Slæmar fréttir.

Margir telja mig og mín skoðanasystkin vera á móti öllum virkjunum. Þetta er fjarri lagi. Þótt ég léti það aldrei í ljósi vegna stöðu minnar sem skemmtikrafts og siðar fréttamanns, var ég fylgjandi öllum núverandi virkjunum í Þjórsá og Tungnaá, síðast fylgjandi Vatnsfellsvirkjun.

Ég veit ekki um andstöðu neinna við Búðarhálsvirkjun og framkvæmdir voru þegar hafnar. Ágætis fyrirtæki erlend eins og netþjónabú sækjast eftir orku hjá okkur og það er þörf fyrir þessa virkjun. Frestun á þessari virkjun eru því slæmar fréttir fyrir mig og nöturlegt að sömu mennirnir og settu af stað mesta efnahagslega fíkniefnapartí Íslandssögunnar skuli nú fá það sjálfir í hausinn varðandi einn af þeim virkjanakostum sem ekkert er deilt um.


mbl.is Búðarhálsvirkjun frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sýnir það ekki ábyrgð LV að fresta þessu? Ég hebbði haldið það. Það er mikill misskilningur í andvirkjunarsinnum að erlendir raforkukaupendur bíði alltaf í röðum eftir orkunni hér, um það vitna mörg dæmi, t.d. Keilisnesið. Það fer nefnilega eftir efnahagsaðstæðum í heiminum hvort við getum yfir höfuð selt þessa auðlind okkar og þess vegna er mikilvægt að koma í höfn samningum þegar tækifæri er til. En andvirkjunarsinnarnir tala um að við getum beðið inn í óráðna framtíð eftir einhverju betra og gera allt til þess að tefja fyrir með kærum á kærum ofan.

Hugmyndafræði ykkar hefur beðið skipbrot Ómar og hið litla fylgi sem loðað hefur við ykkur mun hrynja í nánast ekkert. Ég votta þér samúð með það því ég veit að þú elskar landið þitt mikið en sú ást er ofurást sem getur verið heilsuspillandi.

Haltu áfram að gera fræðslumyndir um náttúru landsins, þú ert án efa sá besti á landinu í því og gangi þér vel með það. Ég gæti meira að segja vel hugsað mér að skattpeningar mínir færu í að aðstoða þig við það verkefni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú virðist greinilega ekki hafa fylgst með þeim netþjónabúafyrirtækjum sem þegar ætla að reisa bú hér á landi, hafa ekki hætt við það enda ekki eins háðir kreppunni og álframleiðendur.

Ást á landinu er ekki rétta lýsingin hjá þér. Fólkið er aðalatriðið, - kynslóðirnar sem á eftir okkur koma og eiga heimtingu á því að við skilum til þeirra mestu verðmætum landsins.

Þess vegna þarf að flytja skilaboð um það hve mikið landið er virði fyrir fólkið, núlifandi og þá sem á eftir koma. Náttúruverndin er fólksins vegna og þess vegna ekki heilsuspillandi.

Ómar Ragnarsson, 10.11.2008 kl. 21:40

3 identicon

Skrýtin þessi afstaða þín til virkjana, Ómar.  Sumar virkjanir virðast vera betri en aðrar virkjanir, sérstaklega virkjanir sem reistar er sunnanlands á meðan virkjanir úti á landsbyggðinni eru eitur í þínum beinum, t.d. Kárahnjúkavirkjun og gufuaflsvirkjanir á Þeistareykjum og víðar á NA-landi.  Til að mynda er svæðið í kringum Þjórsá eitt mest virkjaðasta svæði Evrópu og þú ert bara sáttur við það.

Ég er bara ekki að fatta þig.  Hvað er þetta með þig og virkjanaandstöðu þína.  Eru virkjanir á Suðvesturhorninu og Suðurlandi "betri" en virkjanir annars staðar á landinu?  Af hverju?  Ég vil fá svar.

Benedikt F. Pálsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 09:11

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jú, að sjálfsögðu hef ég heyrt um netþjónabúin. Mér skilst að fyrir hver 50 MW sem þau nota, fáist þó nokkur húsvarðastörf, auk nokkurra starfa fyrir tæknimenn, samtals um 20 störf. Það samsvarar því að störf vegna Kárahnjúkavirkjunar sköpuðu um 120 störf en reyndin er 1.000 störf.

En eru þessi netþjónabú búin að ganga frá samningum? Eru þau tilbúin að gera langtímasamninga, t.d. til 30-40 ára?

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband