Að versla með frumburðarréttinn.

Þegar Sigríður í Brattholti barðist gegn því að Gullfoss yrði seldur var íslenska þjóðin enn meðal hinna fátækustu í Evrópu. Hér voru engir vegir sem gátu staðist samanburð við vegi erlendis og meirihluti sveitabæja voru enn  torfbæir.

Samt fór það svo að frumburðarréttur þjóðarinnar til auðlinda lands og sjávar var ekki seldur í hendur útlendingum.

1920 myndu margir þeirra sem nú mæla því bót að auðlindirnar séu seldar úr landi, hafa sagt að neyð þjóðarinnar og fátækt réttlætti slíka sölu frumburðarréttar henndar, annars yrði þjóðin áfram læst í fátækragildru.

Víst erum við í vanda nú, en við erum ósambærilega skár stödd en við vorum á fyrstu áratugum síðaustu aldar.

Einu gildir í mínum huga þótt sagt sé að eignarhlutur útlendinganna fari ekki yfir 49% eða að með því að skipta úrvinnslu orkunnar í tvennt, framleiðslu og dreifingu, sé allt í lagi að einstök fyrirtæki lendi í höndum erlendra manna.

Ég geri engan mun á landsölu og sölu auðlinda landsins, - vil líka benda á að hlutur sem nálgast helmingshlut í viðkomandi fyrirtæki telst ráðandi hlutur og jafngildir að því leyti algerri sölu.

Þegar Einar Þveræingur mælti því mót að Noregskonungi yrði gefin Grímsey sagði hann þau viturlegu orð að enda þótt þáverandi Noregskonungur væri hinn vænsti maður vissi enginn hvern mann þeir myndu geyma sem tækju við af honum.

Á sama hátt vitum við ekki hverjir kynnu í framtíðinni að ná yfirráðum yfir eignarhlutum hinna vænstu erlendu fyrirtækja sem menn tala nú um að hægt sé að treysta fyrir fjöreggjum þjóðarinnar.

Með viljayfirlýsingu um að Alcoa fái alla þá orku á Norðausturlandi sem hún þarf er fyrirtækinu í raun selt landið eða landshluturinn, sem orkan er unnin í, til eignar og einokunar.

Sjálfstæðisbaráttan hefur sjaldan verið harðari en nú og ástæða við að andmæla kröftuglega og vara við því andvaraleysi og þróttleysi sem virðist vera að heltaka menn í þessum efnum.   


mbl.is Sandgerðisbær selur hlut í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Ég tek heilshugar undir þennan pistil. Því miður bendir ekkert til þess að þingmenn Samfylkingarinnar séu sömu skoðunar og þú.

Guðmundur Guðmundsson, 16.8.2009 kl. 22:08

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

En erum við ekki að fá tveimur gömlum nýlenduveldum fjöregg þjóðarinnar með Icesave-smánarsamningnum, þótt við (ríkissjóður, þjóðin) höfum allan rétt þar til að borga ekki neitt samkvæmt lögum Evrópubandalagsins? (sbr. HÉR ...

Jón Valur Jensson, 17.8.2009 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband