Lifir í glæðum gamallar hefðar.

Hefðin fyrir slagsmálum í réttum og á réttarböllum er býsna gömul. Í sveitinni minni voru varla haldnar réttir án þess að til slagsmála kæmi og voru það yfirleitt alltaf sömu mennirnir sem slógust. Ef slagsmálahefðin hefur lagst af á einhverjum tíma síðan hefði ég talið það talsverða frétt. Sú frétt var aldrei sögð en nú er það frétt að slegist sé. Kannski var hætt að slást og byrjað á því aftur og endurvakin með því hin gamla hefð. 

Kannski er hér komið dæmi um það að jákvæðar fréttir séu síður sagðar en neikvæðar. 

 


mbl.is Slagsmál á réttarballi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband