Mikið var !

"Hófsemdarmennirnir" sem ætluðu að reisa "hóflega" stórvirkjun við Ölkelduháls á Hellisheiði og éta þar með heiðina upp til agna fyrir virkjanir undrast úrskurð Skipulagsstofnunar sem Davíð Oddsson kallaði "kontórista út  í bæ"  þegar hún lagðist síðast gegn stórvirkjun árið 2001.

Þá var valtað yfir úrskurðinn og gefið í skyn að eins kynni að fara fyrir Skipulagsstofnun og Þjóðhagsstofnun og hún lögð niður.

Skömmu síðar kom jákvæður úrskurður stofnunarinnar um þá endemis virkjun sem Villinganesvirkjun yrði.

Ölkelduháls er svipað svæði og Sogin við Trölladyngju þar sem búið er að valda miklum umhverfisspjöllum án þess að Skipulagsstofnun eða Umhverfisstofnun væru spurð. Raunar eru Sogin enn merkilegra svæði en Ölkelduháls.

Þegar talsmaður Hveragerðinga var inntur í útvarpsfrétttum eftir viðbrögðum við þeirri gagnrýni að náttúruverndarfólk væri á móti atvinnuuppbyggingu og virkjunum var svarið einfalt og gott: Með Bitruvirkjun eru skaðaðir möguleikar á atvinnuuppbyggingu sem byggist á nýtingu náttúruverðmæta fyrir ferðaþjónustu, útivist og ímynd svæðisins. Þess utan beinist andstaðan gegn Bitruvirkjun aðeins að einni af fjórum virkjunum á svæðinu.

Til dæmis hafa Hvergerðingar látið Hverahlíðarvirkjun ligggja á milli hluta þótt hún liggi nálægt bænum. 

Vitað er að sveitarstjórn Ölfushrepps getur valtað yfir úrskurð Skipulagsstofnunar með stuðningi Orkuveitu Reykjavíkur. En úrskurðurinn veldur því að aldrei þessu vant verður þó á brattann að sækja með slíkt enda ekki einhugur um málið í núverandi borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík.

Loksins á brattann að sækja fyrir virkjanafíklana. Mikið var !

 

mbl.is Bitruvirkjun út af borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju með þetta, Ómar...  og þakka þér kærlega fyrir hvatningarpistilinn um daginn!    Í nýjasta pistli mínum skora ég á OR og Ölfus að hætta við. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.5.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Til hamingju, Ómar. Barátta ykkar Láru Hönnu er eftirtektarverð og hefur verið hvatning til allra hinna náttúruverndarsinnanna, sem minna hafa haft sig í frammi. Þessi úrskurður er aðeins áfangasigur og víst er að borgarstjórn getur valtað yfir hann - en þá skal borgarstjóri vor, náttúruverndasrsinninn sjálfur,  fá að svara til saka.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 19.5.2008 kl. 18:32

3 Smámynd: HP Foss

Já, ég verð nú að segja að þetta er skref í rétta átt, allavega er gott að sjá að menn geti látið náttúruna njóta vafans.

Rödd  ykkar Láru hefur áhrif.

HP Foss, 19.5.2008 kl. 18:57

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´   

Lára ogÓmar!! Til hamingju með að eyðileggja framtíð jarðhitavirkjunar á Íslandi!

Nú getum við einbeitt okkur að svartolíunni, kolunum, surtarbrandi og kannski kjarnorkuverum, því við höfum aldrei fengið að njóta þessa orkugjafar til rafmagnframleiðslu.

Þið hafið góða framtíðarsýn, bara að fá að horfa á það sem hefði getað orðið, og selja erlendum ferðamönnum aðgang að því líka.  Þetta er gert í Albaníu í dag, að heimsækja landið til að sjá hvernig land er útlítandi, þar sem engin framþróun fékk að eiga sérstað.  Bara glápa á það sem við eigum og hafa það "ósnertar" náttúruperlur.

Kveðja,

Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 19.5.2008 kl. 20:02

5 identicon

Málið snýst um að setja jarðhitavirkjanir niður á rétta staði! Til hamingju með þennan áfanga - vonandi verður svæðið um Ölkelduháls og dalirnir á Hengilssvæðinu friðlýstir fyrir komandi kynslóðir!

Petra Mazetti (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 21:06

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Um ferðamennsku á svæðinu segir í umsögn Ferðamálastofu:  "Ómögulegt er að leggja mat á hvort ferðafólki kemur til með að fækka á svæðinu",

En mótmælendur fullyrtu það nú samt. Einnig hef ég séð þá mótmæla raski á fornleifum á svæðinu. Fornleifavernd ríkisins leggst ekki gegn framkvæmdinni, einfaldlega vegna þess að fornleifar eru lítilfjörlegar á svæðinu.

Einnig er það rangt hjá Skipulagsstofnun að framkvæmdin sé ekki afturkræf

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.5.2008 kl. 21:12

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Tek undir með Birni bónda og Gunnari.

Má búast við að Íslenskir umhverfisverndarfasistar hefji áróður fyrir Norsku leiðinni? Mesta umhverfisverndarbulli alla tíma, leggja af raforkuver og flytja rafmagnið inn?  Frá A-Evrópu framleitt með kolum?

Norðmenn hafa sýnt að þeir hafa síður en svo neitt á móti mengun af þeirra völdum svo fremi að hún sé ekki á Norskri eðal storð.

Er það þessi tvískinnungur Norðmanna sem viljum sækja í þeirra rann og gera að okkar. Að styðja framleiðslu á áli í potta okkar og pönnur, en bara ekki á Íslandi? Eða vilja umhverfisfasistarnir leggja af nútíma lifnaðarhætti og taka upp í staðinn..... hvað?     Amish formúluna?

En það er hryggilegt að umhverfisfasistarnir eru margir hverjir hræsnarar, þeir ætla öðrum að taka á sig fórnarkostnaðinn og óþægindin en gera minna af því að að ganga á undan og sýna gott fordæmi.

Auðvitað á að stunda náttúruvernd, ekki spurning. En það á að gera án öfga (fasisma) og af skynsemi annars étur hún börnin sín.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.5.2008 kl. 22:19

8 identicon

Ég sé að Björn bóndi hefur gleypt við bullinu í fyrrum borgarlögmanni. Því tek ég mér það frekjulega leyfi að vísa á þetta:

http://blogg.visir.is/gb/2008/05/19/hjorleifur-kvaran-synir-rokfimi-sina/

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 01:46

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú er þessi úrskurður mjög vel og vandlega rökstuddur og óskandi er að stjórnvöld virði hann.

Stóriðjan á Íslandi gleypir um 75% af öllu rafmagni sem framleitt er í landinu. Þegar ársskýrslur Landsvirkjunar eru skoðaðar þá er tekjumegin aðeins ein lína: Rafmagnssala og ein tala. Þetta er hefur mér alltaf fundist einkennileg framsetning enda eru tekjustofnar vegna rafmagnssölu ýmist til almenningsveitna annars vegar og stóriðju hins vegar. Er verið að slá ryki í almenning og verja sig gagnrýni með þessari framsetningu?

Og nú segir í fréttum að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hafi tekið þá ákvörðun að hætta við fyrirhugaða Bitruvirkjun.

Til lukku allir andstæðingar hömlulausrar virkjanastefnu!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.5.2008 kl. 12:02

10 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Hvað er þetta með ykkur virkjunarandstæðinga þið fynnið

virkjunum allt til foráttu, sem þýðir bara eitt, meiri brenslu

á kolvetnum., ÞIÐ HLJÓTIÐ AÐ VERA Á MÁLA HJÁ OLÍU

FÉLÖGUNUM eins og þessium náttúrusinnum er svo tamt að

segja um þá sem ekki eru sama sinnis og þeir.

Leifur Þorsteinsson, 20.5.2008 kl. 12:07

11 identicon

Skrýtið að sumir skuli alltaf þurfa að tala um "virkjanafíkla". Ótrúlega hallærislegt, ómálefnalegt og úr karakter við þig Ómar að líkja þannig fólki með aðrar skoðanir en þú sífellt við dópista. Legg til þú hættir því. En óska þér til hamingju með þessa niðurstöðu, er sjálfur ósammála þessu en þú og fleiri getið þá fagnað og hafið jú lagt ykkar af mörkum.

Fossvoxari (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband