Í þorpi einu...

Fyrir allmörgum árum gekk sú saga af íbúum í þorpi einu úti á landi, sem ég kann ekki við að nefna, að í plássinu væru aðeins sængur en engir koddar. Hvers vegna? Jú, þeir þurftu ekki kodda, þeir notuðu seðlana í staðinn.
mbl.is Þjóðin lúrir á milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þórunn hún er þjónustufulltrúi,
þokkalega launuð í bankaútibúi,
í góðu rúmi á launum sínum lúrir,
Lárus Welding undir kodda kúrir.

Þorsteinn Briem, 12.12.2008 kl. 03:30

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég veit að móðir háöldruð myndi helst vilja taka alla sína peninga út og geyma heima hjá sér, þar sem hún treystir ekki bönkunum. Hræðsla hennar við innbrotsþjófa og óðaverðbólgu er þó meiri en hræðslan við að bankarnir fari endanlega á hausinn. Ég er því satt best að segja hálffeginn.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.12.2008 kl. 07:30

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta síðasta fer kannski eftir því hvar fólk á heima. Ég á til dæmis heima á þriðju hæð í blokk þar sem aðeins er hægt að fara upp í stiga, og þar er minni hætta á innbrotum en í íbúðum á jarðhæðum.

Ómar Ragnarsson, 14.12.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband