Sovétríkin: Stefnan brást ekki heldur fólk ?

Um tvítugt hafði ég mig í gegnum stjórnarskrá Sovétríkjanna og rit Marx og Lenins til að vita meira um þá hrikalegu þjóðfélagslegu tilraun sem þá var verið að gera í þessu heimsveldi kommúnismans. Þar var farið út á ystu mörk félagslegrar forsjárhyggju. 

Niðurstaðan mín var sú að enda þótt þessi rit geymdu að því er virtist frábærar hugmyndir á pappírnum um hið fullkomna þjóðfélag sýndi framkvæmdin að þetta kerfi virkaði alls ekki, vegna þess að í því var ekki gert ráð fyrir mannlegu eðli og mannlegum breyskleika.

Sjálfstæðismenn og aðrir unnendur vestræns lýðræðis komust að svipaðri niðurstöðu. Það var kerfið sem brást en ekki fólkið. Harðir hægrimenn sögðu eð ef kerfinu yrði hrundið og sem óheftastur kapítalismi tekinn upp myndi allt lagast af sjálfu sér. 

Nú bregður svo við að þegar augljósir gallar koma fram á skipan lausbeislaðrar frjálshyggju hér og erlendis komast Sjálfstæðismenn að öfugri niðurstöðu hvað varðar kapítalismann en þeir komust varðandi kommúnismann.

Það sýnist einungis vera stigsmunur en ekki eðlismunur á áföllunum, sem riðið hafa yfir þessar tvær stefnur og hrun kommúnismans var auðvitað margfalt stærra. 

Þetta þýðir auðvitað ekki að fólkið sem átti að framkvæma stefnuna og ná markmiðum hennaqr hafi ekki borið neina ábyrgð. Stalín og ráðamenn kommúnistaríkjanna voru þrjótar. En það gat ekki verið tilviljun að nánast alls staðar komust slíkir menn til valda og beittu þeim óspart.

Skýrsla endurreisnarnefndar Sjallanna er harður áfellisdómtur yfir forystu flokksins og þeim sem báru mesta ábyrgð á íslenska efnahagshruninu, og loksins sér maður hljóð úr þessu horni þar sem ekki er reynt að velta allri sök á heimskreppuna.  

Athyglisvert. 


mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Titillinn minnir óneitanlega á fyrirslátt Páfastóls vegna 600 ára miðaldarmyrkurs og ofsókna.  Þeir láta semsagt, sem ekkert í ritningunum hafi gefið tilefni eða ýtt undir þau ósköp. Auðvitað gerði hún það. Ritningin var aðal hvatinn. Þar eru engin mörk um meðalhóf eins og í kenningum Kommúnista, hvað þá fasista eða þá hnattvæðingarbrjálæðisins.  Þetta er afrakstur þess, þegar hugmyndafræði tekur ekki mannlegt eðli og þarfir í reikninginn og setur humyndafræðina framar fólkinu. Við erum einmitt að sigla inn í slíkt tímabil enn að nýju. Globalisation eða New World Ordaer eins og slegið var upp í Wall street journal nú fyrir stuttu.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 01:44

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rosalegt var rokið,
ránfugls opið kokið,
í flestöll skjól þó fokið,
og flokknum öllum lokið.

Þorsteinn Briem, 2.3.2009 kl. 02:02

3 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Ég skil ekki þessa hugsun "stefnan brást en ekki fólkið" ég er kannski bara svona vitlaus, en er ekki fólk,( leikstjóri, höfundur, formaður) eða hvað fólk vill kalla það, á bak við stefnuna, er ekki fólk sem semur stefnuna, hvernig getur þá verið að það var ekki fólk sem brást ??? það er vitsmunaleg móðgun við fólkið í landinu að halda þessu fram.

 Góð skrif hjá þér Ómar.

Sigurveig Eysteins, 2.3.2009 kl. 02:04

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er ekki sósíalisti þótt ég vilji ekki fallast á þá ofsafengnu græðgishyggju sem hér var keyrð upp í himinhæðir undanfarin ár.

Ég aðhyllist frjálslynda og mannúðlega stefnu heilbrigðs framtaks sem nýtir sér bestu kosti félagshyggjunnar þegar hún gefur okkur sannanlega betri lausnir en einkaframtakið.

Til dæmis er munurinn á heilbrigðiskerfi Norðurlandanna annars vegar og Bandarikjanna hins vegar, sláandi.

Ómar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband