Ómeðvituð mismunun?

Nú er tími ferminganna og sjá má í kirkjum að hvert fermingarbarn meðtekur sakramenti ásamt ættingjum og venslafólki. En þá getur brugðið svo við að eitt barnið hefur aðeins einn eða tvo með sér að altarinu en næsta barn síðan tuttugu. Í þessu gæti falist mismunun gagnvart unglingi á viðkvæmu aldursskeiði. Allir eiga að vera jafnir fyrir Guði og ekkert fermingarbarn rétthærra öðru.

Þegar ég fermdist vorum við hvert í sínum fötum og í því gat falist mismunun að fötin væru mismunandi flott. Því var sem betur fór breytt með fermingarkyrtlunum. Ég held að það sé íhugunarefni fyrir kirkjuna að setja það sem reglu að ekki séu fleiri en tveir til fjórir sem fari með hverju barni til altaris.

Síðan geta allir í kirkjunni, sem þess óska, gengið til altaris á eftir.

Ýmis atvik geta valdið því að fáir gangi til altaris með fermingarbarni, til dæmis veikindi. Einnig eru ekki allir sem vilja ganga til altaris þótt þeir játi kristna trú.

Ég veit svo sem ekki hvernig fermingarbörnin hugsa í þessu tilliti. Kannski er þeim öllum sama.

Kannski er illmögulegt að koma á þetta einhverri reglu. En mér finnst allt í lagi að íhuga það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Lindasókn í Kópavogi ganga fermingarbörnin öll fyrst saman til altaris og síðan aðrir kirkjgestir sem það vilja. Þá sést ekki hverjir eru með hverjum og málið leyst.

Ásgerður Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband