Myndin skýrist ofurhægt.

Hve miklir peningar fást fyrir eignar Landsbankans þegar upp verður staðið? Svarið liggur ekki fyrir en þetta hefur mikla þýðingu þegar menn eru að bera tapið af Icesafe-innstæðunum saman við stríðsskaðabætur Þjóðverja.

Mér sýnist sífellt vera að koma betur í ljós að meginorsök ófaranna liggur hjá íslenskum ráðamönnum, seðlabanka, fjármálaeftirliti og þeim sem ábyrgð bera á þessum stofnunum. Mistök þeirra og gáleysi urðu okkur dýrkeypt. Seðlabanki og stjórnvöld buðu landsmönnum upp að kaupa í skjóli rangt skráðrar krónu vegna of hárra vaxta keypt hvers kyns gæði með 30% afslætti miðað við eðlilegt gengi krónunnar.

Þegar allar aðvörunarbjöllur hringdu í vor fullyrtu ráðamenn að allt væri í stakasta lagi og forsætisráðherra sagði síðsumars að það væri ekki svo vitlaust sem sagt hefði verið að aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar hefði borið árangur!

Ljósmyndin af Davíð við stýrið, Geir sem farþega og Árna Matt í barnasætinu aftur í er fréttamynd ársins, ef ekki áratugarins. Þá voru þeir á leiðinni að þjóðnýta Glitni þvert ofan í aðvaranir um að það myndi fella alla bankana.

Þessa afdrifaríku daga hefðu þeir átt að vera á stífum fundum við að sameina tvo eða fleiri banka og reyna allt sem hægt var til að styrkja bankakerfið í stað þess að fella þá alla eins og domínúkubba.


mbl.is Skuldir lenda ekki á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega.

Þegar unglingapartý fer úr böndunum, er ábyrgðin unglinganna? eða forráðamannanna sem setja reglurnar og framfylgja með aga(leysi)?

Ábyrgðin á þessu hlýtur að liggja fyrst og síðast og að mestu leiti alla leið hjá stjórnvöldum og eftirlitsaðilum á þeirra vegum.

Kv. Eggert Jóhannesson

Eggert Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Sammála þér Ómar stundum segja myndir meira en orð.  En ef Forsætisráðherrann, Seðlabankastjórinn og Fjármálaráðherrann, báru mesta ábyrgð á því hvernig fór, þá eru allir þessir 3 menn VANHÆFIR

Máni Ragnar Svansson, 13.11.2008 kl. 23:05

3 identicon

Vil þó taka það fram að ég er ekki að segja að íslenskir viðskiptamenn/fjárglæframenn hafi verið eins og einhverjir blásaklausir kórdrengir undanfarin misseri og ár.

T.d. eitt lítið fjárfestingarfélag sem á sínu besta ári hagnaðist um 40 og eitthvað milljarða ef ég man rétt, og er svo með rekstrarkostnað upp á 5,3 milljarða á einu ári. Hvað þarf mikið af löggiltum skjalapappír og símakostnaði fyrir eitt stykki skrifstofufyrirtæki?

Kv. Eggert

Eggert Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir með Mána

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.11.2008 kl. 23:18

5 identicon

Myndin er ekki að skýrast . Málið er að þeir sem lánuðu bönkunum munu koma með6-10 þ milljarða kröfur. Þeir munu réttilega benda á að neyðarlögin um forgang innstæðna er aftrurvirk lög sem ekki standast .Þ á fyrst byrja vandræðin . Island er gjaldþrota. Ríkisstjórnin er því miður verri en óstarfhæf.

kv bv

Björgvin Víglundsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 23:23

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mistökin liggja í aðgerðarleysi ráðamanna mánuðum og jafnvel árum áður en "Miklihvellur" varð. Allar lánalínur voru þurrar þegar á þurfti að halda á seinni hluta þessa árs. Bankarnir gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar á gjalddögum nú á haustmánuðum og Seðlabankinn átti að redda því en gat það ekki. Hvað hefðu lánadrottnar bankanna gert þá? Hefðu þeir þá ekki farið fram á gjaldþrotaskipti og var það ekki enn alvarlegri staða en yfirtaka ríkisins á þeim?

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband