"Skoraði af "öryggi" í stöngina og inn..." ???

Í ljósvakamiðlum nú rétt í þessu var sagt að Ryan Giggs hefði skorað af "öryggi" stöngina og inn. Ég hélt satt að segja að þetta væri þveröfugt, að Giggs hefði mátt þakka fyrir þá heppni að boltinn fór inn en ekki aftur út eða framhjá.

Ef flugstjóri lenti 220 farþega þotu þannig að hann gæti ekki stöðvað hana fyrr en nefhjólið stæði nákvæmlega á brautarenda, myndu fyrirsagnirnar í blöðunum þá verða þær að hann hefði lent vélinn af miklu "öryggi" ´

Ég er ansi hræddur um ekki. 


mbl.is Manchester United deildabikarmeistari 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Markið er á milli stanganna eins og þú veist. Að skora " í blá hornið" þykir flott, "stöngin inn" hjá Giggs gaf flott mark, en það verður aldrei upplýst hvort þetta var ætlan hans eður ei. En ef þú hlunkar stórri þotu niður það innarlega á brautina að þú lendir yst úti á brautarenda, þá sleppur þetta til að afstýra slysi, en eitthvað hafa nú aðflugið og lendingin verið skrautleg! En samt sem áður:Giggs skoraði af öryggi, og flugstjórinn þinn stöðvaði á brautarenda, af öryggi að sjálfsögðu! Dæmið gengur upp í báðum tilfellum!!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 21:53

2 identicon

Skemmtilegur vinkill hjá þér Ómar. Svona fer þetta þegar íþróttafréttamenn rembast við að krydda einfaldar fréttir. Mestu líkurnar á því að bolti fari í markið er mitt á milli stanganna. En því miður er markmaðurinn oftast fyrir þar.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 22:28

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Yfirleitt er staðurinn sem boltinn þarf að fara á til að skorað sé af öryggi um það bil fet frá annarri hvorri stönginni.

Ómar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 00:21

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í rúmfræði bestur Ryan Giggs,
og reglustiku notar við sín fix,
en Stebbi hann er núll og nix,
nema hann læri öll þau trix.

Þorsteinn Briem, 2.3.2009 kl. 00:36

5 identicon

Miða fet frá stöng og hafa fet í skekkjumörk á hvern veg sem er.

Drengnum brá, fór ekki að færast bros á hann fyrr en hann kom á miðjuna á ný.

Öruggt engu að síður

 kv e

einar (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 01:19

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Fet frá stönginni" er að mínum dómi ytri mörk hins örugga svæðis. Þess vegna ætti miðið að vera tvö fet frá stönginni, Einar minn, og skekkjumörkin því að ná að í eins fets fjarlægð frá stönginni.

Sambærilegt atvik í flugi er að flugvélin þurfi ekki að fara út á öryggissvæði á brautarendanum í lendingu.

Ómar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband