Hvað um farsímana sjálfa ?

P1010595

Þú heldur farsímanum þínum upp að eyranu í nokkurra sentimetra fjarlægð frá heilanum og ert þannig með rafeindabylgjur og geislun alveg upp við þetta viðkvæmasta líffæri líkamans. 

Þá vaknar spurningin: Var heilinn skapaður tll þess að búa við þetta áreiti?  Svarið er einfalt: Nei.

Á síðustu árum hefur rannsóknum á hegðun og heilsu mannsins verið sinnt mjög vel.

Hið merkilega og þó fyrirsjáanlega er, að það er sameiginlegt niðurstöðum þessara rannsókna að því nær sem við erum lífsháttum þúsunda kynslóða sem á undan okkur hafa lifað og skilað erfðaeiginleikum sínum áfram til okkar, því betur líður okkur.

Farsíminn er það nýtt tæki að það mun ekki koma fram fyrr en eftir áratugi hvaða áhrif hann hefur á heila fólks. Því miður. Þá kann að vera heldur seint að bregðast við.  


mbl.is Geislun undir mörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Var maðurinn og hans viðkvæmi líkami skapaður til þess að ferðast með bifreiðum og flugvélum? Svarið er einfaldlega nei en það þýðir samt ekki að mannfólkið veigri sér við því að nýta sér þessa möguleika til að ferðast.

Hinsvegar er rétt að farsímatæknin sem slík er tiltölulega "ný" í samanburði við sögu mannkyns en þær langtímarannsóknir sem þó er búið að vinna sýna að ekki séu nein sjáanleg tengsl milli t.d. krabbameins og notkunar á farsímum.

Magnús V. Skúlason, 16.11.2009 kl. 13:13

2 Smámynd: Krizzi Lindberg

Var heilinn skapaður tll þess að búa við þetta áreiti?  Svarið er einfalt: Nei

Ég á erfitt með að sjá hvernig þessi staðhæfing getur sagt okkur eitthvað um skaðsemi farsíma. Maður gæti einnig spurt sig "var nefið þitt skapa til þess að halda uppi gleraugum?". Þrátt fyrir að tól sem við notum í nútímanum hafi ekki fylgt okkur í gegnum þróunarsöguna þá þýðir það ekki að það sé skaðlegt okkur, né að það er skaðlaust. Í rauninni þá segir það okkur ekkert um skaðsemi hlutsins.

Krizzi Lindberg, 16.11.2009 kl. 13:17

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Maðurinn var skapaður til að fara hratt yfir á hlaupum og hossast og hristast við það.

Hundrað kynslóðir hafa vanist við það að ferðast á hestum, bátum og skipum og einhverju hefur það skilað í erfðaeiginleikana þótt ekki sé í sama mæli og erfðaeiginleikar árþúsundanna.

Það er líkast til mismunandi hve langan tíma það tekur fyrir kynslóðirnar að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.

Hrygglengja mannsins er að mestu miðuð við ferfætt dýr en ekki dýr sem stendur upp á endann.

Bakveiki er því algengari en hjá veru þar sem hundruð þúsunda ára hafa haft áhrif á byggingu þessa "hryggjarstykkis" í manninum.

En áreiti farsímans er algerlega nýtt. Þess vegna er ástæða til að hafa áhyggjur af því.

Ómar Ragnarsson, 16.11.2009 kl. 13:21

4 identicon

sæll.

það sem stuðar mig hvað mest í þessari færslu þinni, ómar, er þetta:

 "því nær sem við erum lífsháttum þúsunda kynslóða sem á undan okkur hafa lifað og skilað erfðaeiginleikum sínum áfram til okkar, því betur líður okkur." 

þótt auðvitað megi finna dæmi um nútíma lífshætti sem eru mönnum óhollari en lífsháttir forvera okkar er rangt að álykta frá því að allir lífshættir þeirra (borðandi einhæft fæði, alltaf við sultarmörk, sofandi á hörðum fleti, engar bólusetningar, lítill þrifnaður, lifa í mesta lagi í 35 ár...) séu okkur til fyrirmyndar. þá þætti mér ansi miklum framförum í lífsgæðum og lífslíkum kastað með vanþakklæti á glæ! 

eina leiðin til að velja út þá þætti í lífsháttum frummanna sem vert er að halda í, og hverjum má farga, er með vísindalegum rannsóknum með strangri aðferðarfræði.

mér er ekki kunnugt um að slíkar rannsóknir á heilsufarsáhrifum farsíma sýni nokkuð sem ætti að valda okkur áhyggjum. mér finnst sjálfsagt að rannsaka áfram áhrif geislunar. í fréttinni segir líka:

"Einnig er nauðsynlegt að fylgjast með þróun í notkun þessarar geislunar og hugsanlegum heilsufarsáhrifum sem gætu fylgt henni."

vandamálið er að það er ekki einfaldlega ekki hægt að sanna endanlega að það sé alls engin heilsuskaði af völdum farsímageislunar. allar rannsóknir skilja eftir einhverja óvissu. það liggur í eðli vísindanna.

jens holm (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 14:37

5 identicon

Sendistyrkur GSM/3G farsíma er ekki mikill. Í góðu sambandi notar farsíminn aðeins 0.2W - 1W að hámarki.

Hámarksafl GSM/3G farsíma er svona sett upp í staðlinum, 2W 850/900Mhz (2G, 3G), 1W 1800/1900/2100 (2G,3G). Gömlu NMT farsímanir sendu jafnvel út á 15, reyndar á loftneti úti en áhrifin eru engu að síður svipuð í þeirri stuttu fjarlægð sem þar um ræðir. Þeir NMT farsímar sem eru handsímar sendu út á 4W að hámarki minnir mig. Ég veit ekki hver sendistyrkur NMT-900 farsíma var, en á Íslandi hefur bara NMT-450 verið notað.

Miðað við þann tíma sem GSM farsímar hafa verið notaðir, þá finnst mér fólk ofmeta hættuna af þeim. Enda er oft meiri bakgrunnsgeislun hjá fólki en sem nemur sendistyrk GSM/3G farsíma.

Nánar um sendistyrk GSM farsíma hérna. Hérna eru upplýsingar um bakgrunnsgeislun.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 16:16

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ekkert virðist þetta hafa haft áhrif á þig Ómar ennþá ,nema til góðs ,þú varst sá fysri sem maður sá með gamla farsiman fyrir mörgum árum i Kirkju Ó.S. stórt tæki og mikið/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 16.11.2009 kl. 19:01

7 identicon

Sjálfur finn ég mun hvort ég tali í langan tíma í gemsa / þráðlausan heimasíma eða snúrubundinn síma. Og þá er ég ekki bara að tala um glórauða litinn á eyranu eftir langt gemsasamtal.

Ég slekk á W-LAN þegar það er ekki í notkun, og nú er ég kominn sem þráðlausa heimasíma sem senda alls enga geisla þegar þeir sitja á stöðinni sinni (Siemens - EcoPlus stilling).

Valgeir (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 19:42

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þeir forfeðra okkar sem voru duglegastir við að afla fæðu og gera sér lífið sem bærilegast komust af og skiluðu með því að lifa og fjölga sér kynslóð fram af kynslóð erfðaeiginleikum sínum.

Því fer fjarri að ég telji að óhollusta sem fór illa með forfeður okkar og formæður sé eftirsóknarverð. 

Þegar vélar og þægindi komu til sögunnar héldu menn að manninum væri best að "hafa það gott í hreyfingarlitlu letilífi. 

Í ljós hefur komið að það ásamt meðfylgjandi offitu er að verða mesta heilbrigðisvandamál heimsins. 

Þetta er dæmi um það hvernig í nútímanum hafa hvað eftir annað komið upp lífshættir, sem eru algerlega á skjön við það sem best reyndist fyrri kynslóðum. 

Á tímabili komu upp kenningar um allskyns einhæft mataræði, sem átti að koma í staðinn fyrir hið blandaða fæði, sem tennur okkar og líkamsbygging sýna að eigi best við okkur. 

Í ljós kom að gamla máltækið "á misjöfnu þrífast börnin best"  var í fullu gildi.

Það er aðeins hálf öld síðan magakrabbamein var einhver algengasta dánarorsök Íslendinga, vafalítið vegna óeðlilega mikillar neyslu á söltum, súrsuðum og þó einkum reyktum mat. 

Þegar mataræðið varð jafnara og framangreint fæði borðað í hófi hörfaði bévítans magakrabbinn. 

Nú hafa menn áhyggjur af því að ofnæmi af ýmsu tagi muni færast í aukana hjá uppvaxandi kynslóð vegna of mikils og stanslauss hreinlætis með sápum og lítillar snertingar við náttúruna.

Í sveitinni var ég sem kúreki í daglegri snertingu við kúamykju og óhreinindi, þvoði mér að vísu með sápu daglega um hendurna en fór aðeins tvisvar í heitt bað yfir sumarið. 

Ég minnist þess ekki að hafa orðið kvefaður eða veikur öll þessi sumur. 

Fyrri kynslóðir hafi þjálfað styrk ónæmiskerfisins með hóflegum þrifnaði án hreinlætisæðis.

Sem betur fer var sá tími stuttur þegar menn vanmátu gildi móðurmjólkurinnar og ég sakna alltaf gömlu góðu ógerilssneyddu kúamjókurinnar í sveitinni, sem var líka seld á brúsum hér í borginni.

Of seint áttuðu menn sig á hættunni, sem boðið er heim með ofnotkun sýklalyfja, sem veldur því að vísindin eru á harðahlaupum á eftir sífellt illvígari sýklum sem eflast hraðar en lyfin.

Margir sérfræðingar óttast að það kapphlaup sé tapað spil vegna þess að það eru takmörk fyrir því að hægt er að búa til sterkari og sterkari lyf.  

Fyrir 20-30 árum hefði vafalaust verið hægt að ráða með tiltölulega vægum sýklalyfjum þess tíma við mikla sýkingu og risastórt graftarkýli sem ég fékk í bakið í fyrra.

Til þess að drepa þá sýkla þurfti að nota sýklalyf sem var svo sterkt, að lifrin réði ekki við það, og afleiðingnarnar urðu stíflugula og ofsakláði sem olli þriggja mánaða stanslausu svefnleysi.

Enn hafa ekki nýjar og skæðar bakteríur, svonefndir mosa-sýklar, ekki náð útbreiðslu á Íslandi eins og í nágrannalöndunum.

Þegar þær verða algengari á það  eftir að kosta mörg mannslíf á ári.  

Ómar Ragnarsson, 16.11.2009 kl. 21:10

9 identicon

Ég sel það ekki dýrara en ég keypti, en einhver tíman á síðustu öld sá ég í tækniriti sem ég er löngu búinn að gleyma hvað hét, í sambandi við umræðu af svipuðum toga og hér  útreikninga á styrk segulsviðs farsímatóls í notkun , og ef mig misminnir ekki þá var niðurstaðan úr þeim sú að sviðstyrkurinn af farsímanum var minni en 1/10000 af sviðstyrk jarðsegulsviðsins sem við erum umlukt alla daga ársins 24 tíma á sólarhring, og  síðan þá hefur þróun í farsímagerð heldur verið á þann veginn að dregið hefur úr styrk segulsviðiðs sem tólin senda frá sér  frekar en hitt,  ég sef því alveg rólegur þessvegna. Um möstrin sjálf veit ég ekki mikið, en þær úttektir sem hef séð t.d. ein viðamikil í Bretlandi gerði ekki mikið úr heilsufarhættu af þeim. 

Bjössi (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 00:37

10 Smámynd: Hörður Þórðarson

Góð færsla hjá þér Ómar. Það eru stöðugt að koma fram fleirri rannsóknir sem sýna fram á skaðsemi þess að ofnota farsíma. Eftir nokkur ár eða áratugi líta menn vafalaust til baka og velta því fyrir sér hversu klikkað fólk var að halda örbylgjusendum upp við eyrað og að byggja staðsetja örbylgusenda á fjölbýlishúsum!

Átt þú heima í húsi sem er nálægt slíkum sendi? Varst þú spurð(ur) um leyfi þegar hann var settur upp? 

Ég verð að viðurkenna að ég lítið farsímavæddur sjálfur, hef aðeins einn á mér til að nota í neyð ef hjólið eða bíllinn bilar. Ég hef prófað að hafa þannið tól alltaf í gangi og ónæðið af því var meira en ég gat þolað. Ég get skilið þá sem þurfa þetta tæki atvinnu sinnar vegna, en að hafa þetta sífellt gargandi yfir sér í frítima er alveg skelfilegt...

Hörður Þórðarson, 17.11.2009 kl. 03:56

11 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Um möstrin sjálf veit ég ekki mikið, en þær úttektir sem hef séð t.d. ein viðamikil í Bretlandi gerði ekki mikið úr heilsufarhættu af þeim. "

"Funded by Vodafone?"

Ekki gleyma því að hér er um gríðarlega fjárhagslega hagsmuni að ræða...

"The invisible rays from the RF/MW radiation being emitted from these cell towers secretly invades the human body and is affecting the health and lives of numerous people without them even being aware of the source of their ailments. Western doctors are also uniformed of the disease which the rest of the world recognizes and has appropriately labeled Microwave Sickness. Since October 2002, more than one hundred German doctors have signed a document stating they've noticed a tremendous increase in patients with health concerns related to cell phone and chronic cell tower radiation exposure (Microwave Sickness)."

http://www.discoverrealanswers.com/Cell_Towers.shtml

October 2002, the Freiburger Appeal. Since October 2002, more than one hundred German doctors have signed a document stating they've noticed a tremendous increase in patients with health concerns related to cell phone and chronic cell tower radiation exposure. www.emrnetwork.org/news/IGUMED_english .pdf

Cherry, Dr. Neil "Evidence that Electromagnetic Radiation is Genotoxic: The Implications for the Epidemiology of Cancer and Cardiac, Neurological and Reproductive Effects," Extended from a paper presented to the conference on possible health effects on health of radiofrequency electromagnetic fields, 29th June 2000 to the European Parliament, Brussels, Aug. 2002. A study conducted near the Schwarzenburg shortwave radio tower monitored urinary melatonin levels and observed a significant increase in melatonin when the tower's signal was turned off. 

Kolodynski, A. A. and Kolodynska, V. V., "Motor and Psychological Functions of School Children Living in the Area of the Skrunda Radio Location Station in Latvia," The Science of the Total Environment 180:87-93, 1996. Children living in front of radio station had reduced memory, attention deficit, slower reaction time, and less physical endurance than children who resided farther away from the tower.

Halsey Meyer Higgins, Solicitors, London. "Mobile Phones- Mobile Networks - Safety." Sept. 10, 1995. Germany's Bavarian State Gov't funded and reported a significant drop in yield and "extraordinary behavior disorders in dairy cattle shortly after nearby cell towers were erected. Both returned to normal when the cattle were relocated to an area away from towers!

http://www.discoverrealanswers.com/Resources.shtml#Cell_Towers

 

Hörður Þórðarson, 17.11.2009 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband