Skilningsrík hjálparhella.

Verðhækkanir á aðföngum hafa reynst bændum landsins þungur ljár í þúfu, einkum sauðfjárbændum, sem voru ekki of vel haldnir fyrir. Mér er enn minnisstætt þegar ég fór um landið fyrir þrettán árum og kynntist kjörum bænda, sem komust ekki lengur af bæ eða gátu haldið við eignum sínum. Þátturinn hét "Ærnar þagna" og mér fannst ömurlegt hvernig komið var fyrir mörgum, sem voru læstir inni í fangelsi fátæktar.  

Nærri má geta að fyrir fatlaðan bónda er baráttan enn erfiðari og Ólafur Magnússon hefur sýnt sérstakan skilning og hjálpsemi með því að rétta einum af þeim bændum, sem minnst máttu sín, hjálparhönd í erfiðleikum hans. Góðar fréttir, skapaðar af góðum manni.


mbl.is Fékk styrk til að leysa út vélarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband