Ólympíuhugsjónin er hnattræn.

Ólympíuhringirnir tákna heimsálfurnar. Það er kominn tími til að færa sig um set frá þeim heimsálfum, sem eru norðan miðbaugs og halda leikana í heimshluta sem hefur farið varhluta af þeim.

Þess vegna var það tímaskekkja að Bandaríkjaforseti, sem valdamesti maður heims, hlutist til um að þeir verði eina ferðina enn haldnir í Norður-Ameríku.  

Mér finnst það þess vegna gott að þessi annars frábæri forseti hafi farið sneypuför til Kaupmannahafnar. Þótt hann eigi heima í Chicago hefði ekki verið rétt að láta það hafa áhrif á staðarvalið.

Til hamingju, Ríó, Brasilía og Suður-Ameríka !   


mbl.is Obama vonsvikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband