Sex mánuðir 1927.

Henry Ford lokaði verksmiðjum sínum í sex mánuði frá maí til nóvember 1927 vegna þess að salan á Ford T hafði hrunið og hann var ekki tilbúinn með arftakann, Ford A, í tæka tíð. Þetta var upphafið á næstum því tveggja áratuga basli verksmiðjanna vegna þvermóðsku Fords sem í elli sinni þrjóskaðist allt of lengi við að hafa of einhæfa og staðnaða framleiðsluvöru.

Ford þoldi samt lokunina 1927 vegna þess að þá voru enn eftir tvö ár af mesta góðæristímabili í sögu Bandaríkjanna.
Síðar bjargaði stríðsframleiðslan honum og nýir menn tóku við eftir stríðið og unnu verksmiðjurnar upp á áratug.

Öðru máli gegnir nú hjá Chrysler og líklega líka GM, sem blómstraði svo glæsilega frá 1927 og fram eftir mestallri öldinni. Nú er kreppa skollin á og japanskir keppinautar hafa reynst ofjarlar hvað snertir rétta stefnu í markaðs- og gæðamálum.

Það er ekki að ástæðulausu sem öldungadeildin hikaði við að ausa fé í þá hít sem bandarískur bílaiðnaður hefur búið til vegna andvaraleysis og hnignunar.

"Risarnir þrír" geta ekki allir lifað þetta af og alger uppstokkun er nauðsynleg ef þessi mikli iðnaður á að ná fyrri glæsileika.

Það er klökkt að Ford, sem GM drap næstum á árunum 1930 - 1950, skuli nú standa skást þótt ekki geti staðan verið að hrópa húrra fyrir.


mbl.is Chrysler lokar verksmiðjum í mánuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

GM verður reddað fyrir horn.  Vegna þess að ef GM fer í þrot lendir AIG aftur í vandræðum, og þeir voru að enda við að redda AIG.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.12.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband