Aðvaranirnar áttu rétt á sér.

Þegar alda lagasetninga og ráðstafana gegn hryðjuverkum reis í vestrænum löndum eftir 11. september 2001 vöruðu margir við þeirri hættu að of langt yrði gengið í setningu slíkra laga því að það fæli í sér hættuna á mistbeitingu, kúgun, ófrelsi og ótta, sem væri einmitt tilgangur hryðjuverkamanna að innleiða í þessi lönd lýðræðis, öryggis og frelsis.

Ofbeldisaðgerðir Breta sýna að þessi varnaðarorð áttu rétt á sér. Á sínum tíma ákváðu tveir Íslendingar í óþökk mikils meirihluta þjóðar sinnar að standa fast að baki breskum og bandarískum stjórnvöldum í löglausri innrás í Írak í nafni aðgerða gegn miðstöð hryðjuverkamanna og gereyðingarvopnum þeirra.

Hvorugt fannst en það er kaldhæðni örlaganna að nú misnota þessi sömu bresku stjórnvöld aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum gegn þjóðinni sem einstaklingarnir tveir gerðu Bretum þann greiða að skilgreina sem viljugan stríðsaðila í herför þeirra.  


mbl.is Gott dæmi um misnotkun laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð Símonarson

Satt segir þú Ómar, þeir voru búnir að skrifa lögin gegn hriðjuverkum löngu fyrir árásirnar 2001, og sögðu þurfa nýtt Pearl harbour til að koma þeim í gegn. Öll þessi gögn eru opinber og eftir að ég hef fullvissað mig um að 11. sept. 2001 er innanbúðarverk koma þessar staðreyndir mér ekkert á óvart.  Mér til málsbótar læt ég fylgja nokkra hlekki:

http://www.youtube.com/watch?v=m3JmXQ-z8S4

http://www.youtube.com/watch?v=qIrKqlN-b7E

Eftirfarandi síða hefur margar vandaðar heimildarmyndir um þetta viðfangsefni
http://www.wearechange.org/geteducated/

Mbk. Alli

Alfreð Símonarson, 23.10.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bresk stjórnvöld hafa oft tekið einkennilegar og óskynsamlegar ákvarðanir. Þegar ljóst var að hagsmunir Breta vegna starfsemi Landsbankans í Bretlandi, átti tafarlaust að hafa samband við íslensk yfirvöld og leysa þetta mál. Í staðinn dembir þessi breski forsætisráðherra ákvæðum laga sem á einungis við hermdarverk og lætur bitna á öllum Íslendingum hvort sem þeir kunni að bera einhverja ábyrgð á viðskiptaskussum sem þjóð eður ei.

Við eigum að standa í hárinu á Bretum enda hafa þeir valdið okkur ómældum hörmungum sem lögleysa og valdnýðsla þessi innifelur. Breskir lögfræðingar sem láta sig varða mannréttindi eru agndofa og spyrja: hvenær beitir Mr. Brown þessum hermdarverkalögum næst? Verður það kannski ef einhver Íslendingur álpast út í vinstri umferðina þar í landi og gleymi sér um stund?

Kannski við eigum að biðja skáldin okkar að yrkja nokkrar háðvísur um Mr. Brówn rétt eins og þegar kóngur einn var reittur til reiði fyrir langt löngu í Danmörku. Hann vildi leita hefnda og senda her til landsins til að leggja það undir sig. Þá gripu landvættirnir í taumana og forðuðu okkur frá slíkri niðurlægingu.

Óskandi er að þeir reynist okkur nú jafn vel eins og oft áður.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.10.2008 kl. 10:55

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Takk fyrir góðan pistil Ómar, mig langar til að setja hingað það sem er mér efst í huga og vonandi finnst fólki það ekki of róttækt.

Ég er íslenskur ríkisborgari og ég er stoltur af því. Ég hugsa sjálfstætt og læt ekki aðra stjórna því hvort ég standi eða sitji. Ég læt ekki neyða mig til að gera eitthvað sem mér er á móti skapi. Með öðrum orðum; Ég er frjáls! Ég horfi á „vinaþjóðir“ okkar smána þjóðerni mitt og ríkisstjórn Íslands gera lítið sem ekki neitt í því. Þá er kominn tími til að standa beinn í baki og senda þessum „vinaþjóðum“ sem brugðust okkur á ögurstund kaldar kveðjur og slíta vináttuböndin við þessi ríki. Þá á ég við USA sem skildi okkur útundan þegar þeir gerðu gjaldeyrisskiptasamninga við ýmis ríki Evrópu og þar á meðal Norðurlönd nema Ísland. Þá á ég ekki síður við UK sem gekk lengra gegn Íslandi með því að beita fyrir sig hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum eftir að FME tók yfir rekstur hans. Orða og athafnir Gordon Brown hafa svo víðtæk áhrif á erlendri grundu að það tekur Íslendinga áratugi að endurheimta það traust sem við höfðum. Viðskiptasambönd við erlend fyrirtæki til áratuga eru í uppnámi vegna aðgerða þeirra og hefur skemmt meira en nokkurn getur grunað. Keðjuverkandi áhrif leiddu svo falls Kaupþings banka.

Núna vil ég að íslensk stjórnvöld sýni að það sé vottur af þjóðarstoltinu eftir og hætti með því sama að vera undir hælnum á „vinaþjóðum“ sem gera lítið annað en að smána okkur þessa dagana. Ég vil að Ísland segi sig úr NATO og það strax. NATO brást okkur og það eru gríðarleg vonbrigði. Á meðan þeir þrasa þá fuðra upp eigur Íslands erlendis. Við ættum frekar að óska eftir inngöngu í PfP (Partnership for Peace). NATO er stjórnað af 2 ríkjum, USA og UK, þeim hinum sömu og nú svíða íslenskan svörð. Þessi ríki haga sér eins og alheimsvald og frekja þeirra og yfirgangur er þeim til skammar. Enn meiri er skömm okkar af því að fylgja þeim að málum. Við erum að ég tel mun betur sett í PfP. Þar eigum við raunbetri vini að ég tel. Meðal ríkja í PfP eru Finnland, Svíþjóð og Írland. Sjá nánar á http://en.wikipedia.org/wiki/Partnership_for_Peace

Stjórnvöld Breta og Bandaríkjanna smánuðu Ísland á ögurstundu og það er með öllu óásættanlegt. Hvað ef Finnar eða Svíar hefðu lent í þessu erfiðleikum? Hefði Gordon Brown beitt þessum lögum á þá? Nei, það er útilokað! PFP hefði strax gripið til aðgerða og hraunað yfir hann strax og kært fyrir efnahagsárásir. Gordon Brown réðist á herlaust land, bandamann í NATO og jók tjón Íslands til þess eins að vinna sér inn skammtímahylli meðal almennings. Bretar ráðast á vinveitt smáríki og eru stoltir af því samkvæmt því sem maður les í fjölmiðlum á Bretlandi. Þar er farið hamförum gegn Íslandi til að auka við smán smáríkisins Íslands.

Góðir Íslendingar! Fyrir mína parta er mælirinn fullur. Ég heimta úrsögn úr NATO og að Bretland verði lögsótt fyrir efnahagsárás á landið og þeir fái að svara til saka og borgi skaðabætur sem hlaupa á milljörðum punda.

Ef einhver kíkir á http://en.wikipedia.org/wiki/Partnership_for_Peace þá sést hvernig NATO er hægt og rólega að lauma sér inní bakgarðinn hjá Rússum og laða til sín nágrannalönd þeirra til að sauma að þeim. Ekki halda það að þetta sé eitthvert vinabandalag fyrir Ísland. Það leynir sér ekki hvernig þessar þjóðir fóru með Ísland. Sem dæmi þá gekk Pólland í NATO 1999 ásamt Ungverjalandi og Tékklandi og árið 2004 urðu Bulgaria, Estonia, Latvia, Lithuania, Romania, Slovakia og Slovenia meðlimir í NATO. Hvaða landi ætli það þjóni mestum hagsmunum og hernaðarlegum tilgangi? Jú, mikið rétt – USA! Hvað eru þeir svo að gera í Póllandi núna? Þetta er bara byrjunin á heimsvaldastefnu Bandaríkjamanna. Ég einfaldlega neita að selja sálu mína til þess að þjóna þeim! En þú?

Sævar Einarsson, 23.10.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband