Kom Ingibjörgu á óvart. Borgað í sömu mynt.

Þegar Jón Sigurðsson upplýsir að afsögn Björgvins Sigurðssonar hafi ekki komið sér algerlega á óvart spyrja margir, hvers vegna það hafi komið Ingibjörgu Sólrúnu á óvart. Af hverju bar Björgin þessa ákvörðun sína ekki undir hana, formann flokksins,sem tilnefnt hafði Björgin í embættið ?

Ég spyr á móti: Var nokkur ástæða til þess að hann bæri þetta undir Ingibjörgu fyrst hún hafði ítrekað sniðgengið hann í fyrra varðandi mikilvæg efni í málaflokki hans og ekki treyst honum fyrir að vita um þau ?

Staða Björgvins sem ráðherra heyrir beint undir Geir og þangað bar Björgvini að snúa sér. Tæknilega séð var það rétt hjá honum. En í leiðinni gat Björgvin borgað Ingibjörgu í sömu mynt og jafnað leikana frá í fyrra.

Hún sýndi honum ekki trúnað þá og hann ekki henni nú.


mbl.is Jón Sigurðsson: Afsögn Björgvins kom ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Strákurinn var millistjórnandi,
í stjórninni honum því fórnandi,
inn í það heimili illa hann small,
úti á túni nú hann Tumi Þumall.

Þorsteinn Briem, 25.1.2009 kl. 18:23

2 identicon

Var nokkur ástæða til þess að hann bæri þetta undir Ingibjörgu fyrst hún hafði ítrekað sniðgengið hann í fyrra varðandi mikilvæg efni í málaflokki hans og ekki treyst honum fyrir að vita um þau ?

Geturðu nefnt dæmi?

Ari (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 19:13

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Traust og trúnaður er sparnaðarvara í dag, þetta eru erfiðir tímar Ómar. 

Ég er kjaftstopp!  Hvílík sýndarstjórnmál og brúðuleikur. Hversu lengi á skrípaleikurinn að halda áfram? Mér er spurn? Það er kominn tími til að þjóðin framkvæmi stjórnmálalega stólpípu á sjálfu Alþingi.

Baldur Gautur Baldursson, 25.1.2009 kl. 19:19

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, Ari. Í apríl trúði Davíð Geir og Ingibjörgu fyrir frægri erlendri skýrslu sem unnin var fyrir Landsbankann og sýndi fram á að bankakerfið var dauðadæmt ef það yrði fyrir áhlaupi.

Björgin var ekkert látinn um þetta vita og vissi víst heldur ekkert um hið fræga símtal Davíðs við Geir um hið sama. 

Björgvin var ekkert með í ráðum varðandi yfirtökuna á Glitni og ekki kallaður fyrir fyrr en um kvöld þegar hann gat engin áhrif haft á það mál. 

Ítrekað á fundum með Davíð, Geir, Árna Matt og Ingibjörgu var Björgvin ekki hafður með enda upplýsti Björgvin á þingi að hann hefði ekki hitt seðlabankastjóra í tæpt ár ! 

Ómar Ragnarsson, 25.1.2009 kl. 20:02

5 identicon

Takk fyrir svarið.

Ég er annars kominn með smá samúð með Björgvini þó að hann sé einn af klúðursliðinu.

Ari (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband