Felst framtíðin í því að bindast Bandaríkjunum?

Svarið við þessari spurningu sem sumir gæla við er líklegast neikvætt. Það er að koma fram sem margir spáðu að endir yrði á uppgangi Bandaríkjanna sem að miklu leyti byggðist á skuldasöfnun og var því innistæðulaus. Fjármálakreppan sem nú fer um heiminn og er ævinlega kölluð lánakreppan í Bandaríkjunum kom að vestan og hví skyldum við þá veðja á hestinn sem hrasaði og felldi okkur um koll?
mbl.is Útlitið dökkt í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég vil benda þér á mjög athyglisvert myndband frá árinu 2006 þar sem Peter Schiffer lýsti nákvæmlega hvað væri í vændum í bandaríkjunum. Hann hakkar hér í sig Art Laffer sem kom hér til lands í viðtal hjá Silfri Egils og lýsti því hvernig efnahagur íslands og USA væri stórkostlegur án þess að Egill gengi nokkuð á hann með gagnrýnum spurningum.

Hérna er vídeóið: http://ie.youtube.com/watch?v=IU6PamCQ6zw

Peter Schiffer heldur sig algjörlega fjarri öllum fjárfestingum í USA. Það er vitað mál að Bandaríkin hafa falsað verðbólgutölur til að fegra hagvöxt, en það er hverri þjóð í sjálfvald sett hvernig þeir reikna verðbólgu. Vestur Evrópa er búinn að vaxa jafnhratt og Bandaríkin undanfarinn ár eða hraðar, austur Evrópa hefur svo vaxið miklu hraðar. 

T.d sagði Marc Faber vinsæll spekúlant á stóru viðskiptarásunum þetta:

"Well, personally, I think that the US, if you measure economic statistics properly –and the government is lying blatantly – the US went into recession 3 months ago. And I’m saying the government is lying blatantly, because they take nominal GDP and then they fiddle around with inflation figures. I mean none of your listeners have an inflation rate of less than 5 to 6% per annum. You just can’t exclude food and energy prices and healthcare costs from the CPI, from the cost-of-living increases. So nominally the US economy may still be growing, but inflation adjusted –in other words, in real terms – we’re already in a recession. And most US households, except for the super rich, are today no better off than they were five or seven years ago. Their income gains have all been eaten up by cost increases by inflation. "

Jón Gunnar Bjarkan, 13.11.2008 kl. 11:06

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Ómar og þakka þér góða grein.  Vil þó gera smá athugasemdir við þetta, því eins og þú örugglega veist, þá er fyrirmynd fyrsta VW almenningsbílsins tékknesk bifreið að nafni Tatra V570.  Hitler hreifst mjög af þessum bíl og fyrirskipaði Porsche, vini sínum, að búa til samskonar bifreið fyrir þýskan almenning.  VW hugvitið kom því í upphafi frá Tékklandi.  Hins vegar hef ég lýst þeirri skoðun minni að hér beri að koma á þjóðstjórn, þar verða allir stjórnmálaflokkar  eigi sína aðkomu, og bestur til forystu fallinn er Davíð Oddsson.  Íslendingar verða að snúa bökum saman gegn þeim þjóðum sem beita okkur órétti, alveg eins og Tékkland gerði á sínum tíma.  Í fyllingu tímans á svo að gera þessi mál öll upp og þá sérstaklega sukk útrásarvíkinganna, sem nánast hafa lagt efnahag landsins á hliðina.  Persónulega finnst mér sérstaklega ESB hluti norðurlandanna hafa brugðist okkur og skil því reyndar ekki hvers vegna fólk vill fallast í faðma við ESB.  Nú höfum við fordæmið fyrir viðbrögðum þeirra.

Sigurður Sigurðsson, 13.11.2008 kl. 11:10

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Efnahagur USA og Íslands hefur verið mjög svipaður, byggður upp af ofneyslu tekið að láni erlendis frá, byggt upp gríðarlegan halla í utanríkisviðskiptum, eignir í hlutabréfum og fasteignum hefur gefið þjóðunum falskt eignarhald sem nú er hrunið en skuldirnar standa eftir og hækka á meðan eignirnar hverfa.

Jón Gunnar Bjarkan, 13.11.2008 kl. 11:14

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Ómar aftur,  þú fyrirgefur en fyrri grein mín átti að sjálfsögðu að birtast sem athugasemd við færsluna þína um "Skoda leiðina"

Sigurður Sigurðsson, 13.11.2008 kl. 11:24

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er rétt að bæta við hjá Jóni Gunnari Bjarkan að milljarðamæringurinn Jim Rogers hefu einnig verið á sömu nótum í spádómum og Schiff. Ómar þú manst kannski eftir þeim kalli, þegar hann kom hér á gulumu ofurbenz á hnattferð og ók hér í kringum landið. Hann býr í Singapore og ber dollaranum og amerísku hagkerfi ekki vel söguna, hvað þá peningapernturunum Greenspan og Bernanke, sem sennilega eiga einna stæsta sök á heimskreppunni. Sumir vilja meina viljandi. Það er nefnilega merkilegt hvað peningar og völd færast meir á hendur mönnum tengdum þeim við hverja dýfu. Það er stúdía út af fyrir sig.

Það er líka rétt að USA falsar hagtölur sínar hægri vinstri rétt eins og kínverjar og rússar. Hvernig það er gert er lýst vel hér í nokkuð ítarlegri yfirferð um eðli fjármálakerfisins. Þessi yfirferð er raunar samþjöppuð hagfræðimenntun fyrir hvern sem er.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2008 kl. 11:48

6 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Síðan hætti seðlabanki bandaríkjanna að birta M3 tölur fyrir bandaríska hagkerfið árið 2005. Max Keiser sagði að USA hefði hætt að birta þessar tölur eftir að það fór að líða yfir fjárfesta þar sem tölurnar komu alltaf verr og verr út. Max Keiser þessi er reyndar vægast sagt umdeildur en mér þykir hann einstaklega skemmtilegur. Hann var búinn að hamra á því hvað þetta var mikil svikamylla þessi undirmálslán áður en þau fóru öll til andskotans og má meðal annars sjá hann spá þessu á France24.com.

Hann var líka búinn að spá hruni íslenska fjármalakerfisins(ég var alveg hundfúll út í hann fyrir þá vitleysu) í þáttum sem hann gerði fyrir Al-Jazeera sem þið getið fundið á youtube og annarsstaðar. 

Hann hefur einnig verið að hamra á því hversu miklar bull verðbólgutölur Bandaríkin gefa út á hverju ári enda eru fjárfestar nú farnir að gefa út sínar eigin verðbólgutölur í Bandaríkjunum því þeir treysta ekki tölum frá ríkisstjórninni.

Jón Gunnar Bjarkan, 13.11.2008 kl. 12:08

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Dalurinn mun styrkjast aftur og mun hraðar og öruggar en krónan.

Helstu ástæður sem við hefðum fyrir gjaldmiðla samstarfi við Bandaríkin væru á sviðum orkumála. Þar búum við í dag yfir þekkingu og reynslu sem mætti mögulega flytja úr landi, þó að kaninn hafi að sjálfsögðu byrjað sjálfur á djúpborunum fyrir margt löngu síðan.

Það trúa því sumir að við gætum selt Obama þá hugmynd að nýta orkunýtingu Íslands sem prófmódel fyrir breytingarnar sem að hann vill innleiða í Bandaríkjunum

Baldvin Jónsson, 13.11.2008 kl. 12:10

8 identicon

Blessaður nafni.

Amman þín kenndi þér Íslensku til að þú yrðir Íslenskur.  Eins var það með ömmu mína.  Málið er ekki flóknara en þetta.  Meira að segja á þeim myrkum tímum þegar til stóð að senda okkur til Jótlands þá sögðust ömmur landsins ekki nenna að læra dönsku og hver átti þá að kenna börnunum að tala?.  Andvana fædd hugmynd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 12:56

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við þurfum ekki að sitja uppi með öll vandræði sem vaða uppi í Bandaríkjunum. Er ekki rétt að reyna að halda sjó. Nú mætti ætla að Einar þveræingur sé endurborinn.

Hann heitir Jón Daníelsson. Hann er hagfræðingur og kennir í breska viðskiptaskólanum í Lúndúnum, sjá m.a.: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/709841

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.11.2008 kl. 13:05

10 identicon

Ég vil einmitt taka upp Dollar og sameinast USA. Evrópa er að gefa okkur fingurinn. Við ættum að drífa okkur vestur-um, ljúka ferðinni sem við hófum fyrir 1100 árum og skipta á Íslandi og allri Ameríku. Ameríka er og verður um ókominn tíma ... The greatest!

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 13:14

11 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

ha ha ha ha ha ha, vá ég er svo sammála þér Bjarne.

Jón Gunnar Bjarkan, 13.11.2008 kl. 13:36

12 Smámynd: Baldvin Jónsson

Bjarne, ég þakka þér svívirðingarnar.
Þær mun ég með einhveru móti reyna að nýta mér til uppbyggilegs máta.

Mér er alltaf jafn skemmt að lesa þvílíkan dónaskap og hroka í sömu málsgrein og reynir að útskýra annarra manna dónaskap og hroka. Það verður væntanlega lítið um nýjar hugmyndir meðan að hrokabelgir eins og þú og þínir líkir verðið til gagnrýni.

Þú kemur mér fyrir sjónir alveg nákvæmlega eins og allir hinir sem gagnrýna og gagnrýna, en koma aldrei nokkurn tímann með uppbyggilegar tillögur. "Þér eruð fífl" myndi Steingrímur J. væntanlega segja um það.

Annars fyrir ykkur hin hér á blogginu, þá kem ég ekki hér fram sem sérfræðingur á neinu sviði og hef aldrei haldið því fram. Það kemur þó fyrir að mig grípi löngun til þess að leggja fram til umræðu einhverjar hugmyndir sem að ég hef þá oft gripið í umræðunni, ætli ég mér að leggja fram sannleikann þá skal ég lofa því að ég mun gera það með miklum og sterkum rökum.

Baldvin Jónsson, 13.11.2008 kl. 13:54

13 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það er annars núna tíminn þar sem þarf einfaldlega að skoða allar hugmyndir.

Ástæða þess að mér persónulega finnst koma vel til greina að skoða gjaldmiðlasamstarf við Bandaríkjamenn er að í henni felst engin frekari skuldbinding. Það er öllum velkomið að taka upp dollara sem gjaldmiðil.

Evran er hins vegar eins og svo oft hefur komið fram, mikil óvissureið eins og stendur.

Baldvin Jónsson, 13.11.2008 kl. 13:56

14 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég held að það sé nú ekkert sérstakt gjaldmiðlasamstarf sem menn eru að tala um þegar kemur að taka einhliða upp dollarann enda stórlega efast ég um að íslendingar nytu einhvers sérstaks stuðnings seðlabanka bandaríkjanna. Ef USA neituðu að veita okkur lánalínur þegar við stóðum vel þá þykir mér það nokkuð ljóst að þeir muni ekki gera það á næstu mánuðum. 

Það sem verið væri að tala um er að nota gjaldeyrisvarasjóðinn til að kaupa dollara og gefa krónuna upp á bátinn. Ef það verður hinsvegar innlent áhlaup á bankanna þá fer það fjarri því að þetta litla dollaramagn standi undir því ahlaupi en við standa uppi án peningaprentara og engan stuðning frá alþjóðasamfélaginu. Því myndum við standa uppi með annað fjármálahrun eftir mögulega einn mánuð, en í stað þess að einkabankar séu farnir á hausinn, þá nú ríkisbankar og seðlabankar líka. Hér gætum við því verið að reyna við sögulegt heimsmet hvað varðar klúður á fjármálakerfi.

Við eigum að sækja um ESB aðild og sækja að Evrópska seðlabankanum að styðja skiptingu okkar yfir í evru. Í því tilfelli þá veitir Evrópski seðlabankinn evrum inn á íslenskan markað ef til kæmi innlent bankaáhlaup.

Jón Gunnar Bjarkan, 13.11.2008 kl. 14:31

15 identicon

Bandaríkin hafa verið í efnahagslegri aftur í hartnær fjörutíu ár. Reagan reddaði ekki málunum, þeir einu sem bættu kjör sín á valdatíma hans voru hinir ríku. Minni hagvöxtur hefur verið í BNA eftir 1980 en á árunum 1945-1980, hinu vonda ríkisafskiptaskeiði. Þetta segir m.a. Paul Krugman, nýbakaður nóbelshafi í hagfræði. Hann segir líka að meðaljón beri nú minna úr býtum á unna klukkustund en fyrir 30 árum. Fjöldi rannsókna sýna að nú er erfiðara að "meika það" vestra en í hinum vondu velferðaríkjum, Hanir að meðalfjölskylda hafi tapað 6000 dollurum á valdaskeiði Bush, Joseph Stiglitz er á svipuðum nótum. Jón Bjarkan sagði að nýlegar hagtölur frá BNA væru falsaðar, nefna má að franski fræðimaðurinn Emmanuel Todd sagði árið 2002 að margt benti til að BNP landsins væri minni en opinberar tölur segðu. Hann spáði þá falli bandaríska heimsveldisins, hafði spáð falli Sovét árið 1976, spáði stórfelldri kreppu í BNA í fyrra.

Stefán Snævarr (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 14:53

16 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það skiptir ekki máli hvernig gengur í dag í BNA né hvaða forseti er það hverju sinni. Að ganga í BNA er bakhjarl sem er góður fyrir okkur. Við komumst í markað sem er enn betri en Evrópa og þekkjum þann markað vel. Við fólkið verðum undir vernd alríkisins fyrir pólitískum glæframönnum og annað við getum sameinast fallegasta og besta landi heims. Ef einhverjir sjá þetta ekki þá spyr ég þá. Því vilja allir streyma þangað ungir sem gamlir. Fátækir sem ríkir. Það er alveg undarlegt með slendinganna hvað þeir eru negatífir gagnvart Bandaríkjamönnum. Undarlegt. 

Valdimar Samúelsson, 13.11.2008 kl. 15:47

17 identicon

Sammála þér Valimar. USA takk fyrir! Ef ekki, þá verðum við að biðja um að fá að fara um borð hjá EU. Þannig er þetta bara. Væri ekki gaman að vera frá ... "The Great State of Iceland"?

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 16:00

18 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það væri algjörlega glórulaust að "ganga" í BNA og verða 51 ríki Bandaríkjanna, enda nákvæmlega enginn stuðningur við það á Íslandi. Þá getum við gleymt því að hafa sér fulltrúa innan sameinuðu þjóðanna, við hefðum ekkert alþingi, enga ríkisstjórn og svo framvegis, við værum með öðrum langt frá því að vera sjálfstæð þjóð.

Það er ekki nóg með að Íslendingar hafa reynt með þvílíkum og öðrum eins barnaskap að reyna sannfæra sjálfa sig um við njótum einhverskonar vinskapar af hendi Bandaríkjamanna heldur vilja kjánaprik eins og Valdimar og Gaui beinlínis verða Bandaríkjamenn.

Þetta hófst allt með því að Bandaríkjamenn vildu gera einhvern annan en sjálfa sig fyrsta kjarnorku skotmark Sovét manna. Á næstu árum þá voru Sovét menn að bjóða Íslendingum allskyns lán til að njóta velvildar hér á landi, sjálfstæðismenn lögðu þá hart að því að USA myndi bjóða það sama en nú sem gjöf. Þeir gerðu það með Marshall aðstoðinni og íslendingar samþykktu að verða fyrsta kjarnorku skotmark Sovét manna. Þetta hefur verið svona um það bil 1950.

Íslendingar hafa alveg síðan þetta var reynt að telja sér trú um að þeir séu einhverskonar vinir USA og hlýtur það að þykja Bandarískum pólitískum stjórnmálamönnum nokkuð skondið því þeir hafa ekki hreyft við fingri til að gefa þetta í skyn. Hinsvegar hafa íslendingar gert allt  sem í sínu valdi til að reyna þjónusta USA og sagt já og amen við öllum þeirra tillögum innan NATO. Pólitíkusar hafa stutt þá í stríðum þrátt fyrir að það stríði gegn lögum okkar sem hlutlausri þjóð, og þrátt fyrir að aðeins 5% þjóðarinnar hafi t.d. stutt stríðið í Írak. Þeir draga sig síðan einhliða frá varnarsamningnum og gefa þannig skít í þessa sömu stjórnmálamenn, þegar við hefjum hvalveiðar þá voru fyrstu viðbrögð þeirra að þeir hefðu fullan rétt á að leggja á okkur viðskiptabann.

Þrátt fyrir þetta alltsaman þá eru menn eins og verstu hórkvendi enn að mala um hvernig við eigum "aftur" að verða vinir þeirra en að "hugsanlega höfum við styggt þá frá okkur með óvarlegum yfirlýsingum" það er ekkert til neinn botn hjá þessum einfeldningum.

Jón Gunnar Bjarkan, 13.11.2008 kl. 16:32

19 identicon

Bráðfyndið auðvitað í þínum eyrum Jón ... þú hefur náttlega efni á því að hlægja og það er vel. En reyndar er mér skítsama um þetta sjálfstæði þitt.. enda er bara um usa eða eu að ræða og eu endar sem sambandslýðveldi, rétt eins og usa. Það eru bara nokkrir áratugir í það í mesta lagi.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 16:38

20 identicon

Að ganga í BNA er allt annað en í ESB, það síaðrnefnda er ekki ríki og mun tæpast verða það. Einhvern tímann hefði gáleysishjal Gaua flokkast undir landráð en eftir gauragang (eða gaujagang) útrásarinnar þykir svona tal sjálfsagður hlutur.

Stefán Snævarr (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 17:29

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Strákar mínir. Ísland hefur verið á Evrópska efnahagssvæðinu síðastliðin fjórtán ár og Evrópa er okkar stærsti markaður. Hún stendur því okkur mun nær en Bandaríkin, enda þótt bandaríski markaðurinn sé okkur einnig mikilvægur, sem og markaðurinn í Asíu.

Evrópusambandið er samtök sjálfstæðra ríkja með eigin þing og þjóðhöfðingja og aldrei hefur staðið til að það verði eitt ríki með eitt þing og einn þjóðhöfðingja, sjálfstætt ríki, líkt og Bandaríkin.

Slíkt yrði aldrei samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í öllum aðildarríkjunum, til dæmis Írlandi og Bretlandi, sem vilja ekki einu sinni eiga aðild að Schengen-samstarfinu.

Þorsteinn Briem, 13.11.2008 kl. 17:31

22 identicon

Hárrétt og vel athugað, Steini. Hvað Gauja varðar ætti hann einfaldlega að flytjast til Bandaríkjanna, þar gæti hann kynnst því hvernig ástatt er í eina þróaða iðnríkinu þar sem ungbarnadauði er á þriðja heims stigi. Hann virðist ekki einu sinni vita að Kanar eru ekki tilbúnir til að hleypa nýjum ríkjum inn í ríkjasambandið. Ef Ísland yrði hluti af BNA má ætla að ungbarnadauði ykist, glæpatíðni sömuleiðis. Auk þess er BNA engan veginn eins tæknivætt og fólk heldur. Ég dvaldi haustið 1996 í Philadelphiu og uppgötvaði að Kanar notuðu enn tékkhefti, krítarkort voru minna notuð en á Norðurlöndum, og farsímar vart sjáanlegir. Enn og aftur bendi ég á þá staðreynd að þessu landi hefur verið að hnigna efnahagslega á síðustu 35-40 árum. Ég vísa til fyrri ummæla á þessari síðu.

Stefán Snævarr (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 17:38

23 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Það verður fróðlegt að fylgjast með  bandaríkjunum að því leyti að staðan þar og hér er um margt lík í efnhagsmálunum. Munurinn er sá að þeir framleiða langsamlega voldugasta gjaldmiðil heims, sem um leið er stærsta yfirdráttarheimild á hnettinum. Eða eins og bandaríski hagfræðingurinn sagði við erlendan kollega sinn;  ykkar skuldir - ykkar vandamál, okkar skuldir - ykkar vandamál! Þar vísaði hann í  yfirburðastöðu bandaríkjanna að fá að skulda öllum allstaðar í eigin mynt sem þeir sjálfir offramleiða og gjaldfella þar með skuldir sínar í dollaraverðbólgu. Þetta litla atriði útskýrir hvernig bandaríkjamönnum hefur tekist að lifa langt um efni fram um áratugaskeið. Það útskýrir líka hvers vegna það var banvænt fyrir ísland að leita fyrirmyndar  þangað í efnahagsmálum. Ekkert ríki getur hagað sér eins og bandaríkin í þeim efnum sakir stöðu dollarans á heimsvísu. Mikil stryking hans upp á síðkastið sýnir að sú allsherjarbrunaútsala sem ríkir á alþjóðamörkuðum útheimtir mikla eftirspurn eftir dollaranum til að borga allrahanda skuldir sem eru skráðar í dollar. Hann er lífseigur sá gamli þrátt fyrir áratuga misnotkun, en enginn má við margnum. Hnattvæðingin sér síðan um dreifa þessu vandamáli um allan heim. Það er ekki eins og hægt sé að leita skjóls fyrir þessum ósköpum annarsstaðar, eða í öðrum gjaldmiðlum.

Þetta breytir ekki því að bandaríkin þurfa að ráðast í endurskipulagningu hagkerfisins fyrr en síðar og það á skala sem vonlítið er að gera sér í hugarlund. Spurningin er hvort að þeim tekst það áður en orkukreppan leggur hagkerfið hjá þeim í algerlega í rúst. En það þurfum við líka að gera og raunar flest önnur ríki, gamla evrópa fjarri því undanskilin. Innan tíðar mun umræða um gróðurhúsaáhrif drukkna fyrir annarri og brýnni sem eru orkukreppa. Móðins hagkerfi byggjast á því að skola sífellt meira af neysluvörum og hráefnum í gegnum sig, sífellt hraðar og hraðar - ella verður efnahagssamdráttur sem fjármálakerfið þolir ekki. Í raun er hér veldisvöxtur á ferðinni. Þennan hnút verður að rjúfa og tímaglasið er að tæmast. Takmarkaðar náttúruauðlindir, einkum orka og ýmis hráefni, eru nefnilega það. Takmarkaðar. Við þessar kringumstæður er hagvöxtur vondur, nánast sjálf tortímandi hugsunarháttur. 

Það er skemmtileg þversögn að hvergi koma skýrari og betri upplýsingar um þessa stöðu en einmitt frá bandaríkjamönnum sjálfum. Sennilega eru þeir fremstir í öllu nema pólitík. Þar eru þeir á plani við okkur.  :)

Kv.  

Ólafur Eiríksson, 13.11.2008 kl. 21:59

24 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þetta er nú kannski ekki svona einfalt Ólafur en ég er sammála þér í flestu Ólafur.

Þetta hefur gert Ameríkönum kleift að lifa langtumfram efni eða framleiðslugetu þeirra en þetta er veikleiki núna ekki styrkleiki. Einfaldlega vegna þess að þeir eru búnir að ofprenta alltof lengi og skapað sér algjöra sjálfheldu með þessu athæfi. T.d eru lönd eins og Kínverjar búnir að sanka að sér gríðarlegu magni af dollurum, ekki af því að þeir kunna ekkert í hagfræði eða séu algjörlega glórulausir um þetta fyrirbæri, heldur vegna þess að með því að sanka til sín þessum dollurum öllum þá ná þeir tangarhaldi á Bandaríkjunum. Nú er t.d farið að bera á beinum hótunum frá Kína um að hætta að versla með dollaran, hætta að endurnýja ríkisskuldabréf gefið út af Bandaríska seðlabankanum eða jafnvel búntselja dollarann ef Bandaríkin geri þetta eða geri ekki hitt.

Oft þegar ég er að rökræða við Bandaríkjamenn um efnahagsmál á internetinu um þessar hótanir Kínverja þá segja þeir oftast eitthvað á þessa leið: "Kínverjar skilja ekki hvernig hagfræði gengur fyrir sig. Jafnvel ef þeir vilji selja hann, hver myndi þá vilja kaupa alla þessa dollara þeirra, enginn. Þannig að þeir geta ekki selt hann." Hérna gera þeir sér ekki grein fyrir hversu vitlausir þeir sjálfir eru og hvað Kínverjar hafa einmitt verið sniðugur. Því hvað kallar þú ef þú ferð með vöru á markað og enginn vill kaupa hana? Þú kallar hana verðlausa vöru. Með þessu er þeir einmitt að viðurkenna að Kínverjar hafa það fullkomlega í hendi sér að gera dollarann algjörlega verðlausan. Þannig að halda því fram að mögulegt óvinaríkji geti lagt efnahagsástand þitt í rúst í markaðshagkerfi geti kallast styrkleiki, þá veit ég ekki hvernig veikleiki á að líta út.

Staðreyndin er sú að USA er í bullandi vörn, að miklu leyti hernaðarbrölti, til að verjast því að dollarinn sé felldur því nú er þannig komið fyrir USA að ÞEGAR(því auðvitað mun það gerast og er að gerast) þjóðir ákveða að breyta eignasafni sínu í gjaldeyrisforðanum og byrja að sanka meira af öðrum gjaldmiðlum á kostnað dollarans, þá mun dollarinn hrynja. Þetta liggur í augum uppi.

Jón Gunnar Bjarkan, 13.11.2008 kl. 22:49

25 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Með þessu geta Kínverjar síðan algjörlega stjórnað kaupum sínum og kjörum í USA. Sérstaklega þar sem miðstjórn er mikil þar í landi. T.d ef þeir koma með tilkynningu um að þeir muni selja á næstu dögum 30% af dollurum sínum, þetta myndi senda gríðarlega mikilvæg skilaboð á hinn frjálsa markað um að mikið offramboð af dollurum sé framundan og lækkar hann gegn kínverska gjaldmiðlinum, þá fara Kínverjar og versla hlutabréf í Bandaríkjunum með afslætti sem þeir fengu með því að lýsa yfir sölunni. Síðan þarf ekkert að vera að þeir muni einu sinni selja þessa 30% dollara sína, kannski kaupa þeir bara bæði hlutabréf og fleiri dollara með afslætti.

Jón Gunnar Bjarkan, 13.11.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband