Langt út fyrir handboltann.

Þessir dagar hafa verið afar dýrmætir fyrir þjóðina á þeim tíma sem okkur er þörf á að geta notið þess að vera samhent, glöð og bjartsýn þjóð þrátt fyrir óveðursský á himni í kjörum margra. Það eitt að hafa fyrstir smáþjóða silfurverðlaun fyrir flokkaíþrótt í meira en aldarsögu Ólympíuleikanna er svo mikils virði fyrir þjóðina og aðrar smáþjóðir heims að það nær langt út fyrir íþróttina handbolta.

Við höfum áður eignast einstaklinga sem hafa náð í fremstu röð á heimsvísu en þetta er alveg nýtt og ekki víst að það gerist nema einu sinni á öld. Þess vegna var það svo dýrmætt hve margir tóku þátt í hátíðarhöldunum í kvöld og sköpuðu fjöldastemningu sem lifir.


mbl.is Með stöðugan kökk í hálsinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Til hamingu með daginn...

Eyþór Árnason, 27.8.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband