Mótmæli og helgardjamm fara ekki saman.

Þegar mótmælin stóðu sem hæst á dögunum og voru fjölmennust voru þau um hönd höfð um miðjan dag af friðsömu hugsjónafólki með mátt hugmynda sinna og samstöðu fjöldans sem helsta vopnið. Þau voru eftirminnileg og verða færð í sögubækur.

Þá var það niðurstaða þeirra sem vildu veg þessara mótmæla sem mestan að halda þeim í þessu horfi en ekki að gera þau að parti af helgardjammi, ölvun og óróa í næturlífi miðborgarinnar.

Ég er einn af þeim sem tók þátt í hinum fjölmennu og friðsömu mótmælafundum og er í hópi þeirra sem telja mótmælaaðgerðir á borð við þær sem stóðu yfir í kvöld ekki vera af því tagi sem ég vil vera orðaður við eða taka þátt í. 

Hvers vegna í ósköpunum getur fólk, sem telur skyldudjamm helgarinnar ómissandi ekki bara skemmt sér án þess að blanda mótmælaaðgerðum inn í það ? 

 

 


mbl.is Mótmælt á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árnason

Sammála, var þarna niðri eftir og þetta virtist bara vera einn hluti af skemmtanalífinu og mikið af fólki sem var að leita að óróa. Þetta er bara vitleysa.

Sigurður Árnason, 15.2.2009 kl. 02:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hrikalegt var helgardjamm,
Haarde þar með ljóðaslamm,
af kóki fann þar Geir Jón gramm,
og gleypti allt það nammi namm.

Þorsteinn Briem, 15.2.2009 kl. 11:56

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hugirnir líða um loftin blá

líkt og vængjaðar skvísur

og þetta eru´eins og allir sjá

öfugmælavísur. 

Ómar Ragnarsson, 15.2.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband