Örlög okkar ráðast líka erlendis.

Þegar íslenska þjóðveldið riðaði til falls um miðja þrettándu öld réðust örlög þess að miklu leyti í Noregi. Þangað ýmist fóru deilandi höfðingjar íslenskir eða að Noregskonungur stefndi þeim þangað.

Þá, eins og nú, höfðu skammgróðasjónarmið, spilling og tillitsleysi gagnvart komandi kynslóðum, auk flokkadrátta innanlands, komið íslenska þjóðarbúskapnum og þjóðveldinu á kné.

Þá, eins og nú, reið yfir landið kreppa af utanaðkomandi ástæðum, - í það sinn af
völdum kólnandi veðurfars. Snorri Sturluson missti 120 nautgripi við Svignaskarð í einu óveðri.

Þá, eins og nú, var þjóðin illa undir slíka utanaðkomandi veðurfarskreppu búin, vegna þess að hún hafði farið langt með að höggva alla skóga landsins og átti ekki lengur við til að smíða skip. Af þessum sökum var hafin stórfelld jarðvegseyðing sem komandi kynslóðir þurftu að súpa seyðið af og nauðsynleg samskipti við útlönd og siglingar yfir hafið voru í hættu.

Af völdum Íslendinga sjálfra var óhjákvæmilegt 1262 að fá hjálp Noregskonungs og að gjalda þá hjálp hinu dýra verði sjálfstæðismissisins.

Davíð Oddsson bregst við eins og hann gerði varðandi fjölmiðlafrumvarpið 2004, neitar að horfast í augu við að hann er með tapað mál.

Með þessu skaðar hann ímynd landsins út á við og það gera líka þeir íslensku ráðamenn sem vanmeta stórlega þann skaða sem það veldur að án hjálpar, velvilja og trausts erlendra þjóða á okkur er lítil von til þess að íslenskt efnahagslíf geti risið úr öskustó.

Örlög okkar eru að sjálfsögðu mest undir okkur sjálfum komin en ekki síður undir áliti umheimsins á okkur.


mbl.is Deilur á Íslandi valda skaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband