Kötturinn Carl Möller var yndisleg persóna. 1.

Húsdýr geta verið jafn heillandi fyrir fullorðna sem börn. Dætur okkar fundu blindan, nýfæddan kettling, sem mjálmaði í öskutunnu.

Þær fengu að bjarga honum og til heiðurs hljómborðsleikaranum í Sumargleðinni fékk hann nafnið Carl Möller.

Hann varð brátt einn ástsælasti og skemmtilegasti meðlimur okkar stóru fjölskyldu. Hann var mikill persónuleiki.

Ég lék mér mikið við Kalla. Aðal leikurinn fólst í því að fara á bak við dyr eða horn og strjúka höndinni létt eftir gólfinu við dyrnar eða hornið. Kalli beið þá færis, en stökk síðan skyndlega til árásar, réðst á höndina og slóst við hana.

Ég var oft blóðrisa á höndum af þessum sökum en það gerði ekkert til.

Þegar ég kom heim á kvöldin, lagði ég oft bílnum fyrir utan húsið, rúllaði rúðunni lítillega niður svo að lítil rifa opnaðist og lét fingurna leika við þakrennuna þannig að hljóðið í því var líkt og litlir músafætur tifuðu á þakinu.

Það brást sjaldan að væri Kalli í grenndinni, læddist hann aftan að bílnum, stökk síðan skyndilega upp á þakið og réðist á höndina með miklum látum.

Læt þetta nægja að sinni um Kalla en bæti við nokkrum sögum af honum síðar.


mbl.is Barack finnst gaman að leika sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Allar kisurnar mínar þrjár eru miklir persónuleikar.  Kisur eru frábær gæludýr.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.5.2009 kl. 01:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Leikskólavísa:

Í krapinu hann er nú karl,
með kisunum herðir sinn jarl,
í sorpinu finnur oft snarl,
og sætur er Möllerinn Carl.

Þorsteinn Briem, 22.5.2009 kl. 11:07

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hann nói minn vill bara eltingaleiki enga ullarhnoðra, en hann bítur ekki, bara nartar lauflétt.

Finnur Bárðarson, 22.5.2009 kl. 16:36

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar, þessi lestur var eins og að komast í heitan pott upp á hálendinu, þegar brýn þörf er komin fyrir bað.  Takk.

Sigurður Þorsteinsson, 22.5.2009 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband