Kirkjan og skírnarfonturinn.

Marga merka kirkjugripi má finna á Íslandi og láta ekki allir mikiđ yfir sér.

DSCF5001

Einn slíkur er í kirkju Óháđa safnađarins í Reykjavík, en í dag var ţess minnst ţar ađ 50 ár eru frá vígslu kirkjunnar. Hćgt er ađ sjá hann betur og ađrar myndir hér međ ţví ađ tvísmella á ţćr.

Séra Emil Björnsson, fyrsti prestur safnađarins, fékk Ásmund Sveinsson til ađ gera skírnarfont fyrir kirkjuna og hugmyndin á bak viđ hann er frábćr.

Á myndinni af fontinum hér á síđunni sést ađ hann felst í tveimur eikarsúlum, gylltum krossi ađ baki ţeim, sem sólarljósiđ fellur á og endurkastast síđan ţađa eftir gylltum teinum sem halda uppi skírnarskálinni og teinum sem lýsa til jarđar.

Teinarnir sem endurvarpa sólarljósinu frá krossinum niđur á viđ, tákna sólina, sem skein á Ţorstein Ingólfsson, son Ingólfs Arnarsonar, ţegar hann lét bera sig út undir bert loft á banabeđi. 

Ţar fól hann sig ţeim guđi er skapađ hefđi sólina og andađist síđan. 

DSCF3157

Súlurnar eru tákn öndvegissúlnanna, sem voru heimilisguđir í Reykjavík.

Önnur er karl en hin kona, og geislarnir sem skína á skírnarskálina tákna mátt lífsins sem streymir frá sólinni, Guđi, og foreldrunum til hins nýfćdda barns.

Líf kviknar af lífi gćti veriđ lýsing ţessarar hugsunar.

Ţessi kirkja er mér kćr. Ég var einn ţeirra sem vann ađ smíđi hennar á árunum 1956-59.

Hún var valin ein af stílhreinustu og fegurstu byggingum borgarinnar ţjóđhátíđaráriđ 1974.

Hún hefur aldrei veriđ fallegri en nú eftir ađ hafa veriđ endurnýjuđ gagngert í annađ sinn.

Trođfullt var út úr dyrum í dag og ađeins hluti viđstaddra sést hér á mynd úr salnum. 

DSCF3154

 Á mynd, neđst á síđunni,  má sjá Hólmfríđi Guđjónsdóttur, formann safnađasstjórnar, halda rćđu dagsins og rekja sögu safnađar og kirkju.

Safnađarpresturinn Pétur Ţorsteinsson, situr til hćgri viđ hana.

Ţegar ég var tíu ára gerđi ég teikningu ađ kirkjunni og gaf prestinum.

Já,  kirkjan var mér strax hugleikin, enda voru afi og amma og pabbi og mamma međal stofnenda safnađarins eftir ađ Fríkirkjusöfnuđurinn í Reykjavík klofnađi. 

Gunnar Hansson teiknađi kirkjuna síđan og sést vel af hlađi hennar hve ólík hún er Háteigskirkju og Hallgrímskirkju, sem blasa ţar viđ.

Norđurhliđini er skemmtileg, - birtan fellur á ská niđur um langa og mjóa glugga eins og sést á mynd sem tekin var innanfrá og sést hér fyrir neđan.  

 

DSCF3156

 

DSCF3159

 

IMGP0004

 

 

 

DSCF3163

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband