Mótsagnirnar varðandi villiféð.

Óviðeigandi lagabókstafur virðist vera það eina sem ræður aðför þeirri að villifé í Tálknanum sem nú hefur verið gerð. 

Lagabókstafurinn gildir um tamið fé, húsdýr,  og er settur af mannúðar- og dýraverndunarástæðum sem ganga út frá því að tamið fé sé ófært um að lifa veturinn af á afrétti og því beri að bjarga því öllu til byggða en ekki að láta einstakar kindur veslast upp, kveljast og deyja á fjöllum.

Öðru máli hlýtur að gegna um fjárstofn sem gengið hefur villtur úti í náttúrunni um áratuga skeið, hefur staðið af sér alla vetur og er í jafnvægi við umhverfið.

Af frásögnum smalamanna í sjónvarpi í kvöld var að heyra að þetta fé væri að þróast í þá átt að standa sig æ betur við þessar aðstæður, væri orðið háfættara en venjulegt fé og mun fimara í skriðum og klettum.

Sem bendir til þess að ástandið sé eins og gerist í hinni villtu náttúru þar sem tegundirnar laga sig að aðstæðum með árunum og jafnvægi kemst á. 

Á viðmælendum var að heyra að áhyggjuefni væri hve margir hrútar væru þarna.

Mátti draga af þeim ummælum að ærnar og lömbin hlytu þá að illa haldin og þyrfti að grípa inn í.

Nú er það svo að ekkert óeðlilegt er við það að hrútar séu margir í villifé, gagnstætt því sem er hjá tömdu fé þar sem reynt er að hafa þá sem fæsta með því að skjóta þá.

Útilokað er reyndar að þetta séu nær eingöngu hrútar því að annars myndi stofninn deyja út, en það hefur hann einmitt ekki gert !

Minnir mig á það þegar nemandi í M.R. spurði Sigurð Þórarinsson eitt sinn hvort hómósexúalismi væri ættgengur.

Sigurður svaraði samstundis: "Nei, ekki ef hann er praktiseraður eingöngu !"

Það var reynt að útrýma villifénu í Tálknanum fyrir aldarfjórðungi með því að fljúga yfir það á þyrlu og skjóta það.

Tókst ekki þrátt fyrir blóðbað. Engu skárra er að hundelta það nú og láta það lemstrast eða hrapa til dauðs eins og fregnir eru af.

Ég held að við eigum að lofa náttúrunni að hafa sinn gang. Saga villifjárins í Tálknanum sýnir að þar hefur hún verið í jafnvægi um áratuga skeið. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Mig grunar að sá fjárstof sem hér er séu afkomendur villts fjárstofns sam var hér áður en lann byggðist. Það er hvergi minnst á að víkingar hafi flutt inn fé á landnámsárunum.  Þó getur vel verið að þeir haf sótt sér kindur til Færeyja.

Offari, 28.10.2009 kl. 21:42

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Blóðbað á aldarfjórungs-fresti.Hverskonar rugl er þetta?Verður næst gerð atlaga að dýrunum eftir 25 ára,eða verður stofninum eytt núna.

 Hér var gerð atlaga og skemmd sönnurgildi Darwin.Allar skepnur geta aðlagast umhverfi.

Hér voru eyðilögð áhveðin vísindaefni,en ekki verið að hlýta dýraverndunnarlögum.

Ingvi Rúnar Einarsson, 28.10.2009 kl. 21:57

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég verð að játa að ég hef aldrei heyrt um þetta villifé fyrr. En mér finnst það líka mjög spennandi að þetta skuli vera til. Er ekki bannað að útrýma dýrategundum? ég meina eins og er talað um að það sé ekki eins og kindurnar sem ræktaðar eru í dag, þá er þetta að þróast og verða sér"tegund" eða þannig. Er þetta ekki einmitt forvitnileg "Darwinsþróun" til að fylgjast með?

Ég er auðvitað ekkert inni í þessu máli en af hverju í ósköpunum má þetta fé ekki vera þarna? Er það fyrir einhverjum? Þessi lagabókstafur er út í hött eins og þú bendir á.

Ég myndi gjarnan vilja heyra meira um þetta og er viss um að svo er um fleiri. Og helst áður en öllu þessu fé er slátrað ...

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.10.2009 kl. 22:03

4 identicon

Það hefði átt að nýta þetta í flóru í ferðamensu,Eini staðurinn sem væri hægt að skoða villt suðfé.

Stefán (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 22:03

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landnámsmennirnir komu með fyrsta sauðféð til landsins frá Noregi fyrir meira en 1100 árum. Fræðimenn telja að það hafi ekki verið margt í upphafi en fjölgað sér mjög hratt fyrstu áratugi byggðarinnar hér.

Íslenska sauðféð er grein af svokölluðu
stuttrófufé, sem áður fyrr var mjög algengt um alla norðanverða Evrópu, en finnst nú einungis í litlum mæli í Rússlandi, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Orkneyjum, Hjaltlandi og Færeyjum.

Ullin á skandinavísku sauðfé líkist mjög ullinni á sauðkindinni okkar, ólíkt því sem algengast er á sauðfé á Bretlandseyjum.

Vísindavefurinn - Hvaðan kemur íslenska sauðféð?


Vísindavefurinn - Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki?


Vísindavefurinn - Eru kindur í Færeyjum með mislangar lappir til að geta staðið betur í hlíðunum þar?

Þorsteinn Briem, 28.10.2009 kl. 22:24

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er vestfirskum fjárbændum til minnkunar að nenna ekki að smala þessu fé fyrir það fyrsta. Þótt þessi slælega framganga hafi viðgengist í svo mörg ár, að féð hafi fjölgað sér af náttúrulegum orsökum þá eru það ekki rök með áframhaldandi lausagöngu.  Auðvitað er hægt að tala um sérstofn, eins og hvaða skyldleikaræktun sem er myndi framkalla á sama tíma. Af fréttamyndum að dæma eru aðstæður þarna til smölunar síst verri en víðast annars staðar þar sem bændur telja ekki eftir sér að dröslast með kindurnar sínar að heiman og heim. Nægir að nefna bændur í eyjunum í Ísafjarðardjúpi, Breiðafirði ,á Ströndum, í Fjörðum við utanverðan Eyjafjörð og í Vestmannaeyjum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.10.2009 kl. 22:25

7 identicon

Tek undir  þar sem þú segir að "við eigum að lofa náttúrunni að hafa sinn gang. Saga villifjárins í Tálknanum sýnir að þar hefur hún verið í jafnvægi um áratuga skeið. "

Mér finnst þetta villimannlegar aðfarir að kindunum, sem engum gera neitt og eru ekki fyrir neinum.  Hreindýrin ganga laus og sama má gilda um þennan háfætta fjárstofn.   

Auður M (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 22:27

8 identicon

Takk Ómar - og þið hin.

Þetta varð mér líka tilefni í pistil á heimasíðunni minni. Hafi þessar kindur gengið þarna í hálfa öld, má vafalaust til sanns vegar færa að náttúruúrval í samræmi við Darwin sé hafið. Það er þó ekki nema að afar takmörkuðu leyti, vegna þess hve tíminn er skammur á þróunarsögulegan mælikvarða.

En það þarf raunar ekki til. Fyrir 50 árum voru kynbætur á íslensku sauðfé á algjöru byrjunarstigi og áður en þessi markvissa ræktun í átt að aukinni frjósemi og meiri vöðvafyllingu hófst, var íslenski sauðfjárstofninn einmitt svona; háfættur, harðger og þolinn.

Þess vegna finnst mér hér komið upp í hendurnar á okkur fáséð tækifæri til að viðhalda einmitt þessum upprunalega stofni, sauðfénu sem hélt lífinu í þjóðinni í þúsund ár. Það eru menningarverðmæti.

Jón Daníelsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 22:39

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér datt einmitt fyrst í hug, þegar ég sá fréttina, afhverju þetta mætti ekki lifa þarna vilt áfram. Finnst það svolítið heillandi. Í viðtali segir einn "smalanna", að tiltölulega fáar ær séu í þessum stofni, sem bendi til þess að þær veslist frekar upp en hrútarnir.

Það er ekki ósennilegt að hrútarnir séu að riðlast á ánum í tíma og ótíma og þær rollur sem bera á miðjum vetri, deyi. En líf viltra dýra er ekki dans á rósum. Þau hæfustu lifa af, það er bara þannig.

Mér finnst það skandall að útrýma þessu fé.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2009 kl. 22:44

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einhverntíma var mér sagt að "íslenski" villiminkurinn hefði þegar öðlast sér- íslensk einkenni, þó ekki væru þau mjög augljós. Ekki er nema 60-70 ár síðan fyrstu minnkarnir sluppu út.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2009 kl. 22:47

11 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Ég hefði haldið að einhverjum mundi þykja þetta merkilegt rannsóknarefni, stofn sem hefur þróast í einangrun í áratugi og sýnir merki um aðlögun.

Guðmundur Benediktsson, 28.10.2009 kl. 22:52

12 identicon

Gunnar, hm...  ég held að kindur beri nú ekki á miðjum vetri, það samræmist ekki þeirra líffræði... ef þú huxar rökrétt, þá myndi það bara ekki ganga upp þróunarlega séð að fæða afkvæmi um vetur.... 

Sammála ykkur um að það er furðulegt að slátra fénu á svona ómannúðlegan hátt.  Og stenst það lög?  Verður ekki að keyra féð í sláturhús skv. lögum?

Erna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 23:31

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Féð virðist mjög fátt og því væntanlega um mikla skyldleikarækt, úrkynjun og geðveiki að ræða.

Eins og hjá okkur Íslendingum áður en Pólverjar fluttust hingað í stórum stíl og björguðu málunum fyrir horn.

Þorsteinn Briem, 28.10.2009 kl. 23:53

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Koltri eru 6–7 brundseyðir til 170 ær. Brundarnir ganga í innigyrdum bøi, og verða møguliga settir inn í november mánað, so teir ikki fara til stroks. Um heystið fáa teir ískoytisfóður, so teir eru væl fyri til brundtíðina.

Teir verða sleptir út til ærnar fyrst í desember mánað. Tá ið brundtíðin er av fyrst í januar, verður brundseyðurin tikin inn úr haganum. Men trupult kann vera at fáa fatur á teimum.
"

Fengitíminn - Sauðfjársetur á Ströndum


Gangmál og meðgöngutími sauðfjár


Brundtíðin í Færeyjum

Þorsteinn Briem, 29.10.2009 kl. 00:02

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Erna Magnúsdóttir veit greinileg lítið um sauðfé og hvaða slátrun á ómannúðlegan hátt, er hún að tala um?

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 00:58

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fyrir kemur að kindur beiða utan venjulegs fengitíma, en það er blessunarlega fátítt. Miklu algengara er að mislitar kindur beiði utan fengitíma en hvítar.

Hrútarnir eru til í tuskið allan ársins hring, en mest er kynhvöt þeirra þó í skammdeginu

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 01:00

17 identicon

Mér finnst þessi aðgerð þarna fyrir vestan alveg fáránleg. Voru þessar kindur fyrir einhverjum? Af hverju ekki að leyfa náttúrunni að hafa sinn gang þarna?

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 01:36

18 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sorglegt þetta, en dæmigert fyrir okkur. Það sem gefur ekki beinharðar peningar í vasann verður bara útrýmt. Við erum ansi fljótir í því að skjóta og drepa. Man eftir ísbirninum sem villtist hingað fyrir ekki alls löngu. Þessar villirollur þarna fyrir vestan hefðu verið mjög spennandi rannsóknarefni. Þetta er því miður of seint.

Úrsúla Jünemann, 29.10.2009 kl. 09:17

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það var reyndar hárrétt að skjóta ísbjörnin. Sirkusinn í kringum "björgunaraðgerðirnar" var fáránlegur og dýrt spaug.... verulega heimskulegt, tilstandið í kringum það. Vonandi verður slíkt ekki reynt aftur og þessum dýrum sem villast hingað verði lógað hér eftir um leið og þau sjást.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2009 kl. 09:57

20 identicon

Sammála þér Ómar. Mér finnst afar einkennilegt að bera fyrir sig löggjöf um búfénað þegar á sama tíma er viðurkennt að þessar skepnur hafa gengið villtar á áratugi. Það er einkennileg skýring á hugtakinu "búfénaður". Hljóta hreindýrin á Austurlandi þá ekki að falla undir sömu skilgreiningu þannig að það þurfi að stráfella þau öll (af mannúðarástæðum) strax í gær til þess að bjarga þeim frá þeirri þjáningu að ganga frjáls?

Sömuleiðis finnst mér eitthvað holur hljómur í umhyggju þeirra sem tala um að skepnurnar séu sárþjáðar, innræktaðar og sveltar. Ef það er í alvörunni þannig að þessi stofn á ekki séns til frambúðar að ganga laus, þá hefur náttúran bara sinn gang og hann deyr út á endanum. Þá er það mál bara frá. Það þýðir ekki að maðurinn eigi að grípa inn í og aðstoða náttúruna við það af "mannúðarástæðum". Þetta fé er ekki fyrir neinum og það þjónar ekki neinum sjáanlegum hagsmunum að tortíma því. Þessar aðgerðir eru eingöngu peningaaustur af hálfu sveitarfélaganna á svæðinu í algera tilgangsleysu.

Bjarki (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 10:27

21 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessar aðfarir minna á þegar Surtla kollótt ær var hundelt fyrir um 60 árum. Hún hafði unnið sér til óhelgis fyrir það að þrauka eftir að allt fé var skorið niður í Landnámi Ingólfs vegna sjúkdóma.

Það virðist ekki vera ljóst hvaða ástæður liggja fyrir því að byssuæði hafi brotist út við Tálknafjörð. Það hefur oft verið þannig að margir byssumenn hafi gjörsamlega tapað vitinu og glórunni og þar með skynseminni í hita leiksins.

Annars mætti leggja nokkuð háan skatt á byssur og notkun þeirra. Byssuleyfi mætti verða gerð strangari og að viðkomandi verði að sýna samfélagslega ábyrgð í hvívetna.

Byssur hafa sjaldan ef nokkurn tímann verið fagnaðarauki á heimilum landsmanna.

Mosi

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 30.10.2009 kl. 15:41

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðjón tapaði glórunni,
með Golsunni og Mórunni,
skelfing í þeim skotinn,
skakkur og fótbrotinn.

Þorsteinn Briem, 30.10.2009 kl. 16:55

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Byssur í eigu Íslendinga nægja til að vopna alla íbúa Garðabæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar. Ásókn Íslendinga í skotvopn hefur stóraukist, að sögn lögreglu.

Íslendingar eiga um fimmtíu þúsund byssur
en það samsvarar því að sex einstaklingar séu um hvert skotvopn.

Íslendingar eiga hartnær þrjátíu og eitt þúsund haglabyssur. Rifflar í eigu Íslendinga eru nálega 17 þúsund og skammbyssur eru um fjórtán hundruð talsins hér á landi."

Um fimmtíu þúsund byssur í landinu

Þorsteinn Briem, 30.10.2009 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband