Maðurinn sem sá snemma í gegnum blekkingar.

Það eru til menn sem sáu fyrir þessi ósköp sem ný dynja yfir. Einn af þeim er Gunnar Tómasson sem var í Silfri Egils í gær. Ég kynntumst honum fyrir 53 árum.

Þá gafst hópi af íslenskum unglingum, sem valdir voru víðs vegar af landinu, tækifæri tll að sigla til Kaupmannahafnar, dvelja þar í sex vikur og fara á alþjóðlegt æskulýðsmót. Íslenskir unglingar áttu á þessum árum þess yfirleitt ekki kost að fara til útlanda og þetta var ógleymanleg og dýrmæt ferð.

Ég var einn af þessum unglingum, þá fjórtán ára gamall, og bast vinarböndum við ferðafélga minn, Gunnar Tómasson, sem var fimmtán ára.

Í Kaupmannahöfn höfðum við séð töframann gera snjöll töfrabrögð og á smá samkomu á leiðinni heim á Dronnning Alexandrine gerði Gunnar nokkur þeirra við mikla hrifningu. Hann hafði nefnilega séð í gegnum blekkingar töframannsins í Höfn og endurtók brögð hans við þetta tækifæri.

Gunnar varð síðan hagfræðingur og sá fyrir þrjátíu árum í gegnum blekkingarnar og sjónhverfingar sem kennisetningar nýfrjálshyggjunar hafa byggt á. Hann getur lagt fram skjalfest gögn þar að lútandi frá ýmsum tímum. En hann hefur talað fyrir daufum eyrum.

Töframenn eru góðir svo langt sem það nær.. Hinir geta samt verið þarfari sem sjá í gegnum skaðlegar blekkingar og afhjúpa falsrök, svo sem þeim sem nú steypa efnahagslífi alls heimsins í hrun.

Á greiningu slíkra manna verður að byggja endurreisn hins alþjóðlega hagkerfis, ekki hinna sem eru orðnir svo trénaðir að þeir geta engu breytt í raun.


mbl.is Miðstöð fyrir fólk í erfiðleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Ómar. Þú hefur átt kost á mörgu sem almenningur hefur ekki getað gert.

Þ.e. þinir jafnaldrar og líka flestir af þeim sem fæddir eru + eða - 20 ár.

Og til hamingju með það. Við áttum þó kost á að sjá landið okkar tekið úr lofti og láði og margar skemmtilegar stundir fyrir framan kassann, þegar þú ferðaðist um og yfir landinu okkar.

Takk fyrir mig

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 12:35

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Hvar getur maður nálgast efni frá Gunnari?

Jón Finnbogason, 2.2.2009 kl. 12:47

3 identicon

http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=101272

Gunnar er meðlimur í gang8 hópnum.  Maður þykist þekkja hann sem Gangleri

Þarna sérðu eitthvað eftir hann og skoðanafélaga hans frá a.m.k. 2006

Neisti (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 13:50

5 identicon

Hér er skemmtileg athugasemd við eitt innlegg mitt á málefnin.com í maí 2008 - af neðanmálsefni má ráða að hér talar ungur sjálfstæðispiltur: 
Gangleri, hvernig er það, er von á þessu "hruni" á næstunni?

eða þarf maður að hlusta á rausið í þér og þínum líkum næstu árin?

Sættið ykkur bara við það, það verður ekkert hrun!


--------------------
There are two types of people: losers and republicans. - Eric Hanstholm

SUS Frjálshyggja.is Björn.is Andríki

Gunnar T'ómasson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 17:52

6 identicon

Við eigum allveg ofboðslega hæft fólk til að stjórna landinu, en þeim hefur bara ekki verið leift að komast að.

Vilhjálmur C Bjarnason (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband