Dæmalaust ástand.

Leita þarf 59 ár aftur í tímann til jafn eldfims ástands og nú ríkir hér á landi, en óróinn vegna inngöngu Íslands í NATÓ náði hámarki 30. mars 1949 í hinum miklu óeirðum, sem þá urðu á Austurvelli, hinum mestu í þjóðarsögunni. Ég man eftir þessu ástandi og held að ástandið núna sé jafnvel eldfimara en þá.

Það var fróðlegt að fylgjast með andlitum ráðherra og þingmanna á borgarafundinum í Háskólabíói þegar þeir stóðu eða sátu í fyrsta sinn augliti til auglitis við fjöldann, sem fyllir Austurvöll viku eftir viku. Í raun horfðu þeir framan í þau 70% þjóðarinnar sem í skoðankönnun vantreysti þeim.

Senn fara jól í hönd og ekki er víst að upp úr sjóði héðan af fyrir áramót. Hitt er víst að þegar komið verður fram í febrúar verður ástandið mun verra en nú og hver einasti maður minntur á það daglega þegar hann opnar budduna hverjir brugðust honum.

Miklu myndi breyta ef stjórnvöld sýndu einhver merki þess að þau vilji koma til móts við hina hörðu og útbreiddu gagnrýni sem á þeim dynur. Þau taka óþarfa áhættu með því að hrófla ekki við neinum og fresta því þar til mál verði endanlega gerð upp, - kannski ekki fyrr en eftir heilt ár.

Í Bretlandi gerist það býsna oft að skipt er út mönnum úr ríkisstjórn og stokkað upp í ráðherraliðinu af miklu minna tilefni en hér er að finna nú. Að ekki sé nú talað um embættismennina, sem virðast ginnheilagir, gagnstætt því sem fólkið upplifir, sem missir atvinnuna vegna mistaka embættismannanna.


mbl.is Á ekki von á byltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta er að breytast. Capacent gerði könnun fyrir Smuguna sem birt var í dag. Nærri 60% vilja kjósa og "Sjálfstæðismenn einir andvígir kosningum" segir í fréttinni.

Á sama tíma kemur frétt frá Heimdalli sem samþykkti mjög djarfaályktun um breytingar á stjórn Seðlabanka og FME. Og að auki kröfu um mannabreytingar í ríkisstjórninni!!!

Nú þegar Heimdellingar hafa losað ákveðna stíflu má heita öruggt að það losnar um flokksagann og Sjálfstæðismenn verði ekki jafn andvígir kosningum í næstu könnun. Það verður kosið í júní.

Haraldur Hansson, 27.11.2008 kl. 19:41

2 identicon

Já þetta er Dæmalaust ástand

og þetta ástand er ekki hægt að galdra burt

Því miður er Ráðamenn okkar Eiginhagsmunaseggir er hugsa bara um eigin hag, en láta í veðri vaka að þeir séu að vinna fyrir fólkið í landinu.

Ég sé því miður fram á að þjóðin verði að bera Ráðamenn út í nánustu framtíð þar sem vinsældir þeirra hrapa með hverri mínútu.

Það er í raun ömurlegt að leggja það á okkur sem þjóð að bera þessa Heyrnarlausu og blindu ráðamenn út því við erum jú friðsöm með eindæmum.

Björgunaraðgerðir þeirra hafa því miður unnið að því að bjarga eggjunum en hænan er að dauða kominn þar sem Hænan er fólkið í landinu

Þegar fólkið í landinu er mjólkað svo hressilega af ríki og bönkum fæst ekkert annað þrifist því er hænan að deyja.

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 19:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska þjóðin gekk ekki í 20 þúsund króna gallabuxum fyrir 30 árum, fór ekki til útlanda tvisvar á ári, á skíði í Sviss á vetrin, skrapp ekki í hádegismat til Köben, sat ekki í stúkusæti í Liverpool til að glápa á fótboltaleik, keypti ekki nýjan bíl út á krít 18 ára og 30 milljóna króna íbúð 25 ára, einnig út á krít.

Þeir sem þannig hafa hagað sér undanfarin ár hafa gott af því að vera atvinnulausir um tíma til að hugsa sinn gang í lífinu.

Þorsteinn Briem, 27.11.2008 kl. 19:53

4 Smámynd: Heidi Strand

Steini í samband við utanlandsferðir, þá breyttist þetta allt þegar lággjaldaflugfélögin komu.

Fyrir tuttugu árum beið fólk í biðröð yfir nótt til að kaupa verkalýðs flugmiða á meira en 30.000 kr. á mann með Samvinnuferðum.
Fyrir tíu árum keyptum við miða fyrir okkur hjónin og tvö börn fram og tilbaka til Lux fyrir samtals 100.00 og var það vel sloppið.
Flugvelarnar voru hálft tómir yfir vetratímann þar til Atlanta og Express komu inn á markaðnum.

Nokkrum árum áður var gjaldeyri líka skammtað

Það hefur enginn gott af að lífa í þjóðfélagi sem er hrunið.

Heidi Strand, 27.11.2008 kl. 20:34

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heidi kúl. Þú ert nú frá Norge og veist að fólk á að leggja fyrir til að kaupa sér bíl og íbúð. Fyrst að kaupa sér gamlan bíl og svo kannski nýjan seinna. Og fyrst litla íbúð, stækka svo smám saman við sig, og að sjálfsögðu getur verið í góðu lagi að fljúga til útlanda með lággjaldaflugfélagi einu sinni á ári. Og jafnvel oftar, ef fólk hefur efni á því.

Þeir sem hafa eytt hér langt um efni fram á undanförnum árum hafa hins vegar gott af því að vera atvinnulausir um tíma, bora í nefið og hugsa sinn gang vel og vandlega áður en þeim er sleppt aftur lausum út í þjóðfélagið. Og nú til að safna peningum áður en þeir eyða þeim.

Þorsteinn Briem, 27.11.2008 kl. 21:00

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta land er ekki búið að vera. Þvert á móti er einstætt tækifæri til að hreinsa út spillinguna og sjálftökustjórnmálin eins og Þorvaldur Gylfason orðaði það. Við eigum enn möguleika á að gera Ísland að besta landi í heimi og það bæði fyrir börn okkar og barnabörn.

Stærsta hagsbótin væri sú að hverfa frá þjóðfélagi tillitsleysis, spilingar og óheftri græðgi í þjóðfélag frelsis, jafnréttis og bræðalags.

Ómar Ragnarsson, 27.11.2008 kl. 21:06

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Búkolla hefur oftast rétt fyrir sér, enda kýrskýr og kann skil á réttu og röngu í lífinu, eins og allir sem taka slátur.

Þorsteinn Briem, 27.11.2008 kl. 21:51

8 Smámynd: Eldur Ísidór

Ég skil ekki fyrst að það er ekki hróflað við neinum; að umboðið hjá þjóðinni sé þá ekki endurnýjað. Kannski Íslandshreyfingin ætti að fara að láta almennilega í sér heyra aftur. Hún fær kannski betri hljómgrunn núna, Ómar ?

Eldur Ísidór, 27.11.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband