Hlýnun loftslags hjálpar til.

Þessa dagana nýtur þjóðin þess að hér blása hlýrri vindar víðast hvar en gerist og gengur á sumrin. Landsmótið á Akureyri, knattspyrnuleikirnir og hvaðeina sem fram fer utan húss verður svo miklu ljúfara og skemmtilegra en í hinum dæmigerða íslenska vindbelgingi með tilheyrandi raka.

Að vísu njóta annesins fyrir norðan þessa ekki vegna áhrifa sjávar. Það er hins vegar áberandi, einkum í flugi yfir landið, að þetta loft er talsvert "erlendis" eins og Bjöggi myndi segja, - þetta er hlýr loftmassi sem umlykur alla norðanverða Evrópu.

Einn helsti ókostur íslensk veðurfars hefur verið hve sumrin hér eru kaldari en í nokkru öðru landi Evrópu, - meira að segja talsvert kaldari en í nyrstu héruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Þetta munar nokkrum stigum og maður finnur það.

Það er hægt að sætta sig við það að það sé kalt á veturna en erfiðara á sumrin.

"Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott" var setning sem skaut eins og bjarvætti upp í koll mér þegar ég stóð frammi fyrir því að gera texta fyrir Ellý og Villa á 20 mínútum. Af því er saga sem er efni í pistil en hitt vildi ég sagt hafa að þetta má segja um allar þær ófarir sem spáð er að dynji yfir margar þjóðir vegna hlýnunar andrúmsloftsins.

Þær geta reynst mannkyninu dýrkeyptar en hins vegar er það smá sárabót ef íslenska sumarið verður hlýrra og skaplegra en áður. Íslenska sumarið er hins vegar ekki langt. Eftir aðeins átta daga verður hámarki sumarhitans náð.

Að meðaltali nær hann hámarki um 20. júlí en síðan fer næturhúmið að sækja að og hitinn að lækka.


mbl.is Vel heppnað Landsmót UMFÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Alveg sammála þessu með íslenska sumarið. Og þvílíkur munur á sumrum síðustu ára og sumrunum alveg frá ca. 1960 og næstu 30 ár. En sumarkólnunin eftir hámarkið er að meðaltali hæg og sígandi og allt getur gerst eftir 20. júlí, reyndar hafa mestu hitar síðustu ára komið eftir þann tíma, í fyrra og 2004.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.7.2009 kl. 00:47

2 identicon

Flestir sem í dag eru á miðjum aldri og þar undir muna ekki lengra aftur en á kuldatímabilið á milli 1960-1990 svo að það er ekki að undra að okkur þyki hafa heldur betur hlýnað nú.

Talandi um samanburð við hin Norðurlöndin þá er það aðeins syðst í Svíþjóð sem janúar jafn mildur og hér og ég held að það séu fáir staðir í Finnlandi sem eru jafnmildir.

Sigvaldi Eggertsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband