Harmleikir hinstu áranna.

í stórfjölskyldu liðinna alda upplifði allt heimilisfólkið eðlilega framvindu lífsins og kynslóðaskiptanna. Fæðingar barnanna og umönnun þeirra fór fram á sama stað og umönnun hinna elstu þar til yfir lauk.

Vitanlega var ekki tækninni fyrir að fara. Dauðinn barði að dyrum inni á heimilunum jafnt hjá ungum sem öldnum.

Saman gengu kynslóðirnar sinn veg og ekki ríkti sú firring gagnvart dauðanum, sem er svo rík í okkar "fullkomna velferðarþjóðfélagi."

Dauðinn gat verið næstum daglegt brauð, afleiðing af slæmum húsakynnunum og ófullkomnum lækningum og umhirðu. En það bjuggu þó allir saman við sætt og súrt og kynslóðirnar umgengust hver aðra daglega frá vöggu til grafar.

Síðustu árin, mánuðina og dagana þurfti enginn að þola einsemd í þessu samfélagi líkt og hendir svo marga aldna í okkar samfélagi sem er þrátt fyrir kreppu svo óendanlega miklu ríkara en samfélög fyrri alda.

Erfitt er að leggja dóm á ástæður sjálfsmorðs aldraðra feðga í Kaupmannahöfn. Hvernig sem því er varið er vonandi að þeir hafi ekki dáið til einskis, heldur leitt athyglina að því sem miður fer varðandi aðbúnað aldraðra.

Það er hart fyrir þá sem fyrir því verða, að berjast síðustu dagana einmana og þjáðir og vera ekki einu sinni sveiað.


mbl.is Feðgar frömdu sjálfsmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfsvíg eru og eiga að vera sjálfsögð... ég mun eflaust farga mér töluvert fyrir þrítugt.

Þorvaldur S. (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband