Land, tunga og þjóð.

Það er góð blanda verðlaunahafa sem fær viðurkenningu á degi íslenskrar tungu og ástæða til að óska þeim til hamingju með það.

Í tilefni dagsins læt ég fljóta hér með hugvekju sem fjallar um þá órofa einingu sem land, tunga og þjóð verður að vera í okkar kæra landi.

 

LAND, TUNGA OG ÞJÓÐ.

(Með sínu lagi)

 

Á ysta norðurhjara með auðnir, dali og fjöll  /

er eyjan bjarta og kalda sem fóstrar okkur öll.  /

Og okkur bindur böndum hið fagra föðurland  / 

með :,: firði, hraun og elfur, græn engi og fjörusand:;:  /

 

Landið mitt. Landið mitt.  /

 

Í þúsund ár og aldir vort dýra móðurmál  /

sem meitlar hugsun okkar skal greypt í þjóðarsál.  / 

Það geymir dýra arfinn á Íslands sagnaslóð  / 

og :,: einingu og samheldni veitir okkar þjóð :,:  /

 

Móðurmálið mitt. Móðurmálið mitt.  /

 

Og landi jökla og elda, sem undur heita má,  /

aldrei bregðist þjóðin sem varðveita það á.   /

Að loknu ævistarfi er leggjumst við í mold   /

var :,:líf vort helgað þjóðinni, tungu og feðrafold :,:  /

 

Þjóðin mín.  Þjóðin mín.  /

 

 Á ysta hjara þraukum við gegnum súrt og sætt.  /

Í sigri og mótbyr Ísland oss hefur fætt og klætt.  /

Í þúsund ár skal syngja í þúsund radda óð  /

að :,: þrenning ein og órofa er land mitt, tunga og þjóð :,:  /  

 

Landið mitt. Móðurmálið mitt. Þjóðin mín.  / 


mbl.is Þorsteinn frá Hamri fær Jónasarverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband