Suðurnesja-"REI-klúður" í uppsiglingu?

Auðlindir á landi og í sjó eru fjöregg íslensku þjóðarinnar, sem hún má aldrei af hendi láta.

Í stjórnarskránni er lagt blátt bann við því að afsala landi til útlendinga og hið sama á að gilda um eignarhald á auðlindum hennar.

Þegar nafnið Geysir Green Energy er nefnt vekur það upp minningar frá REI-málinu 2007, vondar minningar.

Það er vond lykt af þessu máli á marga lund. Lágmarkskrafa hlýtur að vera að rasa ekki um ráð fram og viðhafa gagnsæi, vandaða umræðu og virkt lýðræði.

Flestar fréttir af HS Orku líta illa út um þessar mundir og benda til skammtímagræðgi og ábyrgðarleysis í meðferð hinnar dýrmætu orkuauðlindar, bæði hvarð snertir ofnýtingu og áhættusækni sem getur ógnað því að þessi dýrmæti verði í tryggu eignarhaldi Íslendinga.

Þetta er frumburðarrétturinn sem ekki má af hendi láta.


mbl.is Leggjast gegn viðskipum með orkuveitur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvaða máli skiptir það fyrir ykkur öfgaumhverfissinna, hver á orkuauðlindirnar? Þið viljið hvort eð er ekkert virkja og ef þið fáið að ráða þá er er lítið að bítast um.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.7.2009 kl. 00:47

2 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það skiptir höfuðmáli hver á orkulindirnar ,Það er eitthvað gruggugt á seiði hér á suðurnesjum með sölu á orkuveitunni til green hvað það nú heitir .Það er ekki góð ella að selja gullegginn. Mér er ekki sama um það .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 4.7.2009 kl. 01:14

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Er það ekki verkefni rannsóknarblaðamanna á DV og Mbl að rannsaka fingraförin á þessari nýju uppákomu með HS orku....?

Ómar Bjarki Smárason, 4.7.2009 kl. 01:43

4 identicon

stutt athuga semd vegna athugasemdar GunnarsTh Gunnarssonar Öfgarnar eru allstaðar og á öllum sviðum nú er Landsvirkjun að fara í gjaldþrot  ( hvernig er hægt að géra ríkið gjaldþrota [ hækkum skatta ] ) vegna orku afhendingar án þess að fá upp í kostnað og orkuvrita suðurnesja dælir upp meira heitu vatni en svæðið leifir ( minnir mig á að lengi tekur sjórinn við ) eða í stuttu máli ef ( EF ) ég eæ miljón í dag kémur mér ekki við ördeiðe á morgun

Tryggvi Sigfússon (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 02:59

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Landsvirkjun er ekki að fara í gjaldþrot. Það er óskhyggja öfga umhverfissinna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.7.2009 kl. 05:02

6 Smámynd: Einar Karl

Landsvirkjun fer (líklega) ekki í þrot af því þeir fá að láni lifeyrissparnað þinn og minn, Gunnar. Við verðum alla vega að vona að þeir fari ekki í þrot eftir að við lánum þeim af peningum okkar, sem við viljum jú hafa til efri áranna.

Og komdu nú frekar með smá málefnalegt innlegg í umræðuna, þótt þetta sé á síðu Ómars!  Þú átt það alveg til  :-)

Finnst þér í lagi að útlent fyrirtæki gæti mögulega eignast háhitavirkjanir á Íslandi?

Einar Karl, 4.7.2009 kl. 08:09

7 identicon

Gunnar Th, fylgja þessu óráði þínu verkir? Ég get nú seint talist til umhverfissinna en ég sé hér sama helvítis glæpamanna kerfið sem kom okkur á hausinn að störfum enn og aftur við að sölsa allt sem verðmætt er undir sig. Það verður að stoppa þessa kalla með ÖLLUM tiltækum ráðum!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 10:10

8 identicon

Alveg sammála - það er eitthvað gruggugt þarna á ferðinni!!!

Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 13:08

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei Einar Karl, mér finns ekki í lagi að útlend fyrirtæki gætu mögulega eignast háhitavirkjanir á Íslandi. En miðað við hvernig þið málið skrattann á vegginn í orkumálum, mætti ætla að það væri Guðs blessun ef svo yrði.

Þið eruð nefnilega voðalega mótsagnakennd.... segið að orkugeirinn stefni í gjaldþrot, en viljið samt verja með kjafti og klóm þetta meinta gullegg þjóðarinnar.

Ragnar Örn, skelfingarsvipurinn á þér á myndinni af þér bendir til að þú þurfir einhver lyf.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.7.2009 kl. 13:20

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hins vegar þarf ekkert að vera að því í prinsippinu ef einhverjir aðrir aðilar en opinberir, reki virkjanir ef þjóðin hagnast meira á því fyrirkomulagi. Og þá skiptir í sjálfu sér ekki máli hvort það eru innlendir eða erlendir aðilar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.7.2009 kl. 13:24

11 identicon

Þetta er óþverramál fyrir alla. Að láta skammtímasjónarmið ráða ferðinni er afar heimskulegt en í sjálfu sér skiljanlegt þar sem Geysir Green er annarsvegar og Árni Sigfússon sem er búinn að koma Reykjanesbæ á kaldann klaka. Í mínum huga er Geysir Green ekki annað en "Mafíuósa-fyrirtæki".

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 13:41

12 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Skuldir Landsvirkjunar og lánshæfi eru graf alvarlegt mál. En Landsvirkjun var lækkað í ruslflokk af Standard og Poor og telja þeir að miklar líkur séu á því að ríkið neyðist til að hjálpa þeim með að greiða fyrir þær skuldir sem gjaldfalla á næstu 4 árum. Sem eru um milljarður bandaríkja dala.

En Gunnar hefur rétt fyrir sér tilhvers að bjarga jafn handónýtu fyritæki sem landsvirkjun er? Því það er augljóst að hin óbeina eign álfyritækjana gerir það að verkum að Landsvirkjun heldur áfram að draga heimilin, fyritækin og ríkið niður. En hið forkastanlega er að lengi getur vont versnað því einhverntíman nær landsvirkjun að losa sig undan skuldaokinu, ef álvæðingar-heimskunni linnir ekki, og skilað okkur einhverjum aurum í kassann. En þá er kanski búið að missa fyrirtækið.

Andrés Kristjánsson, 4.7.2009 kl. 14:24

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fjárfestingar í virkjunum eru langtímafjárfestingar. Þó það gefi á bátinn tímabundið, þá er það heildardæmið sem skiptir máli. Það hefur ekkert gerst enn sem breytir því að ráði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.7.2009 kl. 14:29

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gunnar sýnir vel þekkta kurteisi þegar hann ávarpar þá sem gera athugasemdir. Sjálfur er hann gestur á síðu Ómars. Segir ýmislegt um uppeldið.

Finnur Bárðarson, 4.7.2009 kl. 16:24

15 Smámynd: Landfari

Vandamálið er að þegar svona einokunarfyrirtæki komast í einkaeign þá hætta þau að vera þjónustufyrirtæki þar sem kúnninn er í fyrsta sæti.

Arðsemin verður nr. eitt, tvo og þrjú enda fyrirtækið væntanlega selt hæstbjóðanda sem þarf að blóðmjólka viðskiptavininn til að eiga fyrir afborgunum. Viskiptavinurinn á hinsvegar óhægt um vik að færa sig annað.

Án þess að hafa skoðað þetta mál sérstaklega, þá líst mér ekki vel á svona fyrirtæki gangi kaupum og sölum. Þetta er hluti af þjónustu sem sveitarfélagið á að veita íbúunum. Svona fyrirtæki á að vera rekið réttu megin við núllið en ekki með hagnaðarsjónarmið í huga.

Landfari, 4.7.2009 kl. 16:56

16 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Nú nú, það var komið við viðkvæman blett þarna. Ég kannast velvið  þessa Canada menn og öll hliðarfélögin líka. Það er hægt að spora þá þó að slóðin sé bæði brend og fölsuð. Fólk og fjárfestar séu fluttir burt og adressurnar eru galtómar nafnlausar skrifsofur. Sama ástand í Austurstræti!!

Eyjólfur Jónsson, 4.7.2009 kl. 17:55

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað er það Finnur sem fer svona fyrir brjóstið á þér í athugasemd minni?

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.7.2009 kl. 18:00

18 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það á nú eiginlega ekki að vera neitt sérstakt uppeldi á þeim sem blogga. þetta er er ekki eins og meiningin með blogginu var í upphafi ! Að strjúka um höfuð sér og andvarpa! Svo óskaplega einfalt og saklaust var það.

Eyjólfur Jónsson, 4.7.2009 kl. 18:09

19 identicon

Þetta virðist vera örvæntingarfull tilraun Árna Sigfússonar til að redda fjármálaklúðri í rekstri Reykjanesbæjar. Það vekur tortryggni að samningarnir eru ekki uppi á borðinu, og að viðsemjendur í Kanada eru einhverjir huldumenn.

 Getur það verið að stjórnmálamennirnir þiggi mútur fyrir að gera þennan samning?

HVG (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 23:46

20 identicon

Þetta sem er að gerast með Hitaveitu Suðurnesja kemur mér ekkert á óvart sjá grein sem birtist eftir undirritaðan í Víkurfréttum 16.júni 2005 og á vf.is 23. júni sama ár sem hét ,,Stöndum vörð um Hitaveitu Suðurnesja''

                          http://vf.is/Adsent/22155/default.aspx

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 13:45

21 identicon

Gunnar, þú segir í athugasemd nr. 10 að "skiptir í sjálfu sér ekki máli hvort það eru innlendir eða erlendir aðilar." reki virkjanirnar.

Nefndu eitt dæmi hvaðan sem er af hnettinum þar sem almúginn sem þarf að borga fyrir þjónustuna hefur ekki tapað á einkavæðingu almennisngseigna/grunnþjónustu.

Og það að setja Landsvirkjun í ruslflokk er eingöngu til þess að undirbúa það að gjaldfella lánin og taka hana af erlendum lánadrottnum. Hú verður alveg örugglega komin í erlenda eigu innan fimm ára, kannski þriggja. Og mér býður í grun að eitthvað hækki prísarnir á rafmangni til pöpulsins við það.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband