

3 Smámynd: Dunni

"Bílvelta varð í Kömbum þegar bíll fór út af veginum og valt".   Í þessari setningu er alveg óþarfi að skrifa "og valt".  Það kemur nenfnilega fram í upphafsorðinu.

Þrátt fyrir augljósar ambögur held ég að íslenskunni sé engin hætta búin. Við verndum málið vort betur en flestar aðrar þjóðir.  

Ef hræðsluáróður málavöndunarmanna  gengi allur eftir hefðum við glatað móðurmálinu á 8. áratugi síðustu aldar.

Hitt er svo annað mál að málumvöndun og góðum ábendingum ber alltaf að fagna.

GÞÖ 

http://orangetours.no/ 

Dunni, 9.4.2008 kl. 20:38

4 identicon

Hvernig líkar ykkur þá þess bílslys, Þar sem bílar lenda í árekstri en  fólk slasast ekki?

Bergþóra Sigurðardóttir

Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 09:23

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Uppáhaldið mitt: "Maður slasaðist er bíll hans fór út af veginum..."

Maðurinn stóð bara þarna úti á engi, þegar bíllinn hans kom æðandi, stökk út af veginum og æddi yfir hann. 

Ásgrímur Hartmannsson, 10.4.2008 kl. 23:01

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er gömul málhefð sem skapað hefur orð eins og sjóslys og flugslys til að útskýra hvar þau verða og hvers vegna. Sama á við um bílslys, íþróttaslys, hálkuslys og umhverfisslys.

Ómar Ragnarsson, 10.4.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband