Af hverju er stjórnarmyndun hættuleg?

Meðal raka forseta ASÍ að hættulegt sé að halda kosningar er sú truflun sem ríkisstjórnarmyndun myndi valda eftir kosningar. Þessu er hægt að andmæla. Ef núverandi stjórnarflokkar héldu meirihluta sínum eins og skoðanakannanir benda raunar til, ættu þeir varla í vandræðum með myndun nýrrar ríkisstjórnar eða það að láta núverandi ríkisstjórn standa óbreytta.

Mun auðveldara væri eftir slíkar kosningar að skipta út ráðherrum heldur en nú og uppfylla þannig óskir Gylfa.

Og ekki bara það. Eftir slíkar hefði hvaða ríkisstjórn sem væri umboð frá þjóðinni í samræmi við gerbreyttar aðstæður.

Ef kosið væri um það sérstaklega hvort eigi að sækja um aðild að ESB yrði auðveldara að mynda stjórn, vegna þess að þá hefði þjóðin sjálf sent erindisbréf til komandi stjórnar og auðveldara yrði að mynda stjórn heldur en ef ESB-málið truflaði bestu hugsanlega stjórnarmyndun.

Eins og er heldur ESB-málið íslensku stjórnmálalífi og stjórnmálaflokkunum í gíslingu. Því ætti að vera hægt að breyta í kosningum.


mbl.is Kosningar eru hættuspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég trúi því að fljótlega verði danska krónan komin úr 24 krónum sem hún er í dag og verði um 40 krónur íslenskar fljótlega ef það yrði raunin yrði  fiskvinnslukonan í D.K. með 4800 krónur íslenskar fyrir hvern unnin dagvinnutíma án orlofs sem er 12%.

Til að sjá árangur íslenskra stjórnmálamanna á síðustu áratugum fyrir þegna sína þetta á við A.S.Í líka stefnir persónuafslátturinn hjá launþega í Danaveldi að vera 132.000 íslenskar á mánuði eða ca. það sama og atvinnulaus einstaklingur hefur hér á landi á mánuði. Takið eftir það á eftir að taka skattinn af atvinnuleysisbótunum svo munurinn er slíkur á launþega hér á landi og í D.K. sem dæmi að ég er hættur að reikna.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband