Afrek sem ekki mega gleymast, 1950 og 2009.

Glćsileg og eftirminnileg ţjóđhátíđ sem náđi hámarki í gćrkvöldi međ orđuveitingu í gćrkvöldi mun lifa í sögu ţjóđarinnar. Silfurverđlaun smáţjóđar í flokkaíţrótt á Ólympíuleikum er heimsviđburđur í íţróttum. Einu sinni áđur hefur ţjóđin ţó átt álíka stóran hóp íţróttamanna sem vann afrek sem varla verđur endurtekiđ af nokkurri smáţjóđ. Ţađ var áriđ 1950.

Frjálsar íţróttir eru samkvćmt hefđ ađalgrein ÓL og einhver fjölmennasta íţróttagrein heims. Aldrei hefur smáţjóđ náđ svipuđum árangri á Evrópumeistaramóti í ţeirri grein og 1950. Íslendingar áttu hóp frjálsíţróttamanna ţetta sumar sem var međ kandídata fyrir tólf verđlaunapeninga á ţessu móti, ţar af sjö gullverđlaun. 

Ţetta var í ţremur af fimm spretthlaupagreinum, ţremur af fjórum stökkgreinum og einni kastgrein. 

Heim kom hópurinn međ ţrjá gullpeninga, tvö gull og eitt silfur. Ţrír peningar náđust ekki vegna ţess ađ viđkomandi keppendurnir gátu ađeins keppt í einni grein. Einn keppandinn fékk ekki ađ keppa í grein sem hann náđi í besta tímanum í Evrópu ţetta sumar.

Keppni í langstökki og stangarstökki fór fram á sama tíma og Torfi Bryngeirsson valdi aukagrein sína, langstökk og vann gull í henni en varđ ađ sleppa ađalgrein sinni, stangarstökkinu.

Örn Clausen valdi ađalgrein sína, tugţrautina og vann silfur, en varđ ađ sleppa ađ keppa í langstökki og 110 metra grindahlaupi ţar sem hann átti möguleika á verđlaunum. Örn var í hópi ţriggja bestu tugţrautarmanna í heimi í ţrjú ár í röđ. Hann varđ ađ keppa á óhentugum lánsskóm vegna ţess ađ skór hans urđu eftir á Reykjavíkurflugvelli.

Haukur Clausen varđ fimmti í aukagrein sinni, 100 metra hlaupi, hársbreidd frá bronsinu, en fékk ekki ađ keppa í ađalgrein sinni, 200 metra hlaupi., í hverri hann náđi besta tíma í Evrópu ţađ áriđ og setti Norđurlandamet sem stóđ í sjö ár.

Hörđur Haraldsson hafđi unniđ Hauk hér heima en tognađi og komst ekki á mótiđ.  

Ásmundur Bjarnason átti möguleika á bronsi í 200 metra hlaupi en varđ fimmti.  

Skúli Guđmundsson hefđi átt góđa möguleika á gulli í hástökki en komst ekki á mótiđ, líklegast af fjárhagslegum ástćđum.

Hársbreidd munađi ađ Guđmundur Lárusson hreppti brons í 400 metra hlaupi.

Bođhlaupssveitin í 4x100 komst í úrslit og átti ágćta möguleika á bronsi.  

Gunnar Huseby sigrađi í kúluvarpi og kastađi 1,5 metrum lengra en nćsti mađur!  

Áriđ eftir vann ţessi hópur Dani og Norđmenn í einni og sömu landskeppninni.

Sjá menn fyrir sér ađ hćgt verđi ađ endurtaka ţetta? Sú skýring stenst ekki ađ Íslendingar hafi notiđ ađstöđumunar vegna afleiđinga heimsstyrjaldarinnar. Á Íslandi var ađstađa til ćfinga sú lélegasta í Evrópu, sumariđ styst og kaldast og ćft inni á veturna í húsum á borđ viđ hiđ agnarsmáa ÍR-hús.

Örn Clausen hafđi ađeins ađstöđu til ađ keppa einu sinni á hverju sumri í tugţraut. Miđađ viđ nýja stigatöflu, sem skilađi Erni í ţriđja sćti á heimslistanum 1950, hefđi Örn unniđ gulliđ í Brussel, en ţar var keppt eftir gömlu töflunni. 

Innflutningshöft og fjárskortur ríktu. Torfi var svo heppinn ađ vinna í hlutkesti par af nýjustu gerđ af hlaupaskóm, sem KR-ingum fengu innflutningsleyfi fyrir. Örn keppti í kastgreinum í skóm Jóels Sigurđssonar sem voru ţremur númerum of stórir.  


mbl.is Orđuveiting á Bessastöđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi B. Ingason

2009 ?

Ingi B. Ingason, 28.8.2008 kl. 08:26

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nćr allir karlmenn í Evrópu áriđ 1950 höfđu upplifđi stríđiđ annađ hvort sem hermenn eđa sem börn og unglingar. Margir af hraustustu sonum ţjóđanna höfđu farist í stríđinu eđa voru ekki í líkamlegu eđa andlegu standi til ţess ađ leika sér í íţróttum. Atvinnuleysi og örbyrgđ var ríkjandi víđast hvar nema helst á Íslandi og kannski í Svíţjóđ og Sviss. Heilu borgirnar voru í rústum ennţá áriđ 1950 og ţjóđfélögin enganveginn búin ađ jafna sig á ţeim hörmungum sem duniđ höfđu yfir.

Ţađ er útilokađ ađ 150 ţúsund manna ţjóđ hafi haft svo marga yfirburđamenn á líkamlega og andlega sviđinu í samanburđi viđ 200 miljón manna samfélag sem Evrópa var á ţessum tíma. Skýringin á ţví er sú sem ađ ofan greinir.

En ţađ breytir ţví ekki ađ mennirnir sem ţú telur upp voru góđir íţróttamenn. Bara ekki alveg eins góđir og ţú vilt meina.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.8.2008 kl. 17:39

3 identicon

Gunnar Huseby var ömmubróđir  minn.

Glöggir menn sjá ţví hvađan ég erfđi rétta vaxtarlagiđ fyrir kúluvarpiđ.

Lana Kolbrún Eddudóttir (IP-tala skráđ) 28.8.2008 kl. 23:06

4 Smámynd: Beturvitringur

Sennilega eru ţetta áhrinsorđ!  Eitthvađ stórkostlegt gerist líka 2009.

Beturvitringur, 29.8.2008 kl. 01:54

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Margir af hraustustu sonum ţjóđanna" skrifar Gunnar. Ţessar ţjóđir voru samtals 2000 sinnum mannfleiri en Íslendingar. Mannfalliđ útskýrir ţetta ekki, ţađ var svo gríđarlega mikiđ eftir ađ hraustu fólki samt. Jafnaldrar gulldrengjanna 1950 höfđu haft fimm ár til ćfinga viđ miklu betri skilyrđi en Íslendingarnir.

Sumir af mestu afreksmönnum áranna 1945-1960 voru ţegar komir í fremstu röđ á Ólympíuleikunum í London 1948, svo sem "tékkneska eimreiđin" Emil Zapotek og keppinautur hans, Belgíumađurinn Gaston Reiff.

Svíar, sem höfđu lengi veriđ stórveldi í íţróttum, fengu ađeins ein gullverđlaun í Brussel. Ţeir voru 40 sinnum fleiri en Íslendingar og sluppu viđ mannfall.

Ađeins tveir Bandaríkjamenn voru jafnokar Arnar Clausen í tugţrautinni og mannfall Bandaríkjamanna í styrjöldinni var hlutfallslega svipađ og Íslendinga.

Fyrstu silfurverđlaun Íslendinga á ÓL koma 1956, ellefu árum eftir stríđ og Vilhjálmur jafnar gildandi heimsmet í ţrístökki 1960, fimmtán árum eftir stríđ.

Lana Kolbrún, gaman ađ fá póst frá ţér ţví ađ ţú gerir frábćra hluti í útvarpinu. Ég hef reyndar kenningu um ţađ hvers vegna Huseby var slíkur yfirburđamađur sem hann var. Ég hef veriđ ađ skjóta á ađ hann hafi veriđ međ meira steramagn í blóđi frá náttúrunnar hendi en ađrir. 

Vaxtarlagiđ, sprengikrafturinn (hann var snarpur spretthlaupari í upphafi ferils), húđin bólugrafin og skapgerđarvandamálin mjög lík ţví sem steranotkun gefur.

Gunnar var Grettir okkar tíma hvađ snertir atgerfi og vandamál bestu ára sinna, en áreiđanlega miklu ljúfari persóna. Mér fannst ţađ gefa mér mikiđ ađ kynnast ţessum hljóđláta ljúflingi sem hjálpađi svo mörgum án ţess ađ láta á ţví bera eftir ađ hann hafđi sjálfur sigrast á vandamálum sínum.

Ţađ var ljúft og skylt ađ greina frá honum í bókinni "Mannlífsstiklum" og reyna međ ţví ađ varpa ţví ljósi á hann sem hann átti skiliđ.

Sjálfur átti ég svila sem var hálfbróđir Husebys og svipađur kraftakarl.  

Ómar Ragnarsson, 29.8.2008 kl. 12:07

6 Smámynd: Kristján Sigurđur Kristjánsson

Sá misskilningur er landlćgur ađ "blessađ stríđiđ" hafi  fćrt íslendingum eingöngu hamingju og happ. Stađreyndin er sú ađ íslendingar lögđu hlutfallslega til jafn marga hermenn og ađrar ţjóđir og hlutfallslega féllu jafn margir óbreyttir borgarar á Íslandi og hjá hinum ţjóđunum vegna beggja stirjaldana.

Kristján Sigurđur Kristjánsson, 30.8.2008 kl. 20:11

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

ţetta er rétt hjá ţér Kristján, en ţađ breytir ţví ekki Íslendingar "grćddu" á stríđinu, međan flestar ađrar ţjóđir blćddu. Ekki bara á međan á stríđinu stóđ heldur í mörg ár á eftir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.8.2008 kl. 20:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband