Þessvegna allt eins utanþingsstjórn.

Það fór ekki fram hjá neinum þegar Geir sagði að kosningar yrðu 9. maí og að þar með væri ræsirinn búinn að ræsa allt liðið. Björn Bjarnason hefur nú uppgötvað þetta.

Þennan tíma verður allt á fullu hjá núverandi þingflokkum við allt það sem kosningabaráttu fylgir auk allrar ringulreiðarinnar og hjaðningavíganna innan flokka og á milli flokka sem því fylgir.

Og þeir þurfa þar að auki að halda landsfundi sína. Hin "brýnu afgreiðslumál", sem Björn talar um, gæti vel mönnuð utanþingsstjórn allt eins sinnt til kosninga. Nóg er af hæfum einstaklingum utan þings til þess, meðal annars mönnum sem höfðu rétt fyrir sér allan tímann um hina röngu stjórnarstefnu.

Utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar 1942-44 var aðeins skipuð fjórum ráðherrum og þeir sinntu öllum "brýnum afgreiðslumálum" á því tímabili sem sum hver voru engin smámál, svo sem sambandsslitin við Dani og stofnun lýðveldis á Íslandi auk þess að sigla Íslandi í gegnum ólgusjó heimsstyrjaldarinnar.

Sú stjórn settist að völdum í ástandi sem var ekki ólíkt því sem nú ríkir. Trúnaðarbrestur ríkti á milli stærstu flokkanna og forystumnanna þeirra og þess vegna gat þingið ekki myndað stjórn fyrr en haustið 1944.


mbl.is Upphaf á kosningabaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband