Hvernig?

Söngurinn um þátttöku erlendra fyrirtækja í uppbyggingu þjóðfélagsins eftir hrunið er nær stanslaus dag eftir dag og tekur á sig ýmsar myndir.

Það er góðra gjalda vert að útlendingar leggi fé í uppbygginguna sé það tryggt að auðlindir okkar til sjós og lands séu örugglega í okkar höndum.

Enginn hefur á móti því að stórfyrirtæki eins og álverin borgi hærri gjöld.

En samt hringja bjöllur hjá mér þegar þessi söngur er sunginn og maður spyr sig spurninga.

Er verið að fegra sölu á auðlindunum með því að henda fram hugmyndum um hærri gjöld sem til dæmis þau erlend fyrirtæki borgi sem hafa fengið hvað mestar ívilnanir og litlar líkur eru á að vilji breyta því?

Gamall starfsfélagi minn frá fyrri tíð sagði við mig þegar ég hitti hann í Austurstræti í fyrradag: "Tókstu eftir því hvað Magma-gaurinn sagði oft í stuttu Kastljósviðtali að hann væri heiðarlegur og honum væri hægt að treysta? Þegar menn tönnlast á þessu spyr ég mig oft, hvers vegna þeir telji nauðsynlegt að vera að taka þetta sífellt fram."

Þetta er svosem ekki einsdæmi í sögunni. "I am not a crook" er ein frægasta setningin sem Nixon sagði.

Shakespeare lætur Antoníus segja aftur og aftur í frægri ræðu sinni eftir morðið á Sesari: "They are all honorable men", - nógu oft til þess að orðin fara að fá á sig þveröfuga merkingu.

Magma-gaurinn sagði í lokin að hann myndi aldrei koma nálægt annarri orkuframleiðslu en þeirri sem væri sannanlega endurnýjanleg og hrein. Með því toppaði hann Shakespeare. 

Í ljósi þess hvernig þessu er háttað á stórum hluta orkuvinnslusvæða okkar hringdu bjöllurnar hæst hjá mér þegar hann bætti þessu við síbyljuna sína um heiðarleikann og traustið.

Ef Shakespeare hefði skrifað handrit að því sem Magma-gaurinn sagði í Kastljósviðtalinu er ég viss um að hann hefði viljað hafa það svona flott.


mbl.is Erlend fyrirtæki komi að uppbyggingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki treysti ég honum, svo mikið er víst.

Skorrdal (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 02:30

2 identicon

En afhverju gera Islendingar ekki eitthvad meira til ad stoppa thetta, en bara ad tala um thad og skrifa

Islendingur (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 08:20

3 identicon

Menn hafa mætt í mótmæli, tekið þátt í undirskriftum og hvaðeina. Ef það væri lýðræði í þessu landi, þá myndi slíkt duga - það verður ekkert hlustað, nema ofbeldi komi til. Og ef það er það sem stjórnmálamenn vilja, munu þeir verða að ósk sinni, fyrr en seinna.

Skorrdal (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband