Almenningur borgi sem mest ?

Tryggingagjald er að stærstum hluta skattur á almenning, einhver hvimleiðasta og oft ósanngjarnasta skattheimta sem þekkist vegna þess að það fer ekki eftir afkomu þess sem greiðir það. 

Þess vegna er það athyglisvert að það skuli vera samtök með nafninu Alþýðusamband Íslands sem berst fyrir því að auka þessa skattheimtu svo að stóriðjan sleppi við hana.

Umhverfisgjöld byggjast á kenningunni um það að sá skuli borga sem notar. Þau eru í gildi í flestum nágrannalöndum okkar og í mun meiri mæli í mörgum þeirra en hér.

Það verður að sjálfsögðu að líta til þess að þessi gjöld verði ekki hærri hér á landi en í samkeppnislöndum um að laða að erlenda fjárfestingu.

En mig grunar að grátkórinn sem nú hefur hafist byggist af stórum hluta á uppmögnuðum hræðsluáróðri.

Hvað er að því að stórfyrirtækin, sem hingað til hafa sloppið við að sæta hliðstæðri skattheimtu og þykir sjálfsögð í öðrum löndum borgi sanngjarnt gjald fyrir það sem þau nota?

Listinn yfir fríðindi þessara fyrirtækja er svo langur að ekki er pláss fyrir hann í þessum pistli.  

Þess gjöld geta verið lægri hér en annars staðar ef menn eru svona óskaplega hræddir við að þau fæli erlend fyrirtæki frá því að fjárfesta hér á landi, en það er svolítil grátkórs-lykt af viðbrögðunum, finnst mér, og einkennileg umhyggja fyrir almenningi að láta hann taka þetta alveg á sig.   


mbl.is Hækkun tryggingagjalds auki ekki útgjöld sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

ekki gleyma því Ómar hver er stærsti vinnuveitandinn og á hverjum þetta tryggingagjald lendir að borga

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.10.2009 kl. 12:47

2 identicon

Tryggingagjald er óbeinn skattur á almenning.  Kemur inn í útselda vinnu.

 

Eykur því verðbólgu.  Menn verða því að hugsa málið til enda

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 12:51

3 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Niðurlæging ASÍ undir forystu Gylfa Arnbjörnssonar er algjör. Það er með ólíkindum að forysta ASÍ skuli leggja til hækkaða skatta á verkafólk til þess að hlífa þeim sem moka inn peningum á íslenskum auðlindum.

Guðmundur Guðmundsson, 31.10.2009 kl. 12:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 184 krónur fást nú fyrir evruna og 124 krónur fyrir bandaríkjadal, tvöfalt meira en í árslok 2007, en þá fékkst 91 króna fyrir evruna og 62 krónur fyrir bandaríkjadal.

Eigendur erlendrar stóriðju GREIÐA ÞVÍ HÉR TVÖFALT LÆGRI LAUN í erlendum gjaldeyri en árið 2007.


Enda þótt íslenska krónan styrkist á næstunni verður hún ekki nálægt því eins sterk og hún var árið 2007 og rætt hefur verið um að eðlilegt sé að gengi krónunnar styrkist um 30%.


7.6.2007
: "Samkvæmt viljayfirlýsingu Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík, og áætlunum sem liggja að baki henni, er gert ráð fyrir að Norðurál greiði um 2,1 krónu á kílóvattstund í 25 ár."

Raforkuverðið á alþjóðamörkuðum er hins vegar umtalsvert hærra en það sem stórnotendur hafa samið um hér.


Kílóvattstundin af rafmagni sem framleitt er með jarðhita- og vatnsaflsvirkjunum kostaði í fyrra, árið 2008, á Evrópumarkaðnum 9 til 10 evrusent, eða 17 til 18 krónur á núvirði.

En í Bandaríkjunum var meðalverðið í fyrra á kílóvattstund af rafmagni, sem framleitt er með sama hætti, 4 til 5 evrusent, eða 7 til 9 krónur á núvirði.

FINNST ÞÁ GYLFA ARNBJÖRNSSYNI LÍKLEGT AÐ ERLEND STÓRIÐJUFYRIRTÆKI VILJI EKKI FJÁRFESTA HÉRLENDIS, NEMA ÞAU FÁI HÉR ENN FREKARI ÍVILNANIR?!


Norðurál greiðir Orkuveitu Reykjavíkur 2,1 krónu fyrir kílóvattstundina


Svar iðnaðarráðherra við fyrirspurn Kristjáns Möller um orkuöflun til álvera


Orkusala Orkuveitu Reykjavíkur til Norðuráls

Þorsteinn Briem, 31.10.2009 kl. 13:50

5 identicon

Þetta er hárrétt Ómar.

Magnús fyrrv. veðurstofustjóri  skrifaði einnig vel á minnst góða grein um orkuskatta í mogganum í vikunni.

 p.s. Myndbandið Mengunin með Flosa Ólafs frá 1986 var sett í vikunni á youtube, manstu eitthvað eftir þessu myndbandi og að hvaða tilefni það var gert?

http://www.youtube.com/watch?v=jJI6u9QoCzQ

Ari Eydal (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 14:43

6 identicon

Sæll Ómar,

ég var nýlega á skemmtun hjá þér þar sem þú söngst lag sem ég man ekki hvað heitir. Ég man þó að einhversstaðar sagði í textanum "svona fáðu þér einn" og þegar þú söngst þessa línu þá tóku allir undir með endurtekningu.

 Ekki vildir þú vera svo vænn að senda mér textann með þessu lagi ef þú átt hann einhversstaðar á tölvutæku?

Bestu kveðjur með fyrirfram þökk,
Stefán Þór Helgason

Stefán Þór Helgason (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 14:51

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Við skulum hafa í huga, að hræðsla við framhaldið er ekki ástæðulaus.

  • Heimili eru mjög skuldum vafin.
  • Fyrirtæki eru mjög skuldum vafin.
  • Opinberir aðilar eru mjög skuldum vafnir.

Fyrirtæki, skulda cirka 1,8 VLF.

Ríkið skuldar cirka 1,6 VLF.

Restin af skuldunum, hleypur þá á: 0,77 VLF - sem dreifist á almenning og opinbera aðila.

Samtals, 4,17 VLF - Nettó Heildar Skuldir skv. Seðló.

Þ.s. þetta þíðir er það að, neysla verður döpur, innlend fjárfesting einka-aðila og opinberra aðila, verður einnig döpur. Þetta mun eiga við, cirka næstu 10-15 árin.

Afleiðing, dapar horfur um hagvöxt; nema að ef til komi:

  1. mjög veruleg erlend fjárfesting.
  2. að ferðamanna-iðnaðurinn, muni stóreflast.
  3. að stórefling verði í nýsköpun, hérlendis þrátt fyrir skort á innlendu fjármagni.

 
Með öðrum orðum, fólk er hrætt við að rugga bátnum, því menn vita að hagvöxturinn mun þurfa að stærstum hluta að koma að utan; því annars gæti það ræst, orð Sigmundar Davíðs um stórfelldan landflótta og fátæktargildru.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.10.2009 kl. 16:11

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar höfum nú næstum jafn miklar tekjur af ferðaþjónustu og áli og kísiljárni, um 150 milljarða króna í ár, og skammt er í að ferðaþjónustan skapi hér mestu gjaldeyrisstekjurnar.

Flutt var út ál og kísiljárn fyrir um 114 milljarða króna fyrstu átta mánuðina í ár. (Sjá vef Hagstofu Íslands.) Útflutningsverðmæti áls og kísiljárns verður því trúlega um 170 milljarðar króna í ár.

Fluttar voru út sjávarafurðir fyrir um 133 milljarðar króna fyrstu átta mánuðina í ár og útflutningsverðmæti þeirra gæti því orðið um 200 milljarðar króna í ár, um 10% meira en í fyrra.

Verðmæti alls útflutnings
fyrstu átta mánuðina í ár var 298 milljarðar króna, þannig að heildarverðmætið gæti orðið um 447 milljarðar króna í ár. Gjaldeyristekjur af útflutningi og ferðaþjónustu gætu því orðið alls um 600 milljarðar króna á þessu ári, um tvær milljónir króna á hvern Íslending.

"Árið 2009 er fyrir fjöldamörg fyrirtæki í ferðaþjónustu eitt besta rekstrarár í langan tíma og má gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn komi með u.þ.b. 150 milljarða króna í erlendum gjaldeyri inn í landið – en það gera u.þ.b. 400 milljónir á dag að meðaltali."

Ferðaþjónustan: 150 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri á þessu ári, 2009


Í fyrra, árið 2008, nam verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða 181 milljarði króna og verðmætið jókst um 42,3% frá árinu 2007.


Af heildarútflutningi sjávarafurða fóru í fyrra 79% til Evrópska efnahagssvæðisins, 5,6% til Asíu og 3,4% til Norður-Ameríku.

Útflutningur sjávarafurða 2008


Um 184 krónur fást nú fyrir evruna og 124 krónur fyrir bandaríkjadal, tvöfalt meira en í árslok 2007, en þá fékkst 91 króna fyrir evruna og 62 krónur fyrir bandaríkjadal.

Eigendur erlendrar stóriðju greiða því hér nú um tvöfalt lægri laun í erlendum gjaldeyri en árið 2007.

Þorsteinn Briem, 31.10.2009 kl. 16:30

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auk nokkurra hundraða starfa í Verne Global á Ásbrú eru hér talin upp um 600 störf, sem þar skapast á næstunni.

Samtals eru störfin því um eitt þúsund, auk nokkurra hundraða eða þúsunda afleiddra starfa, en í lok september síðastliðins voru um 1.100 manns atvinnulausir í Reykjanesbæ, þar af um 500 konur.

Um 300 störf
á sjúkrahúsi Iceland Health á Ásbrú. Fyrstu sjúklingarnir koma á næsta ári.

Nýtt sjúkrahús á Ásbrú


13.10.2009
: "Allt að 200 störf gætu skapast á Keflavíkurflugvelli, gangi fyrirætlanir hollensks fyrirtækis eftir, um að byggja upp aðstöðu þar fyrir útleigu á orrustuþotum frá Hvíta-Rússlandi. Samningar eru á lokastigi og framkvæmdir við endurbætur á flugskýlum gætu hafist innan nokkurra vikna."

Orrustuþotur í íslenska flugflotann


18.9.2009
: Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hefur leigt fyrirtækinu Atlantic Studios byggingu 501 við Grænásbraut á Ásbrú undir kvikmyndaver.

Stórt kvikmyndaverkefni þýðir miklar tekjur fyrir samfélagið og sérstaklega í næsta nágrenni tökustaðar. Suðurnesjamenn þekkja það vel frá því að stórmyndin Flags of Our Fathers var tekin upp á Reykjanesi.

Þeir sem geta átt von á viðskiptum í tengslum við umsvif kvikmyndaversins eru til dæmis hótel, veitingastaðir og bílaleigur.

Samningar takast um kvikmyndaver á Ásbrú


Um sjö milljarðar króna hafa verið lagðir í uppbyggingu á ferðaþjónustu á Reykjanesi
undanfarin ár, að sögn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar.

Þorsteinn Briem, 31.10.2009 kl. 16:38

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skuldir sjávarútvegsins innan við 2% af heildarskuldum allra fyrirtækja í árslok 2007

Heildareignir sjávarútvegsins í árslok 2007 voru 435 milljarðar króna og heildarskuldir 325 milljarðar króna. Eigið fé sjávarútvegsins í árslok 2007 var því 110 milljarðar króna. Heildareignir og skuldir höfðu þá aukist um 12% frá árinu áður en eigið fé jókst um 13%.

Hreinn hagnaður
samkvæmt árgreiðsluaðferð og 6% ávöxtun var 10,3% árið 2007, 13,4% 2006, 8% 2005 og 5,9% 2004.

Tekjur af fiskveiðum
árið 2007 voru 85,4 milljarðar króna en gjöld um 67 milljarðar króna.

Tekjur fiskvinnslu
alls á skilaverði árið 2007 voru 94,3 milljarðar króna en kostnaður vegna aðfanga um 71 milljarður króna.

Hagtíðindi 27. apríl 2009: Hagur fiskveiða og fiskvinnslu 2007

Þorsteinn Briem, 31.10.2009 kl. 16:43

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ágætis upptalning hjá þér, Steini.

En, ég minni á bréf sem sent var til Alþingismanna um daginn:

 ”To state the obvious: the idea that Iceland or any country could increase its debt in foreign currency to 300 or 400 percent of GDP and avoid default is preposterous on its face. At 400 percent, an interest rate of just three percent implies a required trade surplus of 12 percent of GDP, and a comparable reduction of domestic living standards -- even if the principal is never repaid. But of course with the default risk no one is going to hold Icelandic notes for so little.

If a policy of payment is attempted, anyone with the capacity to work will necessarily emigrate. The result can only be the demographic destruction of the country, and default anyway. The situation is, in this respect, not less grave than the reparations demanded under the Versailles Treaty or the Morgenthau Plan for Germany in 1945. The former produced hyperinflation, and the latter was stopped only when it was realized that to implement it would require the emigration or extermination of a large part of the surviving population.

Equally needless to say, the imposition, initially by fraud and later by intimidation, of a debt burden of this kind on a small country is grotesque.

Iceland's moral obligation to the international community at this stage should consist of bringing the perpetrators to justice, insofar as they can be reached by national law. The losses that will fall on foreign depositors cannot be avoided. It is therefore up to the governments of those other countries, having failed in their duties of bank supervision, to decide how to allocate those losses as between depositors and taxpayers in those places.

Please feel free to share these views at your discretion.

With my regards,


James Galbraith”

Ég er ekki sá, sem átti þessi bréfaskipti við Galbraith.

En, punkturinn er sá, að án mjög mikils hagvaxtar hérlendis á næstu árum, er vandséð hvernig þetta allt saman, getur mögulega gengið upp.

Svo hræðsla við framhaldið, er langt í frá ástæðulaus.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.10.2009 kl. 16:57

12 identicon

 Steini Briem seigir:

Flutt var út ál og kísiljárn fyrir um 114 milljarða króna fyrstu átta mánuðina í ár. (Sjá vef Hagstofu Íslands.) Útflutningsverðmæti áls og kísiljárns verður því trúlega um 170 milljarðar króna í ár.

Til upplýsingar: Hver var innflutningur á þeirra vegum?

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 17:09

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefnt að gagnaveri í Þingeyjarsveit

Stefnt er að um 120 störfum í gagnaveri Greenstone á Blönduósi en í lok september síðastliðins voru 15 atvinnulausir í Þingeyjarsveit, þar af 7 karlar, og 77 í Norðurþingi, þar af 30 karlar, samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun.

Atvinnuleysi á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra var aðeins 1,8% og einungis 2,3% á Austfjörðum í september síðastliðnum en atvinnuleysi hérlendis hefur ekki farið niður fyrir 1-2% undanfarin ár.

25.8.2009
: "Fleiri fyrirtæki en Greenstone vilja reisa gagnaver á Íslandi. Á meðal þeirra eru Verne Holding og Titan Global."

Sveitarfélagið Þingeyjarsveit - Kort


Sveitarfélagið Norðurþing - Kort

Þorsteinn Briem, 31.10.2009 kl. 17:09

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Athugaðu, margt af þessu er undir liðnum "stefnt er að", þ.e. ekki staðfest eða jafnvel enn, fullfjármagnað.

Ég veit, að verkefni Greenstone, er ekki fullfjármagnað, sem dæmi.

En, varðandi hugmyndir um auðlindagjald, þá er verkefni Greenstone akkúrat verkefni af því tagi, sem gæti fallið fyrir borð, þ.s. þetta er orkufrekt, þó svo að orkan sem þurfi til sé miklu minni, en þ.s. álver þarfnast. En, auðlindagjald eykur kostnað, þ.e. skattar eru einfaldlega kostnaðarmeginn hjá fyrirtækjum. Hérna, þarf að hafa í huga, að um þessar mundir er fjármögnun dýr, þannig að hagnaðarhlutfall af fjárfestingunni, er sennilega viðkvæmara en t.d. var fyrir tveim árum síðan.

Mjög líklega, er kostnaður af því að fjárfesta hérlendis, þ.e. fjármagns kostnaður, hærri en gerist og gengur erlendis; svo að til að vega á móti, þarf sennilega skattalegt umhverfi að verða hagstæðara á móti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.10.2009 kl. 17:37

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar var alltof hátt mörg undanfarin ár, sem olli því að tekjur bæði sjávarútvegsins og ferðaþjónustunnar hér voru mun minni en þær hefðu getað verið. Og þessar atvinnugreinar eru stundaðar í nánast öllum bæjarfélögum landsins, öfugt við stóriðjuna.

Verð á aflakvótum hækkaði einnig verulega, bankarnir hér tóku veð í kvótunum og útlendingar eiga núna bankana. Verð á óveiddum þorski innan ársins var svipað og fékkst fyrir veiddan þorsk á fiskmörkuðunum hér og þá var eftir að bæta við útgerðarkostnaðinn til dæmis launum, olíu og veiðarfærum.

Íslenska ríkið á að selja sjálft allar veiðiheimildir á Íslandsmiðum til eins árs í senn fyrir mun lægra verð en þær hafa verið seldar undanfarin ár, og leggja ágóðann í samgöngu- og hafnarbætur um allt land, ferðaþjónustunni, sjávarútveginum og landslýð öllum til hagsbóta.


Ríkið getur "innkallað" allar veiðiheimildir hér á 20 árum, 5% á ári, og því lagt sífellt meira fé til samgöngubótanna.

Þorsteinn Briem, 31.10.2009 kl. 17:41

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.3.2009: "Orkufyrirtækin sáu sér hag í því að fá þessa starfsemi til landsins og lögðu fram tæplega 1,5 milljarða kr. í hlutafé í Farice og ríkið lagði fram tæpar 400 milljónir kr.

Í fjárlögum þessa árs er síðan heimild fyrir ríkið að ábyrgjast 5 milljarða króna lán vegna sæstrengsins og hefur það auðveldað fjármögnun."

Fréttaskýring Morgunblaðsins: Tekjur af sæstrengnum Danice


1.10.2009: Grein Sigmundar Einarssonar jarðfræðings með töflum og korti:

Hinar miklu orkulindir Íslands- Getum við virkjað endalaust?


18.4.2008: "Þann 2. apríl sl. var skrifað undir viljayfirlýsingu í Hollandi milli Greenstone ehf. og LV [Landsvirkjunar] um sölu á raforku til netþjónabúa.

Helstu ákvæði viljayfirlýsingarinnar milli Greenstone og LV eru að fyrirtækin hyggjast ganga frá samningi um sölu á 50 MW af rafmagni sem ætlunin er að fari til tveggja búa sem taka um 25 MW hvort.

Greenstone hefur enn fremur til skoðunar að reisa tvö eða fleiri hátæknivædd netþjónabú til viðbótar hér á landi á næstu 3-5 árum og má áætla að heildarfjárfesting vegna þeirra geti numið allt að 50 milljörðum kr."

Viljayfirlýsing Greenstone og Farice um gagnaflutninga og sveitarfélagsins Ölfuss um netþjónabú í Þorlákshöfn


25.8.2009
: "Fleiri fyrirtæki en Greenstone vilja reisa gagnaver á Íslandi. Á meðal þeirra eru Verne Holding og Titan Global. [...]

Greenstone ehf. er í eigu íslenskra, bandarískra og hollenskra aðila.
Sveinn [Óskar Sigurðsson, talsmaður Greenstone hérlendis] segir að fyrirtækið hafi byggt yfir 700 byggingar í Bandaríkjunum sem tengist gagnaversiðnaðinum með einum eða öðrum hætti."

Um 120 störf í gagnaveri Greenstone á Blönduósi


Um 20 störf í netþjónabúi Greenstone í Fjallabyggð

Þorsteinn Briem, 31.10.2009 kl. 18:00

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson getur grenjað úr sér augun úti í Móa og Framsóknarmenn hér á Moggablogginu en hér er komin ný ríkisstjórn, sem mun starfa hér næstu tvo áratugina og breyta því sem þarf að breyta án Davíðs og Lundteigen.

Í minni sveit voru slíkir vælukjóar flengdir en samt grátbáðu þeir um meiri flengingar.

Þeim fannst það gott.

Þorsteinn Briem, 31.10.2009 kl. 18:20

18 Smámynd: Rauða Ljónið

Ólafur Sveinsson útflutningsverðmæti áls og kísiljárns verða um kringum 185 til 190 milljarðar eftir verða í þjóðarbúinu á milli 42 til 44% eða ca 87.8 milljarðar.

Rauða Ljónið, 31.10.2009 kl. 21:01

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar seljum EKKI ál og kísiljárn, heldur rafmagn til stóriðju.

Langtímaskuldir Landsvirkjunar
í árslok 2008 voru um þrír milljarðar bandaríkjadala, eða 370 milljarðar króna, andvirði þriggja Kárahnjúkavirkjana.

Vaxtagjöld Landsvirkjunar
í fyrra voru 178 milljónir bandaríkjadala, um 20 milljarðar króna.

Og Landsvirkjun tapaði í fyrra 345 milljónum bandaríkjadala, um 40 milljörðum króna.

Landsvirkjun er sameignarfyrirtæki, ríkissjóður á 99,9% í fyrirtækinu, og í desember síðastliðnum gaf matsfyrirtækið Moody's Landsvirkjun langtímaeinkunnina Baa1/negative.

Þorsteinn Briem, 31.10.2009 kl. 21:23

20 Smámynd: Njáll Harðarson

Steini minn,

Óskhyggja og vigreyfi er gott mál, en samkvæmt Gallup þá er Sjálfstæðiflokkurinn stærsti stjórnmálaflokkurinn á íslandi, eru það falsaðar upplýsingar eða erum við bara í látbragðsleik? Mig hryllir við þeirri tilhugsun að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera með slíkt fylgi eftir það sem á íslendingum hefur dunið. Ég vona að Gallup hafi falsað tölurnar, cross my heart. Annars erum við í hjarta sjálfstæðismenn og þá öll sek um landráð.

Ómar, ég hef dáðst að þér í gegnum árin, vill nota tækifærið til að árna þér allra heilla.

Njáll Harðarson, 31.10.2009 kl. 22:41

21 identicon

Hagfræðin á blogginu er í góðu lagi og gefur ekkert eftir langskólaspeki hinna útlærðu. Hér er hún auðskiljanlegri venjulegu fólki. Mestu skiptir hvað verður eftir í þjóðarbúinu þegar erlend aðföng eru frádregin. Steini Briem er með helstu lykiltölur á hreinu. Þá er eftir að sannreyna hvaða grein skilar mestu sköttum til sveitafélaga og ríkis. Orkuverði er haldið leyndu en gera má ráð fyrir að það sé alltaf í erlendri mynt. Fljótt á litið virðist vera mest eftir hjá ferðaþjónustunni og munar þar mest um álögur á olíu og bensín sem ferðamenn nota. Há fasteignagöld af hótelum skila líka sínu til sveitafélaga, ef fasteignamatið á Hótel Sögu er 300 þúsund hver fermetri. Síðan kemur tekjuskatturinn af þeim fjölmörgum sem starfa í ferðamannaþjónustu, en þeir eru mun fleiri en í hinum greinunum. Ef Sjávarútvegur er með útflutning í ár fyrir 200 milljarða og  40% verða eftir í landinu eru það um 80 milljarða fyrir sjávarauðlindina, ferðaiðnaður með 150 milljarða og eftir verða 60% sem skila 90 milljörðum.Þungaiðnaðurinn er með útflutning upp á 170 milljarða. Eftir verða aðeins 40% verðmæta eða 68 milljarðar, ef Ólafur Sverrisson hefur rétt fyrir sér. Auðvelt ætti að vera fyrir Hagstofuna að reikna þetta út á mannamáli. Þar kemur fram að ferðaþjónustan skilar mestu nettó inn í þjóðarbúið af þessum útflutningsgreinum. Um 19% hreinar tekjur ferðaiðnaði þegar sjávarútvegur og stóriðjan skilar mun minna.        

sigurrafn (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 23:56

22 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Íslenska ríkið á að selja sjálft allar veiðiheimildir á Íslandsmiðum til eins árs í senn fyrir mun lægra verð en þær hafa verið seldar undanfarin ár, og leggja ágóðann í samgöngu- og hafnarbætur um allt land, ferðaþjónustunni, sjávarútveginum og landslýð öllum til hagsbóta."

Ekki viss, að mér lítist á það, Steini. 

Ég bendi á þessa færslu, sem hugsanlegt svar, aðeins önnur hugmynd:

Hugmynd um lausn á deilum um Kvótakerfið!

---------------------------------------------

"Davíð Oddsson getur grenjað úr sér augun úti í Móa og Framsóknarmenn hér á Moggablogginu en hér er komin ný ríkisstjórn, sem mun starfa hér næstu tvo áratugina og breyta því sem þarf að breyta án Davíðs og Lundteigen."

Ekki eins bjartsýnn og þú. Spái því, að næsta ár verði árið sem hún annaðhvort lifir eða deyr, þ.e. næsta ár verði botn kreppunnar, og miklu mun erfiðara en árið í ár.

Hagvöxtur byrji 2011, atvinnuleysi byrji að minnka 2012, en verði lengi vel mikið - þ.e. taki áratug að minnka niður í þ.s. við vorum vön fyrir kreppu.

Verð húseigna, fari að hækka á ný, frá og með 2013. Botn eignaverðs, verði 2112.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.11.2009 kl. 00:21

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fólk hefur hér atvinnu af sjávarútvegi í öllum sjávarbyggðum landsins og ferðaþjónustu á öllu landinu.

Hins vegar er ekki hægt að reisa hér stóriðjuver í hverjum firði.

Og meðallaun í ferðaþjónustunni hérlendis eru ekki lægri en hjá Norðuráli, eins og ég hef sýnt fram á með upplýsingum frá Verkalýðsfélagi Akraness og VR hér á blogginu hans Ómars.

Félagssvæði VR nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps,
Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Þorsteinn Briem, 1.11.2009 kl. 00:36

24 identicon

Rauða ljónið.

Ég þakka upplýsingarnar.  Seinni talan hjá þér skiptir máli, þ.e. nettó hagnaðurinn í þessum greinum, sem seigir samt ekki alla söguna, meðan við vitum ekki nákvæmlega um útselt verð raforku m.m

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 00:38

25 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ferðaþjónusta er því marki brennd, að vera dálítið árstíðabundin.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.11.2009 kl. 00:42

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu tvöfaldaðist á nokkrum undanförnum árum og það var engan veginn innistæða fyrir þeirri hækkun. Því var eðlilegt að verðið lækkaði um nokkra tugi prósenta.

Það er engan veginn eðlilegt að fólk geti tekið lán fyrir öllu, eða nánast öllu, kaupverði íbúðarhúsnæðis.
Fólk þarf að leggja fyrir og eiga fyrir minnst 20% af kaupverðinu, þannig að það eigi minnst fjórar milljónir króna þegar það kaupir 20 milljóna króna íbúð.

Fjöldi fólks var hér með einnar milljónar króna yfirdrátt á 24% vöxtum, sem kostaði þá 240 þúsund krónur á ári, og hafði jafnvel notað hann upp í kaup á húsnæði. Allt var þetta heimskulegt og engan veginn öðrum að kenna en því fólki sem tók þessi lán. Hvað þá bílakaup á 100% lánum til sjö ára, þannig að fólk keypti einn bíl á verði tveggja.

Að sjálfsögðu tekur einhvern tíma fyrir það fólk sem tók þátt í þessari vitleysu allri að greiða úr flækjunni. Það á hins vegar sjálft að greiða kostnaðinn og eðlilegt að margir verði nú gjaldþrota af þessum ástæðum einum.

Og ég hef í nokkur ár bent hér á hvers konar dellumakarí þetta væri allt saman.

Þorsteinn Briem, 1.11.2009 kl. 01:08

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

13.10.2009: "Hollenskt fyrirtæki [ECA], sem sérhæfir sig í varnaræfingum fyrir Atlantshafsbandalagið, hefur í hyggju að setja hér upp viðhaldsstöð fyrir 18 vopnlausar orrustuflugvélar. Samtals er áætlað að 150-200 föst störf skapist hjá fyrirtækinu, auk afleiddra starfa, en markmiðið er að starfsemin verði á fyrrum athafnasvæði bandaríska hersins að Ásbrú í Reykjanesbæ.

Ljóst er að viðhaldsstarfsemi vegna flugvélanna verður umsvifamikil og verkefnið felur í sér tækifæri til atvinnusköpunar með víðtækum margfeldisáhrifum.

Fyrirtækið sérhæfir sig í rannsóknum og tækniþróun á sviði loftvarna og annast þjálfun fyrir aðildarþjóðir NATO um alla Evrópu. Áætlað er að hér verði viðhaldsstöð fyrir flugvélar, ásamt þyrlum sem kæmu til með að hafa hér heimastöð, auk alls skrifstofuhalds fyrirtækisins. Stærsti hlutinn af starfsseminni fer þó fram erlendis. [...]

Gert er ráð fyrir að félagið ráðist hér í fjárfestingar fyrir allt að 4,5 milljarða króna og FJÁRMÖGNUN ER TRYGGÐ. Áætlað er að árlegar tekjur ríkissjóðs vegna starfseminnar verði 700–800 milljónir króna.


Gert er ráð fyrir að félagið semji  um húsnæði og aðstöðu á Keflavíkurflugvelli og Ásbrú, auk ýmissar þjónustu, og samstarf verði við Keili háskólasamfélag, þar sem um ýmis hátæknistörf yrði að ræða á vegum félagsins."

Viðhaldsstöð fyrir vopnlausar orrustuflugvélar skapar 200 föst störf á Ásbrú

Þorsteinn Briem, 1.11.2009 kl. 01:12

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.10.2009: "Síminn hefur nú tekið í notkun útlandatengingu um nýja Danice sæstrenginn sem liggur á milli Íslands og Danmerkur. Eftir þessa stækkun hefur Síminn um það bil tvöfaldað bandbreiddina til og frá Íslandi frá því í byrjun þessa árs. [...]

Hinir þrír sæstrengirnir eru Farice, Cantat-3 og Greenland Connect en Síminn tengdist þeim síðastnefnda fyrir nokkrum vikum um Grænland og vestur um haf."

Bandbreiddin tvöfölduð

Þorsteinn Briem, 1.11.2009 kl. 01:16

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendir ferðamenn koma til landsins allt árið og hlutur ferðaþjónustunnar hefur aukist hér mikið undanfarið á sama tíma og verð á áli hefur lækkað.

Október 2009: Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum

Þorsteinn Briem, 1.11.2009 kl. 01:34

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.10.2009: Verð á áli hefur að undanförnu verði rétt undir tvö þúsund bandaríkjadölum fyrir tonnið en áður en verðið hrundi í júlí í fyrra var það 3.300 dalir.

Fyrir þremur árum var talið að verð á áli myndi fylgja verðþróun annarra málma en álið hefur hækkað mun minna í verði en þeir og skýringin er stóraukin álframleiðsla í Kína. Þar hafa margar álbræðslur verið reistar undanfarið og þær fá niðurgreitt rafmagn til framleiðslunnar.

Fyrir þremur áratugum var hlutur Kína í heimsframleiðslu áls einungis 3% en í ár er þar framleitt meira af áli en í nokkru öðru landi í heiminum, 35% af heimsframleiðslunni, 40.600 tonn á dag í september síðastliðnum, meira en framleiðslan var mest fyrir hrunið í fyrra.

Framboð á áli hefur því stóraukist á sama tíma og eftirspurnin hefur hrunið vegna samdráttar í efnahagslífi heimsins. Birgðir af áli hafa því hlaðist upp í heiminum og þær eru nú fjórar og hálf milljón tonna, en þær duga heiminum í tvo mánuði.

Þar af leiðandi hefur álverðið ekki hækkað jafn mikið undanfarið og vænst var fyrir nokkrum misserum og litlar líkur eru taldar á að verðið hækki til muna á næstunni.

Þetta veldur því einnig að eldri álbræðslur, þar sem rekstrarkostnaður er  meiri en í þeim nýrri, til dæmis í Noregi og Kanada, hafa hætt starfsemi. Aftur á móti er ætlunin að reisa margar nýjar og tæknilega fullkomnar álbræðslur í löndunum við Persaflóa, þar sem þær fá gas á hagstæðu verði, og álverðið ætti að endurspegla það.

Þar af leiðandi eru litlar líkur taldar á að álverðið hækki verulega á næstunni
, nema gengi bandaríkjadals hrynji eða viðreisn efnahagslífsins í heiminum verði svo öflug að álbirgðirnar hverfi á skömmum tíma.

Í Noregi hefur álbræðslum verið lokað og fleiri lokanir eru boðaðar. Norska álfyrirtækið Hydro, þriðji stærsti álframleiðandi í heiminum, tapaði 25 milljörðum íslenskra króna á þremur mánuðum nú í sumar og haust. Fyrirtækið hefur framleitt árlega um 1,7 milljónir tonna af áli en eftir að fjármálakreppan hófst hefur framleiðsla og sala Hydro á áli dregist saman um 18%.

Strax fyrir hrunið voru uppi áætlanir um að minnka álframleiðslu í Noregi og Þýskalandi og þeim hefur nú verið flýtt. Dregið var úr álframleiðslu í Þýskalandi nú í vor og þar verður álbræðslum einnig lokað á næstunni.

Beinn hlekkur á skrá Spegillinn 28.10.2009

Þorsteinn Briem, 1.11.2009 kl. 01:38

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.10.2009: "Tap Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, fyrstu sex mánuði ársins nam 181,6 milljónum bandaríkjadala, andvirði 22,5 milljarða króna. Þetta er aðeins minna tap en á sama tíma í fyrra en þá var það 201,6 milljónir dala.

Mjög hefur dregið úr söluhagnaði fyrirtækisins og sölutekjur á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu 642,4 milljónum dala en á sama tímabili í fyrra 1.568,6 milljónum dala."

Móðurfélag Norðuráls tapaði 22,5 milljörðum króna fyrri helming ársins

Þorsteinn Briem, 1.11.2009 kl. 01:46

32 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta hefur verið ágæt upptalning hjá þér, Steini.

Þ.e. alveg rétt hjá þér, að loftbóluverð á húsnæði hlutu að falla, og munu ekki koma aftur til baka, í neinni bráð.

Sennilega, mun verð húsnæðis enn falla um 40 - 50%.

Það verður að koma í ljós, hvað mikið af þessum fjárfestingartækifærum, raunverulega koma til með að verða að veruleika. En, mikið mun þurfa af erlendri fjárfestingu, á næstu árum, því ekki býr innlennt atvinnulíf að peningum á næstu árum, né almenningur,,,og, vegna mikilla skulda, þarf einmitt öflugan hagvöxt, ef ekki á ílla að fara, þ.e. ílla ofan á þ.s. þegar hefur gerst.

En, þ.s. þú nefnir ferðamennsku, þá gagnast náttúrulega lágt verð gjaldmiðilsins, sem ekkert bendir til annars, en að muni haldast lágt áfram, næstu árin - nema, að svo mikið komi inn af erlendri fjárfestingu, að núverandi halli á viðskiptum við útlönd raunverulega hverfi, og verði að afgangi.

En, næsta ár, verður stóra þolraunin.

----------------------------

Reikna ekki með neinum hagvexti, það ár. Þannig, að minna muni koma í budduna hjá ríkissjóði, en reiknað var með. Skv. nýlegri skýrslu Ríkis-endurskoðunar, þá var rekstur ríkisins, ekki alveg til fyrirmyndar. Það verður sennilega eins næsta ár, þannig að einnig má búast við, að útgjöld verði meiri en reiknað er með. Að auki, held ég að skattar muni ekki skila inn eins miklu, og reiknað er með, vegna samdráttaraukandi áhrifa skatta við núverandi aðstæður. Þannig, að ríkisreikningar, muni lenda í vanda, um mitt fjárlaga-ár.

Að auki, held ég að líklega, muni bankarnir verða gjaldþrota á ný - en, sala Glitnis hefur ekki verið samþykkt af kröfuhöfum, þannig að þeir hafa ekki samþykkt neina fjárhagslega ábyrgð. Ef sama útkoma, verður með hinn bankann, þá verður ekki um þá sölu að ræða, er stefnt var að. 

--------------------------

Mín skoðun, er einfaldlega að "default" sé óhjákvæmilegt, hefur verið það alla tíð, síðan Geir H. talaði um, að skuldir ríkisins færu ekki yfir 90%.

Ekki, að saka ríkisstjórnina um neitt sérstakt, nema hugsanlega að lesa stöðuna vitlaust.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.11.2009 kl. 02:35

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kauptaxtar Norðuráls frá 1.1.2009

Kauptaxtar Íslenska járnblendifélagsins frá 1.12.2008


Norðurál - Störf í stóriðju geta verið mjög hættuleg og krefjandi

Í dag, 1. nóvember 2009, hækka kauptaxtar verkafólks um 6.750 krónur á mánuði og iðnaðarmanna um 8.750 krónur. Einnig er gert ráð fyrir grunnhækkun launa um 3,5% en frá henni dragast launahækkanir frá og með 1. janúar 2009 til og með 1. nóvember, þar með talið vegna hækkunar kauptaxta.

1. júní 2010 hækka laun um 2,5% en hækki laun meira vegna sérstakrar hækkunar kauptaxta, gildir sú hækkun.

Þorsteinn Briem, 1.11.2009 kl. 04:35

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Félagssvæði VR nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja, eins og fram kom hér að ofan.

Þorsteinn Briem, 1.11.2009 kl. 04:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband