"19. aldar götumynd" of þröngt hugtak.

Í umræðunni um Laugaveg 4-6 var hugtakið "19. aldar götumynd" eðlilega haldið á lofti um neðstu húsin á Laugavegi. En útlit Laugavegar snýst ekki um það hvort hús eru frá því fyrir eða eftir 1900 heldur fremur hvort þau séu í þeim byggingarstíl sem tíðkaðist fram yfir 1920 áður en svonefndur funkis-stíll hélt innreið sína og hefur síðan birst í margs konar kassalaga stein- og glerbyggingum sem ekki eru í stíl við þá götumynd Laugavegar sem ríkti fram á fyrst hluta 20. aldar.

Reynsla úr mörgum evrópskum borgum sýnir, eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur glögglega sýnt, að best hefur tekist til, bæði hvað snertir gott mannlíf, verslun, þjónustu og þar með hagkvæmni þar sem miðborgarhlutar eru í þessum eldri stíl en ekki í glerkassastílnum.

Við eigum að nýta okkur þessa reynslu. Hún byggist á því að efla sérstöðu og menningarsögulegt gildi eldri borgarhluta sem aðdráttarafl til sameigilegrar upplifunar kynslóðanna í stað þess að gera þá sem líkasta þeim nýjum borgarhlutum, sem birtast í stóru verslunarsteinkössunum sem nú þjóta upp nær krossgötum og þungamiðju höfuðborgarsvæðisins Ártúnhöfði - Mjódd - Smárinn.

Það hlýtur að vera hægt að finna lausn varðandi Listaháskólann sem byggist á að fara þessa leið og góðum arkitektum er treystandi til að finna hana.


mbl.is Magnús: Ekki góð byggingarlist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég var í Munchen fyrir einhverjum mánuðum. Borgin var auðvitað sprengd í loft upp á sínum tíma og það er auðséð. Miðbærinn er forljótur, í stíl byggingarinnar við hliðina á Hótel Borg. Komi maður til borga sem sluppu, svo sem Trier, er mikið skemmtilegra mannlíf í miðborginni. Sama er að segja hér í Hollandi. Rotterdam var jöfnuð við jörð. Þar er nú lítið annað er risabyggingar sem hýsa tryggingafélög á meðan Amsterdam og Haarlem eru fallegar borgir með skemmtilegu mannlífi.

Villi Asgeirsson, 30.7.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband